Dæmdur hryðjuverkamaður kynnir heimildarmynd hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2020 20:30 Vegan aðgerðarsinni segir mikla vanlíðan hafa fylgt því að vera dæmdur fyrir hryðjuverkabrot í Bandaríkjunum. Hann segir mörkin óljós á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær háttsemin varðar við hryðjuverkalög. Jake Conroy er vegan aðgerðarsinni sem sat í fjögur ár í alríkisfangelsi fyrir brot gegn hryðjuverkalögum. Hann er staddur hér á landi til að kynna heimildarmyndina The Animal People sem fjallar um sögu hans. Jake og félagar hans hófu herferð með það að markmiði að stöðva stórfyrirtæki sem sérhæfir sig í að prófa vörur fyrirtækja á dýrum. Herferðin snéri að bönkum, fjárfestum og öðrum sem stóðu á bakvið fjármögnun fyrirtækisins. „Þetta vakti mikla athygli stjórnvalda sökum velgengni okkar og af því að þetta hafði áhrif á starfrækslu fyrirtækja,“ sagði Jake Conroy, aðgerðarsinni. Hryðjuverkalög í Bandaríkjunum ná meðal annars yfir hópa sem beina aðgerðum sínum að fyrirtækjum sem starfa í tengslum við dýr. Samkvæmt lögunum má ekki valda fyrirtækjunum skaða sem nemur yfir 10 þúsund dali. Aðgerðarhópurinn var handtekinn og var svo ákært í málinu á grundvelli hryðjuverkalaga. Málið fór fyrir dómstóla og þurftu allir í hópnum að afplána fangelsisvist. Jake sat í alríkisfangelsi í fjögur ár. „Það opnaði augu mín að sitja inni og sjá hvernig kerfið virkar, hversu hræðilegt það er og hvernig það fer með fólk auk spillingarinnar. Það varpar fólki aftur inn í samfélagiðí verra ástandi en það kom inn,“ sagði Jake. Jake segir þunna línu á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær aðgerðin er farin að brjóta í bága við hryðjuverkalög. „Þeir sögðu okkur hafa farið yfir ríkjamörk því við notuðum netið til skipulagningar með vefsíðum okkar. Einnig af því að við hefðum valdið yfir 10 þúsund dala fjárhagstjóni. Þeir töldu það vera sama hlutinn. Okkar sjónarmið er að þetta séu ekki hryðjuverk heldur virkur aktívismi. Aðgerðarsinnar vilja einmitt þrýsta á um breytingar fyrirtækja og stundum veldur það fjárhagstjóni,“ sagði Jake. Bandaríkin Vegan Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Sjá meira
Vegan aðgerðarsinni segir mikla vanlíðan hafa fylgt því að vera dæmdur fyrir hryðjuverkabrot í Bandaríkjunum. Hann segir mörkin óljós á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær háttsemin varðar við hryðjuverkalög. Jake Conroy er vegan aðgerðarsinni sem sat í fjögur ár í alríkisfangelsi fyrir brot gegn hryðjuverkalögum. Hann er staddur hér á landi til að kynna heimildarmyndina The Animal People sem fjallar um sögu hans. Jake og félagar hans hófu herferð með það að markmiði að stöðva stórfyrirtæki sem sérhæfir sig í að prófa vörur fyrirtækja á dýrum. Herferðin snéri að bönkum, fjárfestum og öðrum sem stóðu á bakvið fjármögnun fyrirtækisins. „Þetta vakti mikla athygli stjórnvalda sökum velgengni okkar og af því að þetta hafði áhrif á starfrækslu fyrirtækja,“ sagði Jake Conroy, aðgerðarsinni. Hryðjuverkalög í Bandaríkjunum ná meðal annars yfir hópa sem beina aðgerðum sínum að fyrirtækjum sem starfa í tengslum við dýr. Samkvæmt lögunum má ekki valda fyrirtækjunum skaða sem nemur yfir 10 þúsund dali. Aðgerðarhópurinn var handtekinn og var svo ákært í málinu á grundvelli hryðjuverkalaga. Málið fór fyrir dómstóla og þurftu allir í hópnum að afplána fangelsisvist. Jake sat í alríkisfangelsi í fjögur ár. „Það opnaði augu mín að sitja inni og sjá hvernig kerfið virkar, hversu hræðilegt það er og hvernig það fer með fólk auk spillingarinnar. Það varpar fólki aftur inn í samfélagiðí verra ástandi en það kom inn,“ sagði Jake. Jake segir þunna línu á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær aðgerðin er farin að brjóta í bága við hryðjuverkalög. „Þeir sögðu okkur hafa farið yfir ríkjamörk því við notuðum netið til skipulagningar með vefsíðum okkar. Einnig af því að við hefðum valdið yfir 10 þúsund dala fjárhagstjóni. Þeir töldu það vera sama hlutinn. Okkar sjónarmið er að þetta séu ekki hryðjuverk heldur virkur aktívismi. Aðgerðarsinnar vilja einmitt þrýsta á um breytingar fyrirtækja og stundum veldur það fjárhagstjóni,“ sagði Jake.
Bandaríkin Vegan Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Sjá meira