Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 07:52 Frá virkjun HS Orku í Svartsengi þar sem heita vatnið sem HS Veitur dreifa til sveitarfélaga á Suðurnesjum er hitað upp. vísir/arnar Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag og rætt við Júlíus Jón Jónsson, forstjóra HS Veitna, en fyrirtækið á og rekur dreifikerfi fyrir heitt vatn í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum auk þess sem það sér einnig Grindvík, Garði, Reykjanesbæ og flugstöðvarsvæðinu fyrir ferskvatni. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Óvenjulegt landris er í Eldvörupum og Svartsengi en aðalvatnstökusvæði HS Veitna er í gjá í hrauninu Lágum sem er um þrjá kílómetra norður af Svartsengi. Er ferskvatninu síðan dælt á Svartsengi þar sem það er hitað upp með jarðhitagufu. „Það er helst heita vatnið sem við óttumst. Vandinn er ekki eins mikill ef kalda vatnið færi því við getum nálgast það úr öðrum vatnsbólum skammt frá. Það yrðu þó vissulega truflanir til skamms tíma. Enn sem komið er eru engar áætlanir uppi um hvernig við leysum vandann ef framleiðsla í Svartsengi myndi stöðvast,“ segir Júlíus í samtali við Fréttablaðið. Erfitt að réttlæta útgjöld í aðra varavirkjun Hann leggur þó mikla áherslu á að rétt sé að halda ró sinni þar sem mjög litlar líkur eru á því að allt fari á versta veg og ekki verði hægt að halda uppi framleiðslunni í Svartsengi. Það þurfi þá að ræða möguleg viðbrögð við slíkum hamförum. Erfitt sé að vera undirbúinn undir allar sviðsmyndir og þá þurfi einnig að hafa í huga hversu langt sé réttlætanlegt að ganga í slíkum undirbúningi að sögn Júlíusar. „Það er erfitt að réttlæta útgjöld í aðra varavirkjun sem væri til taks ef allt færi á versta veg,“ segir hann. Í tilkynningu á heimasíðu HS Veitna í gær kom fram að fyrirtækið væri að skoða hvaða afleiðingar það hefði á þjónustu fyrirtækisins ef jarðhræringarnar verða meiri en nú er. „Í upphafi er rétt að geta þess að mjög ólíklegt er að tjón verði á dreifikerfum HS Veitna sem leiði til takmarkana á þjónustu. HS Veitur treysta hinsvegar á afhendingu á heitu og köldu vatni frá HS Orku og síðan raforku frá Landsneti og þar eru stóru spurningarnar. Möguleikarnir eru vissulega óteljandi, í allra versta falli verður gos sem veldur (verulegu) tjóni á orkuveri HS Orku. Gerðist það, sem reyndar verður að teljast mjög ólíklegt, verða óhjákvæmilega verulegir erfiðleikar á orkuafhendingu á svæðinu. Miklu líklegra er, ef yfirleitt verður gos, að til einhverra skemmda gæti komið á vatnslögnum og rafstrengjum en viðgerðir á slíkum skemmdum ættu ekki að vera stórmál,“ segir á vef HS Veitna þar sem lesa má nánar um málið. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag og rætt við Júlíus Jón Jónsson, forstjóra HS Veitna, en fyrirtækið á og rekur dreifikerfi fyrir heitt vatn í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum auk þess sem það sér einnig Grindvík, Garði, Reykjanesbæ og flugstöðvarsvæðinu fyrir ferskvatni. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Óvenjulegt landris er í Eldvörupum og Svartsengi en aðalvatnstökusvæði HS Veitna er í gjá í hrauninu Lágum sem er um þrjá kílómetra norður af Svartsengi. Er ferskvatninu síðan dælt á Svartsengi þar sem það er hitað upp með jarðhitagufu. „Það er helst heita vatnið sem við óttumst. Vandinn er ekki eins mikill ef kalda vatnið færi því við getum nálgast það úr öðrum vatnsbólum skammt frá. Það yrðu þó vissulega truflanir til skamms tíma. Enn sem komið er eru engar áætlanir uppi um hvernig við leysum vandann ef framleiðsla í Svartsengi myndi stöðvast,“ segir Júlíus í samtali við Fréttablaðið. Erfitt að réttlæta útgjöld í aðra varavirkjun Hann leggur þó mikla áherslu á að rétt sé að halda ró sinni þar sem mjög litlar líkur eru á því að allt fari á versta veg og ekki verði hægt að halda uppi framleiðslunni í Svartsengi. Það þurfi þá að ræða möguleg viðbrögð við slíkum hamförum. Erfitt sé að vera undirbúinn undir allar sviðsmyndir og þá þurfi einnig að hafa í huga hversu langt sé réttlætanlegt að ganga í slíkum undirbúningi að sögn Júlíusar. „Það er erfitt að réttlæta útgjöld í aðra varavirkjun sem væri til taks ef allt færi á versta veg,“ segir hann. Í tilkynningu á heimasíðu HS Veitna í gær kom fram að fyrirtækið væri að skoða hvaða afleiðingar það hefði á þjónustu fyrirtækisins ef jarðhræringarnar verða meiri en nú er. „Í upphafi er rétt að geta þess að mjög ólíklegt er að tjón verði á dreifikerfum HS Veitna sem leiði til takmarkana á þjónustu. HS Veitur treysta hinsvegar á afhendingu á heitu og köldu vatni frá HS Orku og síðan raforku frá Landsneti og þar eru stóru spurningarnar. Möguleikarnir eru vissulega óteljandi, í allra versta falli verður gos sem veldur (verulegu) tjóni á orkuveri HS Orku. Gerðist það, sem reyndar verður að teljast mjög ólíklegt, verða óhjákvæmilega verulegir erfiðleikar á orkuafhendingu á svæðinu. Miklu líklegra er, ef yfirleitt verður gos, að til einhverra skemmda gæti komið á vatnslögnum og rafstrengjum en viðgerðir á slíkum skemmdum ættu ekki að vera stórmál,“ segir á vef HS Veitna þar sem lesa má nánar um málið.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00
Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15