„Stöndum öll saman og hjálpumst að ef eitthvað gerist“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hægt að bregðast hratt við ef til eldgoss við Svartsengi kemur. Unnið hafi verið að því að samhæfa alla viðbragðsaðila og efla vöktun á svæðinu. „Það er búið að vera með mikla samhæfingu núna eftir að vart var við þetta landris þannig að ég tel að við séum vel í stakk búin að mæta því ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Katrín segir að mikilvægt nú að miðla upplýsingum um stöðuna og breytingar sem verða á henni til allra sem á þurfa. „Það sjálfsögðu er það óhugnanlegt að búa við hliðin á eldfjalli sem getur gosið en um leið erum við með mikla vitneskju um hvernig þetta getur þróast og þess vegna einmitt legg ég áherslu á þessa upplýsingamiðlun. Ég heyrði í bæjarstjóranum í Grindavík núna fyrir íbúafundinn og ég veit að þau leggja mikla áherslu á það líka að halda öllum í bænum mjög vel upplýstum um möguleikana í stöðunni. Þannig að ég held að í þessu tilfelli eins og í öðrum þegar við náttúruna á Íslandi er að eiga þá skiptir mestu máli að muna að við erum eitt samfélag og við stöndum öll saman og hjálpumst að ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Hún segir Isavia og flugrekstraraðila fylgjast vel með jarðhræringunum og þróun þeirra. Hún á þó ekki von á að miklar raskanir verði á flugi ef það fer að gjósa. „Ég hef ekki skilið okkar vísindamenn þannig en eins og ég segi það eru þeir sem þekkja þetta best í raun og veru hver áhrifin geta orðið og hvort yfirhöfuð það kemur eldgos því þeir líka benda á það er alls ekki líklegast í stöðunni eins og hún er núna,“ segir Katrín. Þá segir hún fylgjast vel með þróuninni á svæðinu. „Í svona kringumstæðum gildir náttúrulega að vera í viðbragðsstöðu og halda og auka og efla vöktun eins og við erum að gera og tryggja það að ef eitthvað gerist þá séum við öll tilbúin til að bregðast við og standa saman í því,“ segir Katrín. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15 „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hægt að bregðast hratt við ef til eldgoss við Svartsengi kemur. Unnið hafi verið að því að samhæfa alla viðbragðsaðila og efla vöktun á svæðinu. „Það er búið að vera með mikla samhæfingu núna eftir að vart var við þetta landris þannig að ég tel að við séum vel í stakk búin að mæta því ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Katrín segir að mikilvægt nú að miðla upplýsingum um stöðuna og breytingar sem verða á henni til allra sem á þurfa. „Það sjálfsögðu er það óhugnanlegt að búa við hliðin á eldfjalli sem getur gosið en um leið erum við með mikla vitneskju um hvernig þetta getur þróast og þess vegna einmitt legg ég áherslu á þessa upplýsingamiðlun. Ég heyrði í bæjarstjóranum í Grindavík núna fyrir íbúafundinn og ég veit að þau leggja mikla áherslu á það líka að halda öllum í bænum mjög vel upplýstum um möguleikana í stöðunni. Þannig að ég held að í þessu tilfelli eins og í öðrum þegar við náttúruna á Íslandi er að eiga þá skiptir mestu máli að muna að við erum eitt samfélag og við stöndum öll saman og hjálpumst að ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Hún segir Isavia og flugrekstraraðila fylgjast vel með jarðhræringunum og þróun þeirra. Hún á þó ekki von á að miklar raskanir verði á flugi ef það fer að gjósa. „Ég hef ekki skilið okkar vísindamenn þannig en eins og ég segi það eru þeir sem þekkja þetta best í raun og veru hver áhrifin geta orðið og hvort yfirhöfuð það kemur eldgos því þeir líka benda á það er alls ekki líklegast í stöðunni eins og hún er núna,“ segir Katrín. Þá segir hún fylgjast vel með þróuninni á svæðinu. „Í svona kringumstæðum gildir náttúrulega að vera í viðbragðsstöðu og halda og auka og efla vöktun eins og við erum að gera og tryggja það að ef eitthvað gerist þá séum við öll tilbúin til að bregðast við og standa saman í því,“ segir Katrín.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15 „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15
„Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58
Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56
Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27
Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57