Tók þingheim í stærðfræðikennslu í andsvörum um veiðigjöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 20:00 Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að þrátt fyrir „grátkór útgerðarmanna“ yfir því að veiðigjöldin séu íþyngjandi, virðist sem íslensk útgerðarfélög séu reiðubúin að greiða meira fyrir auðlindina á erlendri grundu. Það beri mál Samherja í Namibíu vitni um. Sjávarútvegsráðherra vísaði gagnrýni um lækkun veiðigjalda á bug og rifjaði upp grunnskólastærðfræði máli sínu til stuðnings á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson var málshefjandi sérstakrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi í dag. „Þetta er hið eilífa þrætuepli og nýlegt Samherjamál vekur enn og aftur athyglina á því að þrátt fyrir vel samhæfðan og stilltan grátkór útgerðarmanna um að það sé gengið að atvinnugreininni nær dauðri með sérstakri gjaldtöku, það er að segja veiðigjaldinu, að þá er greinin sjálf að því er virðist tilbúin að greiða talsvert hærri gjöld fyrir veiðiheimildir í erlendum lögsögum,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Í sjálfu sér telji hann margt gott við fiskveiðistjórnunarkerfið en eðlilegra væri að hans mati að veiðiheimildum væri úthlutað tímabundið. Slíkar tillögur hafi ítrekað komið fram en hafi aldrei náð fram að ganga. Það sé fyrst og fremst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins sem slíkar breytingar hafi aldrei náð í gegn að sögn Þorsteins. Slíkar fullyrðingar sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vera rangar. „Við höfum aldrei lýst okkur algjörlega andvíga slíku, samanber bara stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar,“ sagði Kristján Þór. Fimm mínus tveir eru þrír Ráðherra var í umræðunni einnig gagnrýndur fyrir nýlegar breytingar á lögum um veiðigjöld. Fann Kristján Þór sig knúinn til að leiðrétta fullyrðingar um að veiðigjöld hafi verið lækkuð með lögunum. „Ef óbreytt lög hefðu látið gilda hefði veiðigjaldið orðið tveir milljarðar. Nýju lögin skila veiðigjaldi upp á fimm milljarða, hingað til hefði ég haldið, og treysti því að háttvirtir þingmenn geri sér grein fyrir því að fimm mínus tveir eru þrír,“ sagði Kristján Þór.Hvað varðar ummæli þingmanna um að útgerðin virðist reiðubúinn að greiða hærra gjald á erlendri grundu en á Íslandi sagði Kristján Þór að til þess að gera slíkan samanburð þurfi að liggja fyrir forsendur til að bera saman tekjur, kostnaðarliði, skatta og gjöld sem að útgerð myndi greiða í hvoru landi fyrir sig.„Við höfum ekki upplýsingar um verð eða verðmyndun eða kostnaðarliði á sjávarafurðum erlendis, á erlendum mörkuðum. Þar liggur hundurinn grafinn, þær upplýsingar liggja ekki fyrir en hins vegar höfum við mjög greinargóðar upplýsingar, opinberar upplýsingar, um afkomu útgerðar og fiskvinnslu hér á Íslandi. Engu að síður leyfa þingmenn sér það að fullyrða að menn séu tilbúnir til að greiða sambærilegt verð í sams konar umhverfi eins og á Íslandi,“ sagði Kristján Þór. Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að þrátt fyrir „grátkór útgerðarmanna“ yfir því að veiðigjöldin séu íþyngjandi, virðist sem íslensk útgerðarfélög séu reiðubúin að greiða meira fyrir auðlindina á erlendri grundu. Það beri mál Samherja í Namibíu vitni um. Sjávarútvegsráðherra vísaði gagnrýni um lækkun veiðigjalda á bug og rifjaði upp grunnskólastærðfræði máli sínu til stuðnings á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson var málshefjandi sérstakrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi í dag. „Þetta er hið eilífa þrætuepli og nýlegt Samherjamál vekur enn og aftur athyglina á því að þrátt fyrir vel samhæfðan og stilltan grátkór útgerðarmanna um að það sé gengið að atvinnugreininni nær dauðri með sérstakri gjaldtöku, það er að segja veiðigjaldinu, að þá er greinin sjálf að því er virðist tilbúin að greiða talsvert hærri gjöld fyrir veiðiheimildir í erlendum lögsögum,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Í sjálfu sér telji hann margt gott við fiskveiðistjórnunarkerfið en eðlilegra væri að hans mati að veiðiheimildum væri úthlutað tímabundið. Slíkar tillögur hafi ítrekað komið fram en hafi aldrei náð fram að ganga. Það sé fyrst og fremst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins sem slíkar breytingar hafi aldrei náð í gegn að sögn Þorsteins. Slíkar fullyrðingar sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vera rangar. „Við höfum aldrei lýst okkur algjörlega andvíga slíku, samanber bara stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar,“ sagði Kristján Þór. Fimm mínus tveir eru þrír Ráðherra var í umræðunni einnig gagnrýndur fyrir nýlegar breytingar á lögum um veiðigjöld. Fann Kristján Þór sig knúinn til að leiðrétta fullyrðingar um að veiðigjöld hafi verið lækkuð með lögunum. „Ef óbreytt lög hefðu látið gilda hefði veiðigjaldið orðið tveir milljarðar. Nýju lögin skila veiðigjaldi upp á fimm milljarða, hingað til hefði ég haldið, og treysti því að háttvirtir þingmenn geri sér grein fyrir því að fimm mínus tveir eru þrír,“ sagði Kristján Þór.Hvað varðar ummæli þingmanna um að útgerðin virðist reiðubúinn að greiða hærra gjald á erlendri grundu en á Íslandi sagði Kristján Þór að til þess að gera slíkan samanburð þurfi að liggja fyrir forsendur til að bera saman tekjur, kostnaðarliði, skatta og gjöld sem að útgerð myndi greiða í hvoru landi fyrir sig.„Við höfum ekki upplýsingar um verð eða verðmyndun eða kostnaðarliði á sjávarafurðum erlendis, á erlendum mörkuðum. Þar liggur hundurinn grafinn, þær upplýsingar liggja ekki fyrir en hins vegar höfum við mjög greinargóðar upplýsingar, opinberar upplýsingar, um afkomu útgerðar og fiskvinnslu hér á Íslandi. Engu að síður leyfa þingmenn sér það að fullyrða að menn séu tilbúnir til að greiða sambærilegt verð í sams konar umhverfi eins og á Íslandi,“ sagði Kristján Þór.
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira