Sportpakkinn: Keppendur koma nú frá 40 löndum á Reykjavíkurleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 16:28 Gústaf Adolf Hjaltason hefur komið að skipulagningu Reykjavíkurleikanna frá upphafi. Vísir/Sigurjón Þrettándu Reykjavíkurleikarnir í íþróttum hófust í dag. Um eitt þúsund erlendir keppendur koma til landsins en keppt verður í 23 greinum. Gústaf Adolf Hjaltason fer fyrir framkvæmdanefndinni en hann lagði grunninn að þessum leikum fyrir 15 árum. Arnar Björnsson ræddi við hann í dag. „Ég byrjaði á þessu með sundmóti þegar nýja Laugardalslaugin opnaði í janúar árið 2005. Þá ákváðum við það að byrja með stórt og mikið alþjóðasundmót. Árið 2008 þá hófum við síðan þessa vegferð og frá því að vera sjö greinar þá þá erum við komin upp í 23 greinar núna,“ sagði Gústaf Adolf Hjaltason. Á fyrstu Reykjavíkurleikunum var keppt í sjö greinum en keppnisgreinum hefur fjölgað ört. Nú koma um þúsund erlendir keppendur frá 40 löndum. Gústaf segir að núna komi íþróttamenn frá Indónesíu, Nýja Sjálandi og Jamaíka. Hversu mikil skipulagning er þetta og hvað koma margir að þessu móti. „Það eru hundruð einstaklinga sem koma að þessum mótshelgum. Einkunnarorð þessara leikja eru sjálfboðaliðinn því annar væri þetta ekki hægt. Við hefðum ekkert efni á því að borga öllu þessu fólki laun fyrir allt það sem þau eru að gera,“ sagði Gústaf Adolf. „Við erum með undirbúningsnefnd þar sem koma fulltrúar frá öllum greinum. Svo erum við með framkvæmdaráð sem hittist allt árið. Ég hef leitt þá vinnu alla tíð og vinn svo mikið með Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Það er hellings vinna sem fer fram allt árið þar. Við fundum reglulega og svo meira þegar nær dregur,“ sagði Gústaf Adolf. Gústaf Adolf veit um einn keppenda sem hefur tekið þátt í öllum þessum tólf Reykjavíkurleikjum til þessa. „Dóttir mín, Eygló Ósk Gústafsdóttir, byrjaði árið 2005 að keppa á sundmótinu hjá okkur og tók þar þátt fyrstu þrjú árin. Hún hefur síðan tekið þátt allar götur síðan og stefnir á það að taka þátt um helgin,“ sagði Gústaf Adolf. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keppendur koma nú frá 40 löndum á Reykjavíkurleikana Íþróttir Sportpakkinn Sund Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira
Þrettándu Reykjavíkurleikarnir í íþróttum hófust í dag. Um eitt þúsund erlendir keppendur koma til landsins en keppt verður í 23 greinum. Gústaf Adolf Hjaltason fer fyrir framkvæmdanefndinni en hann lagði grunninn að þessum leikum fyrir 15 árum. Arnar Björnsson ræddi við hann í dag. „Ég byrjaði á þessu með sundmóti þegar nýja Laugardalslaugin opnaði í janúar árið 2005. Þá ákváðum við það að byrja með stórt og mikið alþjóðasundmót. Árið 2008 þá hófum við síðan þessa vegferð og frá því að vera sjö greinar þá þá erum við komin upp í 23 greinar núna,“ sagði Gústaf Adolf Hjaltason. Á fyrstu Reykjavíkurleikunum var keppt í sjö greinum en keppnisgreinum hefur fjölgað ört. Nú koma um þúsund erlendir keppendur frá 40 löndum. Gústaf segir að núna komi íþróttamenn frá Indónesíu, Nýja Sjálandi og Jamaíka. Hversu mikil skipulagning er þetta og hvað koma margir að þessu móti. „Það eru hundruð einstaklinga sem koma að þessum mótshelgum. Einkunnarorð þessara leikja eru sjálfboðaliðinn því annar væri þetta ekki hægt. Við hefðum ekkert efni á því að borga öllu þessu fólki laun fyrir allt það sem þau eru að gera,“ sagði Gústaf Adolf. „Við erum með undirbúningsnefnd þar sem koma fulltrúar frá öllum greinum. Svo erum við með framkvæmdaráð sem hittist allt árið. Ég hef leitt þá vinnu alla tíð og vinn svo mikið með Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Það er hellings vinna sem fer fram allt árið þar. Við fundum reglulega og svo meira þegar nær dregur,“ sagði Gústaf Adolf. Gústaf Adolf veit um einn keppenda sem hefur tekið þátt í öllum þessum tólf Reykjavíkurleikjum til þessa. „Dóttir mín, Eygló Ósk Gústafsdóttir, byrjaði árið 2005 að keppa á sundmótinu hjá okkur og tók þar þátt fyrstu þrjú árin. Hún hefur síðan tekið þátt allar götur síðan og stefnir á það að taka þátt um helgin,“ sagði Gústaf Adolf. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keppendur koma nú frá 40 löndum á Reykjavíkurleikana
Íþróttir Sportpakkinn Sund Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira