Bað þingmenn að byggja málflutning sinn á staðreyndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 17:53 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki brugðist nægilega vel við þeim skorti sem sé á hjúkrunarrými fyrir aldraða í sérstökum umræðum á Alþingi í dag um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala. Skortur á hjúkrunarrýmum sé meðal þess sem orsaki fráfræðisvanda á Landspítalanum sem hafi í för með sér aukið álag á deildir spítalans, einkum á bráðamóttöku. Stefnt er að því að á tímabili núgildandi fjármálaáætlunar verði 568 ný hjúkrunarrými tekin í notkun að því er fram kom í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hún vísaði á bug ummælum þingmanna sem vildu meina að ríkisstjórnin stæði ekki við fögur fyrirheit um uppbyggingu hjúkrunarrýma. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar en hún byrjaði á því að rifja upp að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segi að hugað verði að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar. Vísir/Vilhelm „Samkvæmt minni vitneskju hefur það ekki verið efnt heldur er miklu frekar takmarkað það fjármagn sem hjúkrunarheimilin eiga rétt á vegna aukinnar hjúkrunar íbúanna sem þar búa. Auk þessa eru greiðslur lækkaðar að raunvirði þriðja árið í röð og sætir það furðu þar sem vitað er að einstaklingar sem nú komast inn á hjúkrunarheimili búa við mun verri heilsu en fyrr,“ sagði Anna Kolbrún. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í svipaðan streng, þeirra á meðal Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar sem einnig vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í lok árs 2019 var gengið frá þjónustusamningum til 2022 milli Sjúkratrygginga Íslands og 40 hjúkrunarheimila sem forsvarsmenn segja mikla afturför. Ekki sé gert ráð fyrir fjármunum vegna aukinnar þjónustuþarfar þjónustuþega og muni greiðslur meira að segja lækka vegna íbúa með sömu þjónustuþörf og áður. Þetta gallaða kerfi var sem betur fer aflagt með samningunum 2016 en er nú endurnýtt af núverandi ríkisstjórn,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum vera gjaldþrota. „Ríkisstjórnin boðar stórsókn í byggingu nýrra rýma en það er einfaldlega ekki verið að byggja þau. Þau eru hvergi á sjóndeildarhringnum og þessi vandi mun því bara vaxa á komandi árum. Á sama tíma stöndum við í stríði við rekstraraðila núverandi hjúkrunarrýma og erum að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra með því að þrengja sífellt meira og meira að grunnrekstri þeirra,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Í síðari ræðu sinni sagði Svandís að á árunum 2009 til 2018 hafi hjúkrunarrýmum fjölgað um 144. Á tímabili núgildandi fjármálaáætlunarinnar sé þó gert ráð fyrir að rýmum fjölgi um 568. „Ég vil brýna háttvirta þingmenn í því að byggja hér sinn málflutning á staðreyndum, í stað þess að halda því fram hér í ræðustól Alþingis, að það sé ekki verið að gera neitt til þess að leysa vandann. Af því að það er rangt,“ sagði Svandís um leið og þingforseti sló í bjölluna. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki brugðist nægilega vel við þeim skorti sem sé á hjúkrunarrými fyrir aldraða í sérstökum umræðum á Alþingi í dag um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala. Skortur á hjúkrunarrýmum sé meðal þess sem orsaki fráfræðisvanda á Landspítalanum sem hafi í för með sér aukið álag á deildir spítalans, einkum á bráðamóttöku. Stefnt er að því að á tímabili núgildandi fjármálaáætlunar verði 568 ný hjúkrunarrými tekin í notkun að því er fram kom í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hún vísaði á bug ummælum þingmanna sem vildu meina að ríkisstjórnin stæði ekki við fögur fyrirheit um uppbyggingu hjúkrunarrýma. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar en hún byrjaði á því að rifja upp að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segi að hugað verði að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar. Vísir/Vilhelm „Samkvæmt minni vitneskju hefur það ekki verið efnt heldur er miklu frekar takmarkað það fjármagn sem hjúkrunarheimilin eiga rétt á vegna aukinnar hjúkrunar íbúanna sem þar búa. Auk þessa eru greiðslur lækkaðar að raunvirði þriðja árið í röð og sætir það furðu þar sem vitað er að einstaklingar sem nú komast inn á hjúkrunarheimili búa við mun verri heilsu en fyrr,“ sagði Anna Kolbrún. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í svipaðan streng, þeirra á meðal Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar sem einnig vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í lok árs 2019 var gengið frá þjónustusamningum til 2022 milli Sjúkratrygginga Íslands og 40 hjúkrunarheimila sem forsvarsmenn segja mikla afturför. Ekki sé gert ráð fyrir fjármunum vegna aukinnar þjónustuþarfar þjónustuþega og muni greiðslur meira að segja lækka vegna íbúa með sömu þjónustuþörf og áður. Þetta gallaða kerfi var sem betur fer aflagt með samningunum 2016 en er nú endurnýtt af núverandi ríkisstjórn,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum vera gjaldþrota. „Ríkisstjórnin boðar stórsókn í byggingu nýrra rýma en það er einfaldlega ekki verið að byggja þau. Þau eru hvergi á sjóndeildarhringnum og þessi vandi mun því bara vaxa á komandi árum. Á sama tíma stöndum við í stríði við rekstraraðila núverandi hjúkrunarrýma og erum að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra með því að þrengja sífellt meira og meira að grunnrekstri þeirra,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Í síðari ræðu sinni sagði Svandís að á árunum 2009 til 2018 hafi hjúkrunarrýmum fjölgað um 144. Á tímabili núgildandi fjármálaáætlunarinnar sé þó gert ráð fyrir að rýmum fjölgi um 568. „Ég vil brýna háttvirta þingmenn í því að byggja hér sinn málflutning á staðreyndum, í stað þess að halda því fram hér í ræðustól Alþingis, að það sé ekki verið að gera neitt til þess að leysa vandann. Af því að það er rangt,“ sagði Svandís um leið og þingforseti sló í bjölluna. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm
Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira