Vísa liðþjálfa sem fór í kynleiðréttingu úr her Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 10:32 Liðþjálfinn Byun Hee-soo ræddi nýverið við blaðamenn í Suður-Kóreu og lýsti yfir vilja sínum til að vera áfram í hernum. AP/Ahn Young-joon Liðþjálfi, sem gekk til liðs við her Suður-Kóreu sem karl, og gekkst undir kynleiðréttingu í fyrra, hefur verið rekin úr hernum. Byun Hee-soo grátbað um að fá að vera áfram í hernum en sú beiðni var ekki samþykkt. Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Aðgerðarsinnar segja transfólk verða fyrir miklu áreiti í Suður-Kóreu. Þau verði sömuleiðis fyrir móðgunum og hótunum. Mörg þeirra þjáist af þunglyndi og reyni að svipta sig lífi. Byun skráði sig í herinn árið 2017 en fór til Taílands í fríi í nóvember í fyrra og gekkst undir kynleiðréttingu. Hún hafði beðið um að fá að vera áfram í hernum en sérstök nefnd hersins úrskurðaði í dag að víkja ætti henni úr hernum. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var þessi nefnd sett á laggirnar eftir að Byun var tekin til rannsóknar á hersjúkrahúsi. Þar var tap typpis Byun skráð sem hömlun. Þetta er í fyrsta sinn sem herinn tekur ákvörðun sem þessa. Transfólki er meinað að ganga til liðs við herinn en það hefur aldrei komið fyrir áður að starfandi hermaður gengst undir kynleiðréttingu. Byun ræddi við blaðamenn í morgun og sagðist vera hermaður Suður-Kóreu. Hún vildi vera það áfram. „Burtséð frá kynvitund minni, þá vil ég sýna öllum að ég get verið einn af bestu hermönnunum sem verja þetta land,“ sagði hún og barðist gegn því að bresta í grát. „Gerið það, gefið mér það tækifæri.“ Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Mannréttindasamtök hafa lengi lýst yfir áhyggjum af því hvernig komið er fram við samkynhneigða menn í hernum. Suður-Kórea Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Liðþjálfi, sem gekk til liðs við her Suður-Kóreu sem karl, og gekkst undir kynleiðréttingu í fyrra, hefur verið rekin úr hernum. Byun Hee-soo grátbað um að fá að vera áfram í hernum en sú beiðni var ekki samþykkt. Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Aðgerðarsinnar segja transfólk verða fyrir miklu áreiti í Suður-Kóreu. Þau verði sömuleiðis fyrir móðgunum og hótunum. Mörg þeirra þjáist af þunglyndi og reyni að svipta sig lífi. Byun skráði sig í herinn árið 2017 en fór til Taílands í fríi í nóvember í fyrra og gekkst undir kynleiðréttingu. Hún hafði beðið um að fá að vera áfram í hernum en sérstök nefnd hersins úrskurðaði í dag að víkja ætti henni úr hernum. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var þessi nefnd sett á laggirnar eftir að Byun var tekin til rannsóknar á hersjúkrahúsi. Þar var tap typpis Byun skráð sem hömlun. Þetta er í fyrsta sinn sem herinn tekur ákvörðun sem þessa. Transfólki er meinað að ganga til liðs við herinn en það hefur aldrei komið fyrir áður að starfandi hermaður gengst undir kynleiðréttingu. Byun ræddi við blaðamenn í morgun og sagðist vera hermaður Suður-Kóreu. Hún vildi vera það áfram. „Burtséð frá kynvitund minni, þá vil ég sýna öllum að ég get verið einn af bestu hermönnunum sem verja þetta land,“ sagði hún og barðist gegn því að bresta í grát. „Gerið það, gefið mér það tækifæri.“ Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Mannréttindasamtök hafa lengi lýst yfir áhyggjum af því hvernig komið er fram við samkynhneigða menn í hernum.
Suður-Kórea Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira