Kristján útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu í framtíðinni Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 22. janúar 2020 13:00 Kristján Andrésson. Kristján Andrésson mun stýra sænska landsliðinu í síðasta skipti í kvöld og það er vel við hæfi að kveðjuleikur hans með landsliðinu sé gegn Íslandi. Þetta hefur ekki verið auðvelt mót því liðið hefur ekki staðið undir væntingum og svo hjálpaði ekki agabrot leikmanna sem laumuðust út á lífið. „Við höfum klúðrað of mikið og vorum lakari aðilinn í þeim leikjum sem við töpuðum. Það er lítið við því að segja. Við erum svekktir að hafa ekki gert betur á heimavelli,“ sagði Kristján í Malmö Arena í gær. Þessi geðþekki drengur verður hálfmeyr er talið berst að því að hann spili síðasta leikinn gegn Íslandi. „Það er hörkuskemmtilegt og einhver skrifaði þetta handrit vel. Ég hefði reyndar frekar viljað spila gegn Íslandi í Stokkhólmi um næstu helgi,“ segir Kristján sposkur á svip en hann mun ekki gefa löndum sínum neinn afslátt í kvöld. „Ísland þarf þess ekkert enda með hörkugott lið. Við erum á heimavelli og við viljum sýna okkar áhorfendum að við erum betri en við höfum sýnt í þessu móti til þessa.“ Kristján hefur þjálfað sænska liðið frá 2016 og náði undraverðum árangri með liðið strax í upphafi þegar ekki var búist við neinu af liðinu. Í fyrra tók hann svo við þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen og hættir með sænska liðið til að einbeita sér að Löwen. „Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma. Það verður góð tilfinning í janúar á næsta ári að vera heima þegar elsti sonur minn á afmæli. Það verður líka gott að fá smá pásu enda er þetta búin að vera hörkumikil vinna. Það er leiðinlegt að enda svona en ferillinn með landsliðinu hefur annars verið frábær og skilaði mér þessu starfi í Þýskalandi meðal annars,“ segir Kristján en hann útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu síðar meir. „Auðvitað hefði ég áhuga á því. Mér finnst frábært að vera landsliðsþjálfari og vinna með svona góðum leikmönnum. Við sjáum hvað setur í framtíðinni en það eru margir góðir þjálfarar heima á Íslandi og Gummi er að vinna frábært starf með þessa ungu leikmenn núna. Ég er með nokkurra ára samning við Löwen. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni en ég ætla ekki að útiloka neitt.“ Klippa: Kristján kveður gegn Íslandi EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Svíþjóðar á stórmótum í handbolta. 22. janúar 2020 08:00 Haukur: Auðvitað vill maður spila Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld. 22. janúar 2020 11:30 Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. 22. janúar 2020 07:00 Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. 22. janúar 2020 09:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
Kristján Andrésson mun stýra sænska landsliðinu í síðasta skipti í kvöld og það er vel við hæfi að kveðjuleikur hans með landsliðinu sé gegn Íslandi. Þetta hefur ekki verið auðvelt mót því liðið hefur ekki staðið undir væntingum og svo hjálpaði ekki agabrot leikmanna sem laumuðust út á lífið. „Við höfum klúðrað of mikið og vorum lakari aðilinn í þeim leikjum sem við töpuðum. Það er lítið við því að segja. Við erum svekktir að hafa ekki gert betur á heimavelli,“ sagði Kristján í Malmö Arena í gær. Þessi geðþekki drengur verður hálfmeyr er talið berst að því að hann spili síðasta leikinn gegn Íslandi. „Það er hörkuskemmtilegt og einhver skrifaði þetta handrit vel. Ég hefði reyndar frekar viljað spila gegn Íslandi í Stokkhólmi um næstu helgi,“ segir Kristján sposkur á svip en hann mun ekki gefa löndum sínum neinn afslátt í kvöld. „Ísland þarf þess ekkert enda með hörkugott lið. Við erum á heimavelli og við viljum sýna okkar áhorfendum að við erum betri en við höfum sýnt í þessu móti til þessa.“ Kristján hefur þjálfað sænska liðið frá 2016 og náði undraverðum árangri með liðið strax í upphafi þegar ekki var búist við neinu af liðinu. Í fyrra tók hann svo við þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen og hættir með sænska liðið til að einbeita sér að Löwen. „Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma. Það verður góð tilfinning í janúar á næsta ári að vera heima þegar elsti sonur minn á afmæli. Það verður líka gott að fá smá pásu enda er þetta búin að vera hörkumikil vinna. Það er leiðinlegt að enda svona en ferillinn með landsliðinu hefur annars verið frábær og skilaði mér þessu starfi í Þýskalandi meðal annars,“ segir Kristján en hann útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu síðar meir. „Auðvitað hefði ég áhuga á því. Mér finnst frábært að vera landsliðsþjálfari og vinna með svona góðum leikmönnum. Við sjáum hvað setur í framtíðinni en það eru margir góðir þjálfarar heima á Íslandi og Gummi er að vinna frábært starf með þessa ungu leikmenn núna. Ég er með nokkurra ára samning við Löwen. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni en ég ætla ekki að útiloka neitt.“ Klippa: Kristján kveður gegn Íslandi
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Svíþjóðar á stórmótum í handbolta. 22. janúar 2020 08:00 Haukur: Auðvitað vill maður spila Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld. 22. janúar 2020 11:30 Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. 22. janúar 2020 07:00 Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. 22. janúar 2020 09:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Svíþjóðar á stórmótum í handbolta. 22. janúar 2020 08:00
Haukur: Auðvitað vill maður spila Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld. 22. janúar 2020 11:30
Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. 22. janúar 2020 07:00
Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. 22. janúar 2020 09:30