Ísland tapaði fyrir Noregi á EM í handbolta í dag, 31-28. Eftir slæma byrjun þar sem okkar menn lentu 7-0 undir gáfust þeir aldrei upp og náðu að hleypa spennu í leikinn í síðari hálfleik.
„Mér leið ágætlega og það var gaman að koma inn í leikinn. En við vorum komnir í erfiða stöðu og búnir að mála okkur út í horn. Við náðum að komast inn í leikinn og saxa á forystuna,“ sagði Haukur Þrastarson eftir leikinn í dag.
Hann segist ekki hafa verið stressaður þegar hann fékk tækifærið. „Um leið og maður er kominn inn á völlinn þá líður manni vel,“ sagði Haukur sem tók undir að það hafi verið erfitt að spila við Norðmenn.
„Þetta er það lið sem hefur verið að spila hvað best á þessu móti. Það er mikið af þungum mönnum, þeir eru góðir einn á einn, en þetta fer allt saman í reynslubankann.“
Hann hrósaði samherjum sínum fyrir frammistöðuna í seinni hálfleik. „Við náðum að þétta vörnina og þá kom markvarslan með. Þá varð þetta betra.“
Haukur: Ekkert stress í mér
Tengdar fréttir

Guðmundur: Byrjunin var okkur til skammar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag.

Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli
Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það.

Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“
Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta.

Viggó: Leiðinlegt að tapa
Viggó Kristjánsson hefur komið af krafti inn í íslenska landsliðið á þessu Evrópumeistaramóti.

Elvar Örn: Hef engar skýringar
Elvar Örn Jónsson segir að tapið gegn Noregi í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. Hann segir að byrjunin hafi farið með leikinn.