Guðmundur Guðmundsson hefur gert eina breytingu á íslenska landsliðshópnum sem mætir Noregi í milliriðli II á EM í dag.
Sveinn Jóhannsson kemur inn í hópinn fyrir Arnar Frey Arnarsson.
Sveinn var utan hóps í fyrstu fimm leikjum Íslands á EM. Hann er á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu.
Sveinn leikur með SønderjyskE í Danmörku og er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Áður lék hann með Fjölni og ÍR hér heima.
Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan 17:15 á eftir og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
