Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2020 13:00 Jón Kristinn ræðir við Hall um The Vulture´s Lair en sambönd þeirra meðal breskra Brexitsinna mun að öllum líkindum koma íslenska hópnum í innsta hring. Heldur minni hópur Íslendinga en að var stefnt er farinn utan til Englands til að fagna með Bretum þegar þeir ganga með formlegum hætti úr Evrópusambandinu í kvöld klukkan 23. Boðað var til ferðarinnar fyrir nokkru, skipulögð af Heimsýn – Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, en þegar upp var staðið stendur hópurinn ekki saman af nema 12 til 15 mönnum. Fámennt, en góðmennt eins og sagt er því þarna mun gleðin verða við völd. Heldur betur. Enda um heimssögulegan viðburð að ræða. Komast í innsta hring vegna sambanda Halls Vísir ræddi við einn foringja hópsins, Gunnlaug Ingvarsson stjórnarmann í Heimssýn og formann Frelsisflokksins, fyrir nokkru í tilefni ferðarinnar og var mikill hugur í honum. Fararstjóri er Hallur Hallsson fréttamaður sem að sögn Gunnlaugs er mikill sérfræðingur í Evrópusambandinu sem og breskum stjórnmálum. Honum verður svo innan handar Jón Kristinn Snæhólm stjórmálafræðingur en hann er einnig sérfróður um bresk stjórnmál. Gunnlaugur Ingvarsson er kominn til London þar sem hann og félagar ætla að fagna innilega með breskum skoðanabræðrum því að Bretland sé að fara úr Evrópusambandinu.visir/vilhelm Telja verður það vel til fundið að fá þá Hall og Jón Kristinn til að leiða hópinn en Hallur skrifaði einmitt bók um Evrópusambandið, Vulture´s Lair, og var útkomu bókarinnar fagnað sérstaklega einmitt í London. „Já, í Westminster,“ segir Gunnlaugur sem sér fyrir sér að sambönd þeirra Halls og Jóns Kristins muni verða til þess að hópurinn komist jafnvel í innsta hring Brexitsinna og í gleðskap í þeim ranni sem væntanlega hömlulaus.Hér neðar má sjá frá útgáfuveislu þegar bók Halls var fagnað í London með mikilli viðhöfn. Sjónarmið Halls hafa orðið ofan á í Bretlandi. Munu lyfta einni bjórkönnu eða tveimur Auk þeirra tveggja og Gunnlaugs verður svo formaður Heimssýnar, Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, í hópnum. Hópurinn fór utan í gær og snýr aftur 2. febrúar. Gist er á Grand Hotel við Hyde Park. Dagskrá ferðarinnar er svo tíunduð á heimasíðu Heimssýnar. „Gunnlaugur segir að Váfugli, bók Halls sem einnig var gefin út á ensku, hafi verið sérlega vel tekið á Bretlandi. „Sérstakalega af þeim sem voru skeptískir. Hún vakti mikla athygli í pólitíkinni þegar hún var gefin út og hann hefur mikil sambönd. Við fáum að komast inn í allskonar partí sem þeir halda. Við komum til með að skoða þinghúsið og förum að stalli W. Churchills. Þetta verður mikil menningareisa,“ segir Gunnlaugur. Og hann segir að áreiðanlega verð stungið úr einni bjórkönnu eða svo við þetta tækifæri. Þetta er partí. Þá segir Gunnlaugur að nokkur spenna ríki um hvort klukkum Big Ben verði hringt þegar útgangan verður formleg, líkt og var gert í lok seinni heimstyrjaldar. En einhverjar viðgerðir hafa staðið yfir á Big Ben.Hér neðar má svo sjá viðtal Jóns Kristins við Hall Hallsson um bók hans Vulture´s Lair. Bretland Brexit Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Heldur minni hópur Íslendinga en að var stefnt er farinn utan til Englands til að fagna með Bretum þegar þeir ganga með formlegum hætti úr Evrópusambandinu í kvöld klukkan 23. Boðað var til ferðarinnar fyrir nokkru, skipulögð af Heimsýn – Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, en þegar upp var staðið stendur hópurinn ekki saman af nema 12 til 15 mönnum. Fámennt, en góðmennt eins og sagt er því þarna mun gleðin verða við völd. Heldur betur. Enda um heimssögulegan viðburð að ræða. Komast í innsta hring vegna sambanda Halls Vísir ræddi við einn foringja hópsins, Gunnlaug Ingvarsson stjórnarmann í Heimssýn og formann Frelsisflokksins, fyrir nokkru í tilefni ferðarinnar og var mikill hugur í honum. Fararstjóri er Hallur Hallsson fréttamaður sem að sögn Gunnlaugs er mikill sérfræðingur í Evrópusambandinu sem og breskum stjórnmálum. Honum verður svo innan handar Jón Kristinn Snæhólm stjórmálafræðingur en hann er einnig sérfróður um bresk stjórnmál. Gunnlaugur Ingvarsson er kominn til London þar sem hann og félagar ætla að fagna innilega með breskum skoðanabræðrum því að Bretland sé að fara úr Evrópusambandinu.visir/vilhelm Telja verður það vel til fundið að fá þá Hall og Jón Kristinn til að leiða hópinn en Hallur skrifaði einmitt bók um Evrópusambandið, Vulture´s Lair, og var útkomu bókarinnar fagnað sérstaklega einmitt í London. „Já, í Westminster,“ segir Gunnlaugur sem sér fyrir sér að sambönd þeirra Halls og Jóns Kristins muni verða til þess að hópurinn komist jafnvel í innsta hring Brexitsinna og í gleðskap í þeim ranni sem væntanlega hömlulaus.Hér neðar má sjá frá útgáfuveislu þegar bók Halls var fagnað í London með mikilli viðhöfn. Sjónarmið Halls hafa orðið ofan á í Bretlandi. Munu lyfta einni bjórkönnu eða tveimur Auk þeirra tveggja og Gunnlaugs verður svo formaður Heimssýnar, Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, í hópnum. Hópurinn fór utan í gær og snýr aftur 2. febrúar. Gist er á Grand Hotel við Hyde Park. Dagskrá ferðarinnar er svo tíunduð á heimasíðu Heimssýnar. „Gunnlaugur segir að Váfugli, bók Halls sem einnig var gefin út á ensku, hafi verið sérlega vel tekið á Bretlandi. „Sérstakalega af þeim sem voru skeptískir. Hún vakti mikla athygli í pólitíkinni þegar hún var gefin út og hann hefur mikil sambönd. Við fáum að komast inn í allskonar partí sem þeir halda. Við komum til með að skoða þinghúsið og förum að stalli W. Churchills. Þetta verður mikil menningareisa,“ segir Gunnlaugur. Og hann segir að áreiðanlega verð stungið úr einni bjórkönnu eða svo við þetta tækifæri. Þetta er partí. Þá segir Gunnlaugur að nokkur spenna ríki um hvort klukkum Big Ben verði hringt þegar útgangan verður formleg, líkt og var gert í lok seinni heimstyrjaldar. En einhverjar viðgerðir hafa staðið yfir á Big Ben.Hér neðar má svo sjá viðtal Jóns Kristins við Hall Hallsson um bók hans Vulture´s Lair.
Bretland Brexit Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48
Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15
Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53