Liðin í Super Bowl í ár eru bæði með hraðann að vopni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 16:30 Raheem Mostert og Tyreek Hill er báðir rosalega fljótir. Samsett/Getty Hlutirnir geta gerst hratt í Super Bowl leik Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers á sunnudaginn kemur. Hraðinn er svo sannarlega til staðar hjá mörgum leikmanna liðanna. ESPN veltir því sér hvort að Super Bowl hafi einhvern tímann hafa getað boðið upp á tvö lið sem búa yfir svo spretthörðum leikmönnum. Í liði San Francisco 49ers eru það hlaupararnir sem skapa mesta óttann hjá mótherjunum. Einn þeirra er Raheem Mostert sem er fyrrum spretthlaupsstjarna hjá Purdue háskólanum. Hann sýndi það í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar að hann getur hlaupið hratt með boltann. Mostert skoraði fjögur snertimörk í leiknum og liðsmenn Green Bay Packers réðu ekkert við hann. The Chiefs' wide receivers -- nicknamed the Legion of Zoom -- and the 49ers' speedy running backs will give Super Bowl LIV a track meet feel. #NFLonESPN5#NFL100https://t.co/f25ijHBtUu— ESPN5 (@Sports5PH) January 30, 2020 Blaðamaður ESPN spurði Raheem Mostert að því hvaða liðsfélaga hann tæki með sér ef hann ætti að búa til boðshlaupslið fyrir 4 x 100 metra hlaup. Það stóð ekki á svari hjá Raheem Mostert sem nefndi sjálfan sig og svo Matt Breida, Tevin Coleman og að lokum Jeff Wilson. Allt eru þetta hlauparar í liðinu og allir hafa þeir sýnt að þeir búa yfir ógnvænlegum hraða. Hjá mótherjunum í Kansas City Chiefs liðinu eru það aftur á móti útherjarnir sem eru að skilja varnarmenn andstæðinganna eftir í sporunum. Þetta eru þeir Tyreek Hill, Mecole Hardman, Sammy Watkins, Demarcus Robinson og Byron Pringle. We gotta give @MecoleHardman4 the mic more often! pic.twitter.com/rxwMMcY9BI— Kansas City Chiefs (@Chiefs) January 29, 2020 Jú það er nóg að taka af mönnum sem Patrick Mahomes getur fundið með löngum sendingum upp völlinn. Það hefur Mahomes líka sýnt í allan vetur. Tölfræðin sýnir það líka og sannar að þessir fyrrnefndu leikmenn búa yfir gríðarlegum hraða. Meðalhámarkshraði hlauparana í San Francisco 49ers liðinu er 21,35 kílómetrar á klukkstund sem er það mesta hjá liði í allri NFL-deildinni. Raheem Mostert er í heimsklassa enda á hann best 10,15 sekúndur í 100 metra hlaupi. "They done messed up and gave your boy the mic, so you know we're about to turn up!" Keep up with @JetMckinnon1 at #SBLIV Opening Night. pic.twitter.com/gyrRdEWp89— San Francisco 49ers (@49ers) January 29, 2020 Útherjar Kansass City hafa ellefu sinnum gripið boltann á 32 kílómetra hraða á klukkustund en meðalhámarkshraði útherja liðsins er 24,86 kílómetrar á klukkustund. Sá fljótasti er maðurinn sem er kallaður blettatígurinn. Tyreek Hill hefur hlaupið 100 metra hlaup á 9,98 sekúndum en það gerði hann í háskóla árið 2013. Sá tími hefði dugað honum í úrslit á síðustu Ólympíuleikum. Það má því búast við því að hlutirnir geti gerst mjög hratt á sunnudagskvöldið.Leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin með upphitun klukkan 22.00. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan hálf tólf. NFL Ofurskálin Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira
Hlutirnir geta gerst hratt í Super Bowl leik Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers á sunnudaginn kemur. Hraðinn er svo sannarlega til staðar hjá mörgum leikmanna liðanna. ESPN veltir því sér hvort að Super Bowl hafi einhvern tímann hafa getað boðið upp á tvö lið sem búa yfir svo spretthörðum leikmönnum. Í liði San Francisco 49ers eru það hlaupararnir sem skapa mesta óttann hjá mótherjunum. Einn þeirra er Raheem Mostert sem er fyrrum spretthlaupsstjarna hjá Purdue háskólanum. Hann sýndi það í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar að hann getur hlaupið hratt með boltann. Mostert skoraði fjögur snertimörk í leiknum og liðsmenn Green Bay Packers réðu ekkert við hann. The Chiefs' wide receivers -- nicknamed the Legion of Zoom -- and the 49ers' speedy running backs will give Super Bowl LIV a track meet feel. #NFLonESPN5#NFL100https://t.co/f25ijHBtUu— ESPN5 (@Sports5PH) January 30, 2020 Blaðamaður ESPN spurði Raheem Mostert að því hvaða liðsfélaga hann tæki með sér ef hann ætti að búa til boðshlaupslið fyrir 4 x 100 metra hlaup. Það stóð ekki á svari hjá Raheem Mostert sem nefndi sjálfan sig og svo Matt Breida, Tevin Coleman og að lokum Jeff Wilson. Allt eru þetta hlauparar í liðinu og allir hafa þeir sýnt að þeir búa yfir ógnvænlegum hraða. Hjá mótherjunum í Kansas City Chiefs liðinu eru það aftur á móti útherjarnir sem eru að skilja varnarmenn andstæðinganna eftir í sporunum. Þetta eru þeir Tyreek Hill, Mecole Hardman, Sammy Watkins, Demarcus Robinson og Byron Pringle. We gotta give @MecoleHardman4 the mic more often! pic.twitter.com/rxwMMcY9BI— Kansas City Chiefs (@Chiefs) January 29, 2020 Jú það er nóg að taka af mönnum sem Patrick Mahomes getur fundið með löngum sendingum upp völlinn. Það hefur Mahomes líka sýnt í allan vetur. Tölfræðin sýnir það líka og sannar að þessir fyrrnefndu leikmenn búa yfir gríðarlegum hraða. Meðalhámarkshraði hlauparana í San Francisco 49ers liðinu er 21,35 kílómetrar á klukkstund sem er það mesta hjá liði í allri NFL-deildinni. Raheem Mostert er í heimsklassa enda á hann best 10,15 sekúndur í 100 metra hlaupi. "They done messed up and gave your boy the mic, so you know we're about to turn up!" Keep up with @JetMckinnon1 at #SBLIV Opening Night. pic.twitter.com/gyrRdEWp89— San Francisco 49ers (@49ers) January 29, 2020 Útherjar Kansass City hafa ellefu sinnum gripið boltann á 32 kílómetra hraða á klukkustund en meðalhámarkshraði útherja liðsins er 24,86 kílómetrar á klukkustund. Sá fljótasti er maðurinn sem er kallaður blettatígurinn. Tyreek Hill hefur hlaupið 100 metra hlaup á 9,98 sekúndum en það gerði hann í háskóla árið 2013. Sá tími hefði dugað honum í úrslit á síðustu Ólympíuleikum. Það má því búast við því að hlutirnir geti gerst mjög hratt á sunnudagskvöldið.Leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin með upphitun klukkan 22.00. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan hálf tólf.
NFL Ofurskálin Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira