Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 14:46 Silja Bára segir ólíklegt að Biden komi vel út úr forvali í New Hampshire en Suður-Karólína gæti verið hans ríki. vísir/vilhelm - getty/Tom Brenner Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. „Demókratarnir eru í vandræðum en ég held nú aldrei að þeir hafi trúað á það að þeir myndu ná að setja hann úr embætti. Það tókst að fá þetta eina atkvæði úr Repúblikanaflokknum þannig að hann getur ekki sagt með hundrað prósenta vissu að þetta hafi verið flokkspólitískar nornaveiðar,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við HÍ, þegar hún var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni ásamt Friðjóni R. Friðjónssyni. „Demókratar eru í vandræðum eftir Iowa, annars vegar að hafa verið í heila viku að koma niðurstöðunum frá sér og svona verið að mjatla þær út og svo hins vegar að það er ekki skýr sigurvegari úr þeim niðurstöðum,“ segir Silja. Demókratar í Nevada ákváðu í kjölfarið að nota ekki snjallforrit í kosningunum eins og gert var í Iowa. Sjá einnig: Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám„Kjörsókn í Iowa var bara um það bil sú sama og hún var 2016, 170 þúsund manns um það bil sem tóku þátt á móti 240-250 þúsund sem mættu á kjörstað þegar Obama var kjörinn og þetta er kannski vísbending um það hversu spenntir demókratar, kjósendur demókrata eru fyrir frambjóðendunum almennt og sú tilfinning skilar sér inn í kosningabaráttuna. Þetta var auðvitað það sem Clinton tapaði mest á, það var fólkið sem sat heima í þessum lykilríkjum. Þetta held ég að vísi ekki á gott fyrir Demókratana,“ segir Friðjón. „Þetta var svo ótrúlegur sigur hjá Trump fyrir fjórum árum síðan, að vinna þessi þrjú lykilríki sem enginn bjóst við að hann myndi vinna, Wisconsin, Michigan og Pennsylvania með samtals einhverjum sjötíu þúsund atkvæðum af 13-15 milljónum greiddum,“ segir Friðjón. „Þetta er eins og að þræða þrjár nálar með sama tvinnanum í sömu hreyfingunni. Maður er vantrúaður á að honum takist þetta aftur en á móti kemur að efnahagurinn gengur vel, það eru fleiri með vinnu, það er minnsta atvinnuleysi síðan 1969 og svo framvegis.“ Nýjustu tölur um hagvöxt eru lægri en áður ef það hægist eitthvað meira á þá verður erfiðara fyrir Trump að segja annað. Það að fólk muni kjósa með veskinu er ekkert endilega víst. Þau ríki sem eru ófyrirsjáanlegust eru Wisconsin, Pennsylvania, Michigan að einhverju leiti, Flórída og Arizona segir Friðjón. „Þetta verður spennandi en Demókratar eiga að vinna þetta miðað við forsendurnar,“ segir Friðjón. „Við skulum ekki vanmeta hæfileika þeirra til þess að klúðra.“ Enginn afgerandi frambjóðandi hefur stigið fram og var Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, til að mynda ekki jafn sterkur og búist var við. „Biden hefði átt að geta performerað eitthvað í Iowa en hann var bara ekki með nógu góðan undirbúning. Hann er núna farinn að tala um það að það megi alveg búast við því að honum gangi ekkert vel í New Hampshire, sem er alveg rétt, hann er ekki sterkur þar,“ segir Silja Bára. Búast megi við því að Elizabeth Warren og Bernie Sanders verði sterk í New Hampshire þar sem þau komi frá nágrannaríkjunum Vermont og Massachusetts. Biden hafi verið að reiða sig mikið á Suður-Karólínu, þar sé meiri lýðfræðilegur fjölbreytileiki og til dæmis svartir kjósendur í einhverju mæli. „Þá er spurning, hefur Biden þolið í að vera „looser“ í mánuð?“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sprengisandur Tengdar fréttir Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Bandaríkin: Trump sýknaður og Demókratar klúðra Umdeilt forval Demókrataflokksins í Iowa og fyrirsjáanleg sýknun Donald Trump, forseta, er það helsta sem er til umfjöllunar í þriðja þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 7. febrúar 2020 08:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. „Demókratarnir eru í vandræðum en ég held nú aldrei að þeir hafi trúað á það að þeir myndu ná að setja hann úr embætti. Það tókst að fá þetta eina atkvæði úr Repúblikanaflokknum þannig að hann getur ekki sagt með hundrað prósenta vissu að þetta hafi verið flokkspólitískar nornaveiðar,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við HÍ, þegar hún var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni ásamt Friðjóni R. Friðjónssyni. „Demókratar eru í vandræðum eftir Iowa, annars vegar að hafa verið í heila viku að koma niðurstöðunum frá sér og svona verið að mjatla þær út og svo hins vegar að það er ekki skýr sigurvegari úr þeim niðurstöðum,“ segir Silja. Demókratar í Nevada ákváðu í kjölfarið að nota ekki snjallforrit í kosningunum eins og gert var í Iowa. Sjá einnig: Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám„Kjörsókn í Iowa var bara um það bil sú sama og hún var 2016, 170 þúsund manns um það bil sem tóku þátt á móti 240-250 þúsund sem mættu á kjörstað þegar Obama var kjörinn og þetta er kannski vísbending um það hversu spenntir demókratar, kjósendur demókrata eru fyrir frambjóðendunum almennt og sú tilfinning skilar sér inn í kosningabaráttuna. Þetta var auðvitað það sem Clinton tapaði mest á, það var fólkið sem sat heima í þessum lykilríkjum. Þetta held ég að vísi ekki á gott fyrir Demókratana,“ segir Friðjón. „Þetta var svo ótrúlegur sigur hjá Trump fyrir fjórum árum síðan, að vinna þessi þrjú lykilríki sem enginn bjóst við að hann myndi vinna, Wisconsin, Michigan og Pennsylvania með samtals einhverjum sjötíu þúsund atkvæðum af 13-15 milljónum greiddum,“ segir Friðjón. „Þetta er eins og að þræða þrjár nálar með sama tvinnanum í sömu hreyfingunni. Maður er vantrúaður á að honum takist þetta aftur en á móti kemur að efnahagurinn gengur vel, það eru fleiri með vinnu, það er minnsta atvinnuleysi síðan 1969 og svo framvegis.“ Nýjustu tölur um hagvöxt eru lægri en áður ef það hægist eitthvað meira á þá verður erfiðara fyrir Trump að segja annað. Það að fólk muni kjósa með veskinu er ekkert endilega víst. Þau ríki sem eru ófyrirsjáanlegust eru Wisconsin, Pennsylvania, Michigan að einhverju leiti, Flórída og Arizona segir Friðjón. „Þetta verður spennandi en Demókratar eiga að vinna þetta miðað við forsendurnar,“ segir Friðjón. „Við skulum ekki vanmeta hæfileika þeirra til þess að klúðra.“ Enginn afgerandi frambjóðandi hefur stigið fram og var Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, til að mynda ekki jafn sterkur og búist var við. „Biden hefði átt að geta performerað eitthvað í Iowa en hann var bara ekki með nógu góðan undirbúning. Hann er núna farinn að tala um það að það megi alveg búast við því að honum gangi ekkert vel í New Hampshire, sem er alveg rétt, hann er ekki sterkur þar,“ segir Silja Bára. Búast megi við því að Elizabeth Warren og Bernie Sanders verði sterk í New Hampshire þar sem þau komi frá nágrannaríkjunum Vermont og Massachusetts. Biden hafi verið að reiða sig mikið á Suður-Karólínu, þar sé meiri lýðfræðilegur fjölbreytileiki og til dæmis svartir kjósendur í einhverju mæli. „Þá er spurning, hefur Biden þolið í að vera „looser“ í mánuð?“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sprengisandur Tengdar fréttir Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Bandaríkin: Trump sýknaður og Demókratar klúðra Umdeilt forval Demókrataflokksins í Iowa og fyrirsjáanleg sýknun Donald Trump, forseta, er það helsta sem er til umfjöllunar í þriðja þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 7. febrúar 2020 08:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31
„Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18
Bandaríkin: Trump sýknaður og Demókratar klúðra Umdeilt forval Demókrataflokksins í Iowa og fyrirsjáanleg sýknun Donald Trump, forseta, er það helsta sem er til umfjöllunar í þriðja þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 7. febrúar 2020 08:45