Sakar formann Viðreisnar um lýðskrum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 20:51 Bjarni er ekki sáttur við skrif Þorgerðar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Þar sakar hann Þorgerði um lýðskrum vegna pistlaskrifa hennar á Vísi í dag. Þorgerður, sem er formaður Viðreisnar og fyrrverandi landsbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Bjarna, kallaði þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varðhunda kerfisins í pistlinum vegna viðbragða þeirra við skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. „Eins og þekkt er kom fram í fréttarskýringaþætti Kveiks að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu væru tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt. Það er liður í því að fá fram upplýsingar sem geta gagnast til uppbyggilegrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið okkar, auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fleira sem þarf að vera á dagskrá stjórnmálanna á næstu misserum. Þótt það sé morgunljóst eftir gærdaginn að ákveðin stjórnmálaöfl munu gera allt til að koma í veg fyrir að svo verði,“ skrifar Þorgerður. Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Bjarni beinir sjónum sínum þó einna helst að því sem Þorgerður segir um greiðslur fyrir veiðirétt. Hún segir það merkilegt ef íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu tilbúin til að greiða meira fyrir tímabundinn afnotarétt til eins árs í Namibíu fyrir veiðirétt en það sem fyrirtækin treysta sér til að greiða fyrir ótímabundinn afnotarétt á Íslandi. „Þetta er ekkert annað en lýðskrum. Fyrst má hér nefna að sjávarútvegsfyrirtæki bjóða ekki í veiðiheimildir á Íslandi heldur er lagt á þær veiðigjald sem er breytilegt eftir afrakstri veiða í einstökum tegundum. Það er því tómt mál að tala um hvað íslensk fyrirtæki eru ,,tilbúin að greiða“,“ skrifar Bjarni á Facebook. Þá segir hann það ekki segja neitt um fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands að tiltekið gjald sé greitt fyrir hrossamakrílsveiðiheimildir í Namibíu. Að gefa annað í skyn sé „hreint lýðskrum“ því það sem mestu máli skipti sé að greiðslugeta fyrirtækja ráðist af helstu rekstrarforsendum. „Þeir sem standa að þessari tillögu láta sem allir þessir þættir séu sambærilegir og hér þurfi bara að svara spurningunni um það hvað sé borgað fyrir að veiða fisk hér annars vegar og í Namibíu hins vegar. Eða er ekki fiskur bara fiskur? Nei, augljóslega ekki. Og þau vita það. En þegar athygli er vakin á lýðskruminu eiga þau engan annan leik en að ganga lengra og hrópa: Sérhagsmunagæsla!“Stöðuuppfærslu Bjarna má lesa hér að neðan. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Af lýðskrumi og loddurum Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. 7. febrúar 2020 12:00 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Þar sakar hann Þorgerði um lýðskrum vegna pistlaskrifa hennar á Vísi í dag. Þorgerður, sem er formaður Viðreisnar og fyrrverandi landsbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Bjarna, kallaði þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varðhunda kerfisins í pistlinum vegna viðbragða þeirra við skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. „Eins og þekkt er kom fram í fréttarskýringaþætti Kveiks að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu væru tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt. Það er liður í því að fá fram upplýsingar sem geta gagnast til uppbyggilegrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið okkar, auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fleira sem þarf að vera á dagskrá stjórnmálanna á næstu misserum. Þótt það sé morgunljóst eftir gærdaginn að ákveðin stjórnmálaöfl munu gera allt til að koma í veg fyrir að svo verði,“ skrifar Þorgerður. Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Bjarni beinir sjónum sínum þó einna helst að því sem Þorgerður segir um greiðslur fyrir veiðirétt. Hún segir það merkilegt ef íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu tilbúin til að greiða meira fyrir tímabundinn afnotarétt til eins árs í Namibíu fyrir veiðirétt en það sem fyrirtækin treysta sér til að greiða fyrir ótímabundinn afnotarétt á Íslandi. „Þetta er ekkert annað en lýðskrum. Fyrst má hér nefna að sjávarútvegsfyrirtæki bjóða ekki í veiðiheimildir á Íslandi heldur er lagt á þær veiðigjald sem er breytilegt eftir afrakstri veiða í einstökum tegundum. Það er því tómt mál að tala um hvað íslensk fyrirtæki eru ,,tilbúin að greiða“,“ skrifar Bjarni á Facebook. Þá segir hann það ekki segja neitt um fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands að tiltekið gjald sé greitt fyrir hrossamakrílsveiðiheimildir í Namibíu. Að gefa annað í skyn sé „hreint lýðskrum“ því það sem mestu máli skipti sé að greiðslugeta fyrirtækja ráðist af helstu rekstrarforsendum. „Þeir sem standa að þessari tillögu láta sem allir þessir þættir séu sambærilegir og hér þurfi bara að svara spurningunni um það hvað sé borgað fyrir að veiða fisk hér annars vegar og í Namibíu hins vegar. Eða er ekki fiskur bara fiskur? Nei, augljóslega ekki. Og þau vita það. En þegar athygli er vakin á lýðskruminu eiga þau engan annan leik en að ganga lengra og hrópa: Sérhagsmunagæsla!“Stöðuuppfærslu Bjarna má lesa hér að neðan.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Af lýðskrumi og loddurum Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. 7. febrúar 2020 12:00 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28
Af lýðskrumi og loddurum Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. 7. febrúar 2020 12:00