Segja Árna með 150 milljónir í laun, ekki 200 Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 16:02 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, lækkaði umtalsvert í launum í dag. Marel Vegna „mannlegra mistaka“ og tvítalningar var Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, sagður vera með hærri laun í nýbirtum ársreikningi félagsins en hann var með í raun og veru - að sögn Marels. Árslaun hans námu því ekki 200 milljónum króna eins og sagði í ranga ársreikningnum, heldur 150 milljónum. Vefmiðlar landsins höfðu gert sér mat úr þessum launagreiðslum til Árna á síðasta ári. Laun, kaupaukar og hlunnindi hans námu, fyrir leiðréttinguna nú síðdegis, um 200 milljónum króna árið 2019 sem gera í kringum 17 milljónir á mánuði. Sundurliðun á launum hans mátti finna í skýringu 29 í ársreikningnum, sem sjá má hér að neðan. Fyrri útgáfa ársreikningsins. Marel sendi hins vegar frá sér leiðréttingu til Kauphallarinnar nú á fjórða tímanum þar sem umrædd skýring er leiðrétt. Það sé ekki rétt að laun og hlunnindi Árna hafi numið 1,06 milljónum evra, 150 milljónum króna í fyrra eins og sagði í skýringunni. Hið rétta er þessi liður í launum Árna nam aðeins 680 þúsund evra, 93 milljónum króna. Aðrir liðir í launagreiðslum Árna, eins og kaupaukagreiðslur, eru þó óbreyttir. Heildarlaun hans námu því ekki 1,4 milljónum evra eins og fyrri ársreikningur sagði, heldur 1,060 milljónum. Það gera um 150 milljónir íslenskra króna. Ný útgáfa ársreikningsins. Í samtali við Vísi segir Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta og fjárfestatengsla hjá Marel, að um leiðinda mannleg mistök hafi verið að ræða. Liður í launagreiðslum Árna hafa verið tvítalinn og var hann því sagður með hærri laun í gamla ársreikningnum. Aðspurð um hvernig þetta gat gerst, í ljósi þess að endurskoðendur á vegum KPMG kvittuðu upp á ársreikninginn, segir Auðbjörg ekki hafa nein svör við því. Þetta hafi verið mistök sem nú sé búið að leiðrétta. Hún segist jafnframt gera ráð fyrir að aðrir þættir ársreikningsins séu réttir. Markaðir Tekjur Tengdar fréttir Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02 Marel umbunaði Árna Oddi ríkulega fyrir síðasta ár Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hafði að jafnaði um 17 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. 6. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Vegna „mannlegra mistaka“ og tvítalningar var Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, sagður vera með hærri laun í nýbirtum ársreikningi félagsins en hann var með í raun og veru - að sögn Marels. Árslaun hans námu því ekki 200 milljónum króna eins og sagði í ranga ársreikningnum, heldur 150 milljónum. Vefmiðlar landsins höfðu gert sér mat úr þessum launagreiðslum til Árna á síðasta ári. Laun, kaupaukar og hlunnindi hans námu, fyrir leiðréttinguna nú síðdegis, um 200 milljónum króna árið 2019 sem gera í kringum 17 milljónir á mánuði. Sundurliðun á launum hans mátti finna í skýringu 29 í ársreikningnum, sem sjá má hér að neðan. Fyrri útgáfa ársreikningsins. Marel sendi hins vegar frá sér leiðréttingu til Kauphallarinnar nú á fjórða tímanum þar sem umrædd skýring er leiðrétt. Það sé ekki rétt að laun og hlunnindi Árna hafi numið 1,06 milljónum evra, 150 milljónum króna í fyrra eins og sagði í skýringunni. Hið rétta er þessi liður í launum Árna nam aðeins 680 þúsund evra, 93 milljónum króna. Aðrir liðir í launagreiðslum Árna, eins og kaupaukagreiðslur, eru þó óbreyttir. Heildarlaun hans námu því ekki 1,4 milljónum evra eins og fyrri ársreikningur sagði, heldur 1,060 milljónum. Það gera um 150 milljónir íslenskra króna. Ný útgáfa ársreikningsins. Í samtali við Vísi segir Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta og fjárfestatengsla hjá Marel, að um leiðinda mannleg mistök hafi verið að ræða. Liður í launagreiðslum Árna hafa verið tvítalinn og var hann því sagður með hærri laun í gamla ársreikningnum. Aðspurð um hvernig þetta gat gerst, í ljósi þess að endurskoðendur á vegum KPMG kvittuðu upp á ársreikninginn, segir Auðbjörg ekki hafa nein svör við því. Þetta hafi verið mistök sem nú sé búið að leiðrétta. Hún segist jafnframt gera ráð fyrir að aðrir þættir ársreikningsins séu réttir.
Markaðir Tekjur Tengdar fréttir Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02 Marel umbunaði Árna Oddi ríkulega fyrir síðasta ár Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hafði að jafnaði um 17 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. 6. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02
Marel umbunaði Árna Oddi ríkulega fyrir síðasta ár Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hafði að jafnaði um 17 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. 6. febrúar 2020 12:15