„Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 09:30 Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt Samsett/Getty:Sebastian Jauregui-Vilhelm 54 prósent lesenda segist nota verjur við skyndikynni og 46 prósent gerir það ekki, samkvæmt niðurstöðum úr síðustu könnun Makamála. Alls tóku þátt rúmlega 2500 lesendur að þessu sinni. Við búum í upplýstu samfélagi þar sem allir ættu að vita um áhættu kynsjúkdóma við skyndikynni. En samt er svona hátt hlutfall sem tekur sénsinn. Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á nafnlausum svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. „Í raun eru mín fyrstu viðbrögð sú að niðurstöðurnar sýna okkur frekar takmarkað; helmingur notar og helmingur ekki, hefðum við viljað sjá hærra hlutfall og þá af hverju? Það er pillu- og kunningjamenning á Íslandi og það þarf að hugsa um það í þessu samhengi. Svo sýna rannsóknir að fólk á erfiðara með að gera kröfu um notkun smokksins í einnar nætur gamni, meðal annars útaf því það óttast hvað það segi um þeirra eigin smitstöðu. Þetta er allt svo viðkvæmt einhvern vegin og einmitt oft vandræðalegt. Inn í það kemur þá líka það að þú þurfir að gera kröfu um að bólfélaginn þinn noti smokk, það einhvern veginn gerir ráð fyrir að það sé verið að fara að stunda ákveðna tegund af kynlífi, eins og kynlíf sé ekki útfærsluatriði eða samkomulag. Hvernig kynlíf gerir kröfu um smokk? Ef bólfélagi neitar að nota smokk, er þá annars konar kynlíf í boði? Það sem flestir í typpi í píku samhengi klikkar á er að gera ráð fyrir að samfarir séu alltaf í boði, að það sé verið að fara að stunda innsetningarkynlíf. Margir klikka líka á að nota smokkinn í munnmökum, en auðvitað geta kynsjúkdómar líka borist eða verið í hálsi og þess vegna eru smokkar meðal annars framleiddir með bragði það eru margir sem vita það ekki,“ segir kynfræðingurinn Sigga Dögg um þessar niðurstöður. Niðurstöður síðustu könnunar Makamála sýndu að aðeins helmingur sagðist nota verjur við skyndikynni.Mynd/Getty Ætti að vera sjálfsagt „Það gleymist oft að það er til svo gott sem kynsjúkdómafrítt kynlíf sem þarf ekki að vera svona, kynlíf með höndunum. Þú mátt örva eigin kynfæri við hlið bólfélaga eða jafnvel, ef ekkert er opið sár á höndunum, örva kynfæri bólfélaga, sé það í boði. En auðvitað eru líka til verjur fyrir hendurnar og er það til á ansi mörgum heimilum og vinnustöðum, nefnilega latex hanskar! Þannig að mér finnst að þetta þurfi að vera miklu meira samtal um hvernig kynlíf fólk ætli að stunda og hvað það vilji. Það að þú getir í raun ekki spurt bólfélagann „ertu með kynsjúkdóm?“ því að oft veit fólk það ekkert og er ekkert að reyna að ljúga. Fyrir utan að þú veist ekkert hvernig viðbrögð þú færð ef þú segir „já ég er með kynsjúkdóm“ og það getur orðið hætta á ofbeldi. Maður myndi náttúrulega vilja að ef fólk ætlaði í svona einnar nætur kynnum að stunda einhvers konar kynlíf þar sem það eru annað hvort munnmök eða þá innsetning lims að þá væri bara sjálfsagt að nota smokkinn, þyrfti ekkert að spyrja út í þetta eða vera eitthvað samningsatriði. Allir eiga að ganga með smokkinn og vita hvernig hann virkar og æfa sig heima að nota hann.“ Smokkurinn þarf að verða hversdagslegri Til eru yfir 30 kynsjúkdómar en þeir algengustu á Íslandi eru kynfæravörtur, kynfæraáblástur og klamydía samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Aðrir kynsjúkdómar, sem eru ekki eins útbreiddir, eru til dæmis HIV, lifrarbólga B, lekandi, sárasótt, tríkómónassýking, flatlús og kláðamaur. „Við vitum að það er til fullt af kynsjúkdómum, flesta er hægt að ráða við en ekki alla. En það sem meira er að það eru að koma fjölónæmar bakteríur sem ekki er hægt að ráða við og úti í heimi erum við byrjuð að sjá það líka hjá kynsjúkdómum. Þess vegna hefur maður áhyggjur, fyrir utan að þetta getur verið virkilega óþægilegt, valdið alls konar bólgum og haft áhrif á frjósemi. Maður verður bara að passa upp á sig,“ segir Sigga Dögg. Að hennar mati þarf smokkurinn að vera enn sýnilegri. „Ég vil sjá smokkinn á fleiri stöðum, ég vil sjá að hann sé algengari. Ég myndi vilja sjá hann ókeypis á börum, ef þú kaupir drykk að þú getir fengið smokkinn með, með poppi í bíó og einum latte á kaffihúsinu, ég vil að þetta sé úti um allt. Jafnvel hjá strætóbílstjórunum og lögreglunni, það eru dæmi um slíkt erlendis frá og það virkar vel. Það þarf að draga úr tabúi tengdu smokkanotkun en það hefst með því að gera hann hversdagslegri og sýnilegri. Að foreldrar taki svolítið þátt í þessu og hvetji krakkana sína til að nota smokkinn og þekkja hann og æfa sig að nota hann. Það er svona eitt það stóra sem maður segir í kynfræðslunni, það er æfðu þig að nota smokkinn, lærðu að þekkja hann, æfðu þig að fróa þér í hann og með honum þannig að þú vitir líka hvernig tilfinning það er að fá það í það í smokkinn. Það er mjög langlíf mýta að þetta sé eitthvað glatað en þú þarft bara að þekkja og læra hvað það er og hvað það er ekki. Þannig að þetta er líka spurning um væntingastjórnun.“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að fólk verði að passa upp á sig.Vísir/Vilhelm Nauðsynlegt að fara reglulega í tékk Álíka margir karlar og konur hér á landi fá kynsjúkdóma. Sumir kynsjúkdómar fylgja þeim sem smitast alla ævi. Kynsjúkdómar geta smitað fóstur á meðgöngu eða barn í fæðingu því er skimað fyrir þeim í mæðravernd. Suma er hægt að fá aftur og aftur þar sem myndast ekki ónæmi gegn þeim þrátt fyrir meðferð. Lyf eru tiul og geta gert mikið gagn og smit er enginn dauðadómur. Til eru alvarlegir og lífshættulegir sjúkdómar en suma er hægt að lækna með sýklalyfjum. „Lifrarbólga B gengur oftast yfir án meðferðar en í vissum tilfellum þarf að meðhöndla sjúkdóminn. Klamydía er einnig alvarlegur kynsjúkdómur þar sem hún leiðir stundum til ófrjósemi og er reyndar ein algengasta ástæða ófrjósemi ungra kvenna. Lekandi getur líka valdið ófrjósemi, en auk þess getur bakterían dreift sér víða um líkamann. Kynfæravörtur og kynfæraáblástur geta við vissar aðstæður verið hættulegir sjúkdómar. Sýnt hefur verið fram á að kynfæravörtum tengist aukin hætta á leghálskrabbameini,“ segir meðal annars á vef Landlæknis en þar er hægt að finna mikið af upplýsingum um kynsjúkdóma. Sigga Dögg ítrekar að samhliða því að nota smokkinn þurfi fólk að vera duglegt að fara í tékk. „Við megum eiga það hérna á Íslandi að við erum oft svolítið dugleg að fara í tékk enda greinumst við svolítið há með kynsjúkdóma en við erum líka léleg að nota smokkinn þannig að þetta bæði helst í hendur. Það þarf alveg svolítið grettistak til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt svo að við förum að gera eitthvað.“ Heilbrigðismál Kynlíf Tengdar fréttir Tæplega helmingur segist ekki nota verjur við skyndikynni Við búum í upplýstu samfélagi þar sem allir ættu að vita um áhættu kynsjúkdóma við skyndikynni. En við vildum vita hvort fólk væri yfirleitt með varann þegar að hitna tekur í kolunum? 24. janúar 2020 11:15 Spurning vikunnar: Notar þú verjur við skyndikynni? Ætli fólk sé undirbúið því að eiga í einnar nætur ævintýri þegar farið er út a lífið? 20. janúar 2020 21:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
54 prósent lesenda segist nota verjur við skyndikynni og 46 prósent gerir það ekki, samkvæmt niðurstöðum úr síðustu könnun Makamála. Alls tóku þátt rúmlega 2500 lesendur að þessu sinni. Við búum í upplýstu samfélagi þar sem allir ættu að vita um áhættu kynsjúkdóma við skyndikynni. En samt er svona hátt hlutfall sem tekur sénsinn. Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á nafnlausum svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. „Í raun eru mín fyrstu viðbrögð sú að niðurstöðurnar sýna okkur frekar takmarkað; helmingur notar og helmingur ekki, hefðum við viljað sjá hærra hlutfall og þá af hverju? Það er pillu- og kunningjamenning á Íslandi og það þarf að hugsa um það í þessu samhengi. Svo sýna rannsóknir að fólk á erfiðara með að gera kröfu um notkun smokksins í einnar nætur gamni, meðal annars útaf því það óttast hvað það segi um þeirra eigin smitstöðu. Þetta er allt svo viðkvæmt einhvern vegin og einmitt oft vandræðalegt. Inn í það kemur þá líka það að þú þurfir að gera kröfu um að bólfélaginn þinn noti smokk, það einhvern veginn gerir ráð fyrir að það sé verið að fara að stunda ákveðna tegund af kynlífi, eins og kynlíf sé ekki útfærsluatriði eða samkomulag. Hvernig kynlíf gerir kröfu um smokk? Ef bólfélagi neitar að nota smokk, er þá annars konar kynlíf í boði? Það sem flestir í typpi í píku samhengi klikkar á er að gera ráð fyrir að samfarir séu alltaf í boði, að það sé verið að fara að stunda innsetningarkynlíf. Margir klikka líka á að nota smokkinn í munnmökum, en auðvitað geta kynsjúkdómar líka borist eða verið í hálsi og þess vegna eru smokkar meðal annars framleiddir með bragði það eru margir sem vita það ekki,“ segir kynfræðingurinn Sigga Dögg um þessar niðurstöður. Niðurstöður síðustu könnunar Makamála sýndu að aðeins helmingur sagðist nota verjur við skyndikynni.Mynd/Getty Ætti að vera sjálfsagt „Það gleymist oft að það er til svo gott sem kynsjúkdómafrítt kynlíf sem þarf ekki að vera svona, kynlíf með höndunum. Þú mátt örva eigin kynfæri við hlið bólfélaga eða jafnvel, ef ekkert er opið sár á höndunum, örva kynfæri bólfélaga, sé það í boði. En auðvitað eru líka til verjur fyrir hendurnar og er það til á ansi mörgum heimilum og vinnustöðum, nefnilega latex hanskar! Þannig að mér finnst að þetta þurfi að vera miklu meira samtal um hvernig kynlíf fólk ætli að stunda og hvað það vilji. Það að þú getir í raun ekki spurt bólfélagann „ertu með kynsjúkdóm?“ því að oft veit fólk það ekkert og er ekkert að reyna að ljúga. Fyrir utan að þú veist ekkert hvernig viðbrögð þú færð ef þú segir „já ég er með kynsjúkdóm“ og það getur orðið hætta á ofbeldi. Maður myndi náttúrulega vilja að ef fólk ætlaði í svona einnar nætur kynnum að stunda einhvers konar kynlíf þar sem það eru annað hvort munnmök eða þá innsetning lims að þá væri bara sjálfsagt að nota smokkinn, þyrfti ekkert að spyrja út í þetta eða vera eitthvað samningsatriði. Allir eiga að ganga með smokkinn og vita hvernig hann virkar og æfa sig heima að nota hann.“ Smokkurinn þarf að verða hversdagslegri Til eru yfir 30 kynsjúkdómar en þeir algengustu á Íslandi eru kynfæravörtur, kynfæraáblástur og klamydía samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Aðrir kynsjúkdómar, sem eru ekki eins útbreiddir, eru til dæmis HIV, lifrarbólga B, lekandi, sárasótt, tríkómónassýking, flatlús og kláðamaur. „Við vitum að það er til fullt af kynsjúkdómum, flesta er hægt að ráða við en ekki alla. En það sem meira er að það eru að koma fjölónæmar bakteríur sem ekki er hægt að ráða við og úti í heimi erum við byrjuð að sjá það líka hjá kynsjúkdómum. Þess vegna hefur maður áhyggjur, fyrir utan að þetta getur verið virkilega óþægilegt, valdið alls konar bólgum og haft áhrif á frjósemi. Maður verður bara að passa upp á sig,“ segir Sigga Dögg. Að hennar mati þarf smokkurinn að vera enn sýnilegri. „Ég vil sjá smokkinn á fleiri stöðum, ég vil sjá að hann sé algengari. Ég myndi vilja sjá hann ókeypis á börum, ef þú kaupir drykk að þú getir fengið smokkinn með, með poppi í bíó og einum latte á kaffihúsinu, ég vil að þetta sé úti um allt. Jafnvel hjá strætóbílstjórunum og lögreglunni, það eru dæmi um slíkt erlendis frá og það virkar vel. Það þarf að draga úr tabúi tengdu smokkanotkun en það hefst með því að gera hann hversdagslegri og sýnilegri. Að foreldrar taki svolítið þátt í þessu og hvetji krakkana sína til að nota smokkinn og þekkja hann og æfa sig að nota hann. Það er svona eitt það stóra sem maður segir í kynfræðslunni, það er æfðu þig að nota smokkinn, lærðu að þekkja hann, æfðu þig að fróa þér í hann og með honum þannig að þú vitir líka hvernig tilfinning það er að fá það í það í smokkinn. Það er mjög langlíf mýta að þetta sé eitthvað glatað en þú þarft bara að þekkja og læra hvað það er og hvað það er ekki. Þannig að þetta er líka spurning um væntingastjórnun.“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að fólk verði að passa upp á sig.Vísir/Vilhelm Nauðsynlegt að fara reglulega í tékk Álíka margir karlar og konur hér á landi fá kynsjúkdóma. Sumir kynsjúkdómar fylgja þeim sem smitast alla ævi. Kynsjúkdómar geta smitað fóstur á meðgöngu eða barn í fæðingu því er skimað fyrir þeim í mæðravernd. Suma er hægt að fá aftur og aftur þar sem myndast ekki ónæmi gegn þeim þrátt fyrir meðferð. Lyf eru tiul og geta gert mikið gagn og smit er enginn dauðadómur. Til eru alvarlegir og lífshættulegir sjúkdómar en suma er hægt að lækna með sýklalyfjum. „Lifrarbólga B gengur oftast yfir án meðferðar en í vissum tilfellum þarf að meðhöndla sjúkdóminn. Klamydía er einnig alvarlegur kynsjúkdómur þar sem hún leiðir stundum til ófrjósemi og er reyndar ein algengasta ástæða ófrjósemi ungra kvenna. Lekandi getur líka valdið ófrjósemi, en auk þess getur bakterían dreift sér víða um líkamann. Kynfæravörtur og kynfæraáblástur geta við vissar aðstæður verið hættulegir sjúkdómar. Sýnt hefur verið fram á að kynfæravörtum tengist aukin hætta á leghálskrabbameini,“ segir meðal annars á vef Landlæknis en þar er hægt að finna mikið af upplýsingum um kynsjúkdóma. Sigga Dögg ítrekar að samhliða því að nota smokkinn þurfi fólk að vera duglegt að fara í tékk. „Við megum eiga það hérna á Íslandi að við erum oft svolítið dugleg að fara í tékk enda greinumst við svolítið há með kynsjúkdóma en við erum líka léleg að nota smokkinn þannig að þetta bæði helst í hendur. Það þarf alveg svolítið grettistak til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt svo að við förum að gera eitthvað.“
Heilbrigðismál Kynlíf Tengdar fréttir Tæplega helmingur segist ekki nota verjur við skyndikynni Við búum í upplýstu samfélagi þar sem allir ættu að vita um áhættu kynsjúkdóma við skyndikynni. En við vildum vita hvort fólk væri yfirleitt með varann þegar að hitna tekur í kolunum? 24. janúar 2020 11:15 Spurning vikunnar: Notar þú verjur við skyndikynni? Ætli fólk sé undirbúið því að eiga í einnar nætur ævintýri þegar farið er út a lífið? 20. janúar 2020 21:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Tæplega helmingur segist ekki nota verjur við skyndikynni Við búum í upplýstu samfélagi þar sem allir ættu að vita um áhættu kynsjúkdóma við skyndikynni. En við vildum vita hvort fólk væri yfirleitt með varann þegar að hitna tekur í kolunum? 24. janúar 2020 11:15
Spurning vikunnar: Notar þú verjur við skyndikynni? Ætli fólk sé undirbúið því að eiga í einnar nætur ævintýri þegar farið er út a lífið? 20. janúar 2020 21:00