Fjármálaráðherra boðar aukin útgjöld ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2020 12:08 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af minni hagvexti og segir að hið opinbera þurfi að auka fjárfestingar sínar enn frekar. Íslendingar séu þó ekki í kreppu en hleypa þurfi súrefni inn í atvinnulífið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddi versnandi efnahagshorfur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra hlyti að hafa áhyggjur af spá Seðlabankans um samdrátt í hagvexti og aukið atvinnuleysi. „Því spyr ég einfaldlega; hvernig hyggst hæstvirtur ráðherra og ríkisstjórnin bregðast við þessu ástandi. Þessari þróun sem er að einhverju leyti fyrirséð,“ sagði Sigmundur Davíð. Annars vegar í ríkisfjármálum og fjárfestingum og hins vegar gagnvart ekki hvað síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem átt hafi í erfiðleikum að undanförnu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist deila áhyggjum af þróuninni með Sigmundi Davíð. Hana mætti að mestu rekja til minni vaxtar í ferðaþjónustunni sem þó væri enn gríðarlega öflug. Þá væru vonbrigði að mælingar á loðnustofninum gæfu ekki tilefni til veiða þótt öll von væri ekki úti enn hvað hana varðaði. „Við sjáum að miklar launahækkanir á undanförnum árum eru að brjótast núna fram í því að atvinnufyrirtækin draga úr fjárfestingum,“ sagði Bjarni. Rétt viðbrögð ríkisins hafi þegar byrjað að birtast með minna aðhaldi og Seðlabankinn hafi lækkað vexti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði ýmislegt við fyrirætlanir fjármálaráðherra að athuga.vísir/vilhelm „Og ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði fjármálaráðherra. Það ríki ekki kreppa á Íslandi. En formaður Miðflokksins hvatti til endurskoðunar á útgjöldum ríkisins. „Minni hagvöxtur mun að sjálfsögðu draga úr tekjum ríkisins. En á sama tíma er aukin þörf fyrir innviðafjárfestingu. Kemur þess vegna ekki til greina að mati háttvirts ráðherra að endurskoða forgangsröðun í útgjöldum ríkisins,“ spurði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði stóru fjárhæðirnar vera í almannatryggingakerfinu, heilbrigðiskerfinu, samgöngunum og menntakerfinu þar sem framlög hafi verið aukin verulega. „Ég verð bara að spyrja þegar menn segja að það séu einhverjir stórir þættir á útgjaldahlið ríkisins sem við ættum að stokka upp og færa fjármuni til. Hvort menn séu að tala um þessa stóru útgjaldaliði. Eru menn að tala um almannatryggingar eða hvað eru menn að tala um í þessu sambandi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. 5. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af minni hagvexti og segir að hið opinbera þurfi að auka fjárfestingar sínar enn frekar. Íslendingar séu þó ekki í kreppu en hleypa þurfi súrefni inn í atvinnulífið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddi versnandi efnahagshorfur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra hlyti að hafa áhyggjur af spá Seðlabankans um samdrátt í hagvexti og aukið atvinnuleysi. „Því spyr ég einfaldlega; hvernig hyggst hæstvirtur ráðherra og ríkisstjórnin bregðast við þessu ástandi. Þessari þróun sem er að einhverju leyti fyrirséð,“ sagði Sigmundur Davíð. Annars vegar í ríkisfjármálum og fjárfestingum og hins vegar gagnvart ekki hvað síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem átt hafi í erfiðleikum að undanförnu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist deila áhyggjum af þróuninni með Sigmundi Davíð. Hana mætti að mestu rekja til minni vaxtar í ferðaþjónustunni sem þó væri enn gríðarlega öflug. Þá væru vonbrigði að mælingar á loðnustofninum gæfu ekki tilefni til veiða þótt öll von væri ekki úti enn hvað hana varðaði. „Við sjáum að miklar launahækkanir á undanförnum árum eru að brjótast núna fram í því að atvinnufyrirtækin draga úr fjárfestingum,“ sagði Bjarni. Rétt viðbrögð ríkisins hafi þegar byrjað að birtast með minna aðhaldi og Seðlabankinn hafi lækkað vexti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði ýmislegt við fyrirætlanir fjármálaráðherra að athuga.vísir/vilhelm „Og ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði fjármálaráðherra. Það ríki ekki kreppa á Íslandi. En formaður Miðflokksins hvatti til endurskoðunar á útgjöldum ríkisins. „Minni hagvöxtur mun að sjálfsögðu draga úr tekjum ríkisins. En á sama tíma er aukin þörf fyrir innviðafjárfestingu. Kemur þess vegna ekki til greina að mati háttvirts ráðherra að endurskoða forgangsröðun í útgjöldum ríkisins,“ spurði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði stóru fjárhæðirnar vera í almannatryggingakerfinu, heilbrigðiskerfinu, samgöngunum og menntakerfinu þar sem framlög hafi verið aukin verulega. „Ég verð bara að spyrja þegar menn segja að það séu einhverjir stórir þættir á útgjaldahlið ríkisins sem við ættum að stokka upp og færa fjármuni til. Hvort menn séu að tala um þessa stóru útgjaldaliði. Eru menn að tala um almannatryggingar eða hvað eru menn að tala um í þessu sambandi,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. 5. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56
Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. 5. febrúar 2020 19:45