Mikilvægt að efla viðbragðsgetu samfélagsins Heimsljós kynnir 3. febrúar 2020 09:45 Mæður barna yngri en fimm ára fá sérstaka næringarpakka fyrir þau til að koma í veg fyrir alvarlega vannæringu. Simon Chambers/ACT Alliance Undir lok síðasta árs sendi Hjálparstarf kirkjunnar með fjárstuðningi frá utanríkisráðuneytinu 7,4 milljónir króna til Malaví þar sem evangelíska-lútherska kirkjan (ELDS) hefur veitt aðstoð þúsundum sem hafa átt um sárt að binda eftir fellibylinn Idai. Mósambík varð verst úti í fellibylnum en í Simbabve og Malaví varð einnig manntjón og mikil eyðilegging. Fellibylurinn reið yfir í mars á síðasta ári og flóð í kjölfarið leiddu til meðal annars til þess að 56 fórust í Malaví og rúmlega tæplega 83 þúsund íbúar misstu heimili sín. Að mati Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (OCHA) hafði fellibylurinn neikvæð áhrif á lífsafkomu rúmlega 930 þúsund íbúa í landinu. ELDS er meðal fjölda hjálparstofnana sem hafa veitt neyðaraðstoð á vettvangi hamfaranna frá fyrstu stundu en verkefnið sem Ísland styður lýkur í september á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá Hjálparstarfi kirkjunnar setti ELDS sér það markmið í upphafi að aðstoða þá 8.800 íbúa í héruðunum Phalombe og Chikwawa sem verst urðu úti með því að útvega þeim næringarríka fæðu og tryggja þeim aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu. „Sérstök áhersla hefur verið lögð á að börn yngri en fimm ára fái næga næringu og að íbúarnir og þá sérstaklega börnin njóti sálfélagslegs stuðnings til að takast á við streitu í kjölfar hamfaranna. Þá hefur verið unnið að því að styrkja viðbragðsgetu samfélagsins við hamförum og bændur fengið aðstoð við að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað,“ segir Kristín Ólafsdóttir fræðslufulltrúi Hjálparstarfsins. Hún segir að fjármögnun verkefnisins hafi gengið hægar en vonast var til og það hafi haft áhrif á framgang þess. „Á fyrstu mánuðum þess tókst þannig að útvega 50% markhópsins, 4.400 íbúum næringarríka fæðupakka sem samanstanda af maís, baunum og matarolíu, og 400 börn yngri en fimm ára, 92% markhópsins, fengu sérstaka næringarpakka. Betur hefur gengið með að tryggja aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu en 98% markhópsins fengu hreinsitöflur, áhöld og fræðslu um mikilvægi hreinlætis. Viðgerð er nú lokið á brunnum og vatnsdælustöðvum og bændur hafa fengið korn og verkfæri til ræktunar,“ segir Kristín. Dickens Mtonga, verkefnisstjóri neyðaraðstoðar ELDS, segir einn mikilvægasta þáttinn í verkefninu vera samvinnuna við fólkið sjálft og sveitarstjórnir um að efla viðbragðsgetu þegar náttúruhamfarir verða. „Fimmtíu almannavarnafulltrúar hafa nú fengið fræðslu og þjálfun í gerð viðbragðsáætlana og við höfum gefið út handbók á máli heimamanna um varnir og viðbrögð við náttúruvá. Hún er fyrir allt samfélagið því þar er svo mikilvægt að allir viti hvernig best er að búa sig undir hamfarir svo við bregðumst sem best við þeim þegar þær verða,“ segir Dickens.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent
Undir lok síðasta árs sendi Hjálparstarf kirkjunnar með fjárstuðningi frá utanríkisráðuneytinu 7,4 milljónir króna til Malaví þar sem evangelíska-lútherska kirkjan (ELDS) hefur veitt aðstoð þúsundum sem hafa átt um sárt að binda eftir fellibylinn Idai. Mósambík varð verst úti í fellibylnum en í Simbabve og Malaví varð einnig manntjón og mikil eyðilegging. Fellibylurinn reið yfir í mars á síðasta ári og flóð í kjölfarið leiddu til meðal annars til þess að 56 fórust í Malaví og rúmlega tæplega 83 þúsund íbúar misstu heimili sín. Að mati Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (OCHA) hafði fellibylurinn neikvæð áhrif á lífsafkomu rúmlega 930 þúsund íbúa í landinu. ELDS er meðal fjölda hjálparstofnana sem hafa veitt neyðaraðstoð á vettvangi hamfaranna frá fyrstu stundu en verkefnið sem Ísland styður lýkur í september á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá Hjálparstarfi kirkjunnar setti ELDS sér það markmið í upphafi að aðstoða þá 8.800 íbúa í héruðunum Phalombe og Chikwawa sem verst urðu úti með því að útvega þeim næringarríka fæðu og tryggja þeim aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu. „Sérstök áhersla hefur verið lögð á að börn yngri en fimm ára fái næga næringu og að íbúarnir og þá sérstaklega börnin njóti sálfélagslegs stuðnings til að takast á við streitu í kjölfar hamfaranna. Þá hefur verið unnið að því að styrkja viðbragðsgetu samfélagsins við hamförum og bændur fengið aðstoð við að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað,“ segir Kristín Ólafsdóttir fræðslufulltrúi Hjálparstarfsins. Hún segir að fjármögnun verkefnisins hafi gengið hægar en vonast var til og það hafi haft áhrif á framgang þess. „Á fyrstu mánuðum þess tókst þannig að útvega 50% markhópsins, 4.400 íbúum næringarríka fæðupakka sem samanstanda af maís, baunum og matarolíu, og 400 börn yngri en fimm ára, 92% markhópsins, fengu sérstaka næringarpakka. Betur hefur gengið með að tryggja aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu en 98% markhópsins fengu hreinsitöflur, áhöld og fræðslu um mikilvægi hreinlætis. Viðgerð er nú lokið á brunnum og vatnsdælustöðvum og bændur hafa fengið korn og verkfæri til ræktunar,“ segir Kristín. Dickens Mtonga, verkefnisstjóri neyðaraðstoðar ELDS, segir einn mikilvægasta þáttinn í verkefninu vera samvinnuna við fólkið sjálft og sveitarstjórnir um að efla viðbragðsgetu þegar náttúruhamfarir verða. „Fimmtíu almannavarnafulltrúar hafa nú fengið fræðslu og þjálfun í gerð viðbragðsáætlana og við höfum gefið út handbók á máli heimamanna um varnir og viðbrögð við náttúruvá. Hún er fyrir allt samfélagið því þar er svo mikilvægt að allir viti hvernig best er að búa sig undir hamfarir svo við bregðumst sem best við þeim þegar þær verða,“ segir Dickens.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent