„Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. febrúar 2020 19:00 Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. Jarðskjálftavirknin í grennd við Grindavík jókst verulega í gærkvöldi en jarðskjalftahrina hófst á svæðinu þann 22. janúar. Um sex skjálftar yfir 3,0 að stærð hafa mælst síðasta sólarhringinn og voru stærstu skjálftarnir um 4 og 4,3 að stærð um klukkan tíu í gærkvöldi. „Þetta var sá snarpasti í þessari hrinu sem staðið hefur yfir í sex daga þannig við fundum óþyrmilega fyrir honum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Viðbrögð íbúa við skjálftunum séu misjöfn. „Eðlilega eru sumir áhyggjufullir og kvíðnir en aðrir líta svo á að þetta sé bara partur af því að búa hérna á þessu svæði,“ segir Fannar. Margir hafi verið viðbúnir enda jarðvísindamenn búnir að greina frá mögulegum skjálftum á svæðinu. Grettir Sigurjónsson, íbúi í Grindavík, segir að það hafi verið eins og trukkur hafi keyrt yfir húsið þegar skálftinn reið yfir. „Við vorum þarna fjölskyldan að horfa á sjónvarpið og börnin inn í herbergjum. Við fundum verulega fyrir honum og líka þeim sem komu á eftir,“ segir Grettir. Dóróthea Jónsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. „Þeir voru mjög snarpir og stutt á milli. Manni var ekkert sama. Maður byrjar náttúrulega að fara beint inn á símann til að skoða hvað hann var nálægt okkur og hvað hann var stór.“ „Ég fékk alveg fiðring í magann. Ég veit ekki hvort það er hræðsla eða óttaviðbrögð. En svo róast maður,“ segir Grettir. Ákveðið var að hafa opið hús í menningarhúsi Grindvíkinga um helgina til að íbúar gætu komið saman og rætt málin. Boðið var upp á kaffi og kökur, frítt var inn á sýningar og þá var boðið var upp á jógatíma fyrir þá sem vildu losa um spennu. Íbúar voru sammála um að bærinn væri að standa sig mjög vel. „Mér finnst frábært framtak að geta hisst hér. Hér prestur og bæjarstjórinn og Magnús Tumi ætlar að koma hér á eftir,“ segir Dóróthea. Þá búa um 400 hundruð Pólverjar í Grindavík og leggur bærinn allt kapp á að reyna ná til þeirra með upplýsingar. Unnið er að því að þýða upplýsingabæklinga á pólsku. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur land risið um rúma fjóra sendimetra á svæðinu vestan við Þorbjörn. Skjálftarnir séu afleiðingar landris en ekki merki um gosóróa. Líklegast sé að jarðskjálftavirkninni ljúki án eldsumbrota. Þá hafa almannavarnir hafa brýnt fyrir íbúum að fara yfir heimili hvað varðar hættu á óstöðugum hlutum, eins og hillum eða munum sem geta fallið vegna jarðskjálfta. „Við vorum búin að ákveða að taka helgina í að taka saman þriggja daga birgðir og einmitt huga að þessu, þannig það var markmiðið með helginni,“ segir Grettir. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. Jarðskjálftavirknin í grennd við Grindavík jókst verulega í gærkvöldi en jarðskjalftahrina hófst á svæðinu þann 22. janúar. Um sex skjálftar yfir 3,0 að stærð hafa mælst síðasta sólarhringinn og voru stærstu skjálftarnir um 4 og 4,3 að stærð um klukkan tíu í gærkvöldi. „Þetta var sá snarpasti í þessari hrinu sem staðið hefur yfir í sex daga þannig við fundum óþyrmilega fyrir honum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Viðbrögð íbúa við skjálftunum séu misjöfn. „Eðlilega eru sumir áhyggjufullir og kvíðnir en aðrir líta svo á að þetta sé bara partur af því að búa hérna á þessu svæði,“ segir Fannar. Margir hafi verið viðbúnir enda jarðvísindamenn búnir að greina frá mögulegum skjálftum á svæðinu. Grettir Sigurjónsson, íbúi í Grindavík, segir að það hafi verið eins og trukkur hafi keyrt yfir húsið þegar skálftinn reið yfir. „Við vorum þarna fjölskyldan að horfa á sjónvarpið og börnin inn í herbergjum. Við fundum verulega fyrir honum og líka þeim sem komu á eftir,“ segir Grettir. Dóróthea Jónsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. „Þeir voru mjög snarpir og stutt á milli. Manni var ekkert sama. Maður byrjar náttúrulega að fara beint inn á símann til að skoða hvað hann var nálægt okkur og hvað hann var stór.“ „Ég fékk alveg fiðring í magann. Ég veit ekki hvort það er hræðsla eða óttaviðbrögð. En svo róast maður,“ segir Grettir. Ákveðið var að hafa opið hús í menningarhúsi Grindvíkinga um helgina til að íbúar gætu komið saman og rætt málin. Boðið var upp á kaffi og kökur, frítt var inn á sýningar og þá var boðið var upp á jógatíma fyrir þá sem vildu losa um spennu. Íbúar voru sammála um að bærinn væri að standa sig mjög vel. „Mér finnst frábært framtak að geta hisst hér. Hér prestur og bæjarstjórinn og Magnús Tumi ætlar að koma hér á eftir,“ segir Dóróthea. Þá búa um 400 hundruð Pólverjar í Grindavík og leggur bærinn allt kapp á að reyna ná til þeirra með upplýsingar. Unnið er að því að þýða upplýsingabæklinga á pólsku. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur land risið um rúma fjóra sendimetra á svæðinu vestan við Þorbjörn. Skjálftarnir séu afleiðingar landris en ekki merki um gosóróa. Líklegast sé að jarðskjálftavirkninni ljúki án eldsumbrota. Þá hafa almannavarnir hafa brýnt fyrir íbúum að fara yfir heimili hvað varðar hættu á óstöðugum hlutum, eins og hillum eða munum sem geta fallið vegna jarðskjálfta. „Við vorum búin að ákveða að taka helgina í að taka saman þriggja daga birgðir og einmitt huga að þessu, þannig það var markmiðið með helginni,“ segir Grettir.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira