Dómsmálaráðherra segir endurupptökudóm undirstrika mikilvægi sjálfstæðis frá framkvæmdavaldinu Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2020 18:37 Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að endurupptökudómstóll verði settur á fót. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að ítreka sjálfstæði dómstóla með stofnun endurupptökudómstóls og reiknar með að frumvarp hennar um dómstólinn verði samþykkt á vorþingi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ávarpaði málþing nýrrar Réttarfarsstofnunar Háskólans í Reykjavík í dag. Þar var rætt um fyrirhugaða stofnun endurupptökudóms samkvæmt frumvarpi ráðherra sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. „Fyrirkomulagið eins og það er í dag brýtur í bága við stjórnarskrá og við þurfum að koma þessu í betri farveg. Ég tel að með þessu frumvarpi sé það gert,“ segir dómsmálaráðherra. En frá árinu 2013 hefur sérstök endurupptökunefnd tekið fyrir kröfur um endurupptöku bæði saka- og einkamála. Áslaug segir þá nefnd of mikið inni á framkvæmdavaldinu en þessi mál þurfi að heyra algerlega undir dómsvaldið. Hinn nýi dómur verði skipaður fimm dómurum sem starfi eingöngu í kring um einstök mál líkt og félagsdómur. „Þarna eru annars vegar dómarar sem eru sérstaklega í þessu en líka dómarar úr öllum dómstigum.“ Er mikil þö rf á þ essu r é ttarfarslega s éð ? „Já, ég held að það sé mikil þörf á að hafa þessa heimild mjög skýra. Ég held að þetta verði mikil réttarbót, að koma þessu á fót,“ segir Áslaug Arna. Í máli Kristínar Haraldsdóttur, lektors við lögfræðideild HR, kom fram að langflestum kröfum um endurupptöku mála sem dæmt hafi verið í fyrir Hæstarétti á árunum 2000 til 2012 hafi verið hafnað. Samkvæmt frumvarpi ráðherra yrðu skilyrði til endurupptöku einkamála rýmkuð. „Í einkamálum liggur fyrir að heildarfjöldi beiðna hafi verið 48, 38 hafnað, fimm dregnar til baka og fjórar samþykktar. Í opinberum málum/sakamálum hafi heildarfjöldi beiðna verið 30, 28 hafnað en tvær samþykktar,“ sagði Kristín. Alþingi Dómstólar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að ítreka sjálfstæði dómstóla með stofnun endurupptökudómstóls og reiknar með að frumvarp hennar um dómstólinn verði samþykkt á vorþingi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ávarpaði málþing nýrrar Réttarfarsstofnunar Háskólans í Reykjavík í dag. Þar var rætt um fyrirhugaða stofnun endurupptökudóms samkvæmt frumvarpi ráðherra sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. „Fyrirkomulagið eins og það er í dag brýtur í bága við stjórnarskrá og við þurfum að koma þessu í betri farveg. Ég tel að með þessu frumvarpi sé það gert,“ segir dómsmálaráðherra. En frá árinu 2013 hefur sérstök endurupptökunefnd tekið fyrir kröfur um endurupptöku bæði saka- og einkamála. Áslaug segir þá nefnd of mikið inni á framkvæmdavaldinu en þessi mál þurfi að heyra algerlega undir dómsvaldið. Hinn nýi dómur verði skipaður fimm dómurum sem starfi eingöngu í kring um einstök mál líkt og félagsdómur. „Þarna eru annars vegar dómarar sem eru sérstaklega í þessu en líka dómarar úr öllum dómstigum.“ Er mikil þö rf á þ essu r é ttarfarslega s éð ? „Já, ég held að það sé mikil þörf á að hafa þessa heimild mjög skýra. Ég held að þetta verði mikil réttarbót, að koma þessu á fót,“ segir Áslaug Arna. Í máli Kristínar Haraldsdóttur, lektors við lögfræðideild HR, kom fram að langflestum kröfum um endurupptöku mála sem dæmt hafi verið í fyrir Hæstarétti á árunum 2000 til 2012 hafi verið hafnað. Samkvæmt frumvarpi ráðherra yrðu skilyrði til endurupptöku einkamála rýmkuð. „Í einkamálum liggur fyrir að heildarfjöldi beiðna hafi verið 48, 38 hafnað, fimm dregnar til baka og fjórar samþykktar. Í opinberum málum/sakamálum hafi heildarfjöldi beiðna verið 30, 28 hafnað en tvær samþykktar,“ sagði Kristín.
Alþingi Dómstólar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira