Júlíanahátíðin haldin í Stykkishólmi í áttunda sinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 14:22 Rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir situr hér í Gömlu kirkjunni í Stykkishólmi. Hún er ein fjölmargra rithöfunda sem tekið hafa þátt í Júlíönuhátíðinni í gegnum árin. Vísir/Júlíönuhátíðin Dagana 27.-29.febrúar næstkomandi verður bókahátíðin Júlíana hátíð sögu og bóka haldin í Stykkishólmi. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin en dagskráin einkennist af þátttöku bæjarbúa og gesta í dagskrá. Í fréttatilkynningu segir að hátíðin sé unnin af undirbúningsnefnd kvenna sem allar eigi það sameiginlegt að tengjast Hólminum sterkum böndum. Viðfangsefni hátíðarinnar í ár er „Hin hliðin fjölbreytileiki lífsins.“ Hátíðin hefst með formlegri opnun á fimmtudagskvöldið í Vatnasafninu. Á föstudeginum verður dagskrá víðs vegar um bæinn. Má þar nefna að í Grunnskóla Stykkishólms mun rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir vinna með nemendum eldri deilda að skapandi skrifum. Þá verður sögustund fyrir börnin á leikskólanum. Sýning á myndverkum nemenda yngri deilda Grunnskólans í Stykkishólmi verður í versluninni Skipavík. Í Bókaverzlun Breiðafjarðar verður boðið upp á sögustund og tónlist í tveimur betri stofum um kvöldin. Þá mun hópur fólks lesa bókina Mánasteinn eftir rithöfundinn Sjón. Á laugardeginum mun Sjón hitta fyrir leshópinn og halda erindi í gömlu kirkjunni í bænum. Þá mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjalla um maddömu Guðrúnu Sveinbjarnardóttur og eins mun Lilja Sigurðardóttir rithöfundur fjalla um verk sín. Á laugardagskvöldið verða tónleikar með hljómsveitinni Ylju. Júlíanahátíðin var valin á lista ásamt fimm öðrum hátíðum hjá Eyrarrósinni sem framúrskarandi menningarviðburður. ,,Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu,“ segir Gréta Sigurðardóttir, ein forsvarskvenna í undirbúningsnefnd. Með henni í nefndinni í ár eru einnig Dagbjört Höskuldsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Sólrún Sigurðardóttir og Þórunn Sigþórsdóttir. Öll vinna við hátíðina er unnin í sjálfboðastarfi. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á Facebooksíðu hátíðarinnar. Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Dagana 27.-29.febrúar næstkomandi verður bókahátíðin Júlíana hátíð sögu og bóka haldin í Stykkishólmi. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin en dagskráin einkennist af þátttöku bæjarbúa og gesta í dagskrá. Í fréttatilkynningu segir að hátíðin sé unnin af undirbúningsnefnd kvenna sem allar eigi það sameiginlegt að tengjast Hólminum sterkum böndum. Viðfangsefni hátíðarinnar í ár er „Hin hliðin fjölbreytileiki lífsins.“ Hátíðin hefst með formlegri opnun á fimmtudagskvöldið í Vatnasafninu. Á föstudeginum verður dagskrá víðs vegar um bæinn. Má þar nefna að í Grunnskóla Stykkishólms mun rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir vinna með nemendum eldri deilda að skapandi skrifum. Þá verður sögustund fyrir börnin á leikskólanum. Sýning á myndverkum nemenda yngri deilda Grunnskólans í Stykkishólmi verður í versluninni Skipavík. Í Bókaverzlun Breiðafjarðar verður boðið upp á sögustund og tónlist í tveimur betri stofum um kvöldin. Þá mun hópur fólks lesa bókina Mánasteinn eftir rithöfundinn Sjón. Á laugardeginum mun Sjón hitta fyrir leshópinn og halda erindi í gömlu kirkjunni í bænum. Þá mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjalla um maddömu Guðrúnu Sveinbjarnardóttur og eins mun Lilja Sigurðardóttir rithöfundur fjalla um verk sín. Á laugardagskvöldið verða tónleikar með hljómsveitinni Ylju. Júlíanahátíðin var valin á lista ásamt fimm öðrum hátíðum hjá Eyrarrósinni sem framúrskarandi menningarviðburður. ,,Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu,“ segir Gréta Sigurðardóttir, ein forsvarskvenna í undirbúningsnefnd. Með henni í nefndinni í ár eru einnig Dagbjört Höskuldsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Sólrún Sigurðardóttir og Þórunn Sigþórsdóttir. Öll vinna við hátíðina er unnin í sjálfboðastarfi. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á Facebooksíðu hátíðarinnar.
Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira