Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 15:16 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Vísir/Vilhelm Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Umræða fór fram í borgarstjórn í dag um stöðu kjarasamningsviðræðna að beiðni þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni. Samhliða fara fram umræður að beiðni Sósíalistaflokksins um „lág laun sem Reykjavíkurborg greiðir og áhrif þess á starfsfólk.“ Sanna sagði að ekki verði lengur unað við núverandi aðstæður. Hún rifjaði jafnframt upp að í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar segi „við ætlum að leiðrétta laun kvennastétta.“ Velti Sanna vöngum yfir því hvers vegna ekki væri staðið við þetta loforð, nú væri tækifærið. Gríðarlegur stuðningur virðist vera við yfirstandandi verkfallsaðgerðir. „Ég velti því fyrir mér hvað það muni taka langan tíma fyrir meirihluta borgarstjórnar til að sjá hvað þessi störf skipti miklu máli,“ sagði Sanna. „Krafan um leiðréttingu er svo eðlileg.“ Fólk eigi erfitt með að eiga fyrir reikningum, mat og húsnæði og hvað til að eiga fyrir öðrum nauðsynjum eða til að stunda frístundir. „Þetta er krafa um réttlæti og sanngirni sem borgin þarf að mæta,“ sagði Sunna. Það sé að mati Sönnu til háborinnar skammar fyrir Reykjavíkurborg að þar búi fólk á barmi fátæktar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls. Hann ítrekaði mikilvægi lífskjarasamninganna þar sem lagt sé upp með að mæta helst þeim hópi sem lægst hafi launin. Þá hafi mikil vinna verið lögð í útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og vinnuhópur sem unnið hafi að þeirri útfærslu hafi skilað af sér í síðustu viku. Þá fagnaði hann því að samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar hafi komið saman aftur til fundar í morgun í fyrsta sinn í ellefu daga. Batt hann vonir við það að fundurinn í dag og sá sem áformaður er á morgun leiði til farsællar niðurstöðu. Borgarstjóri geti leyst deiluna „á einni sekúndu“ Hann kvaðst deila óþolinmæli samningsaðila og annarra viðsemjenda borgarinnar eftir því að samningar takist og það skipti borgina máli að það gangi vel fyrir sig, enda eigi borgin líka eftir að semja við fleiri hópa. Kröfur Eflingar hafi verið á öðrum nótum en að miða aðeins við lífskjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar. „Þetta er mikilvægt starfsfólk sem sinnir mikilvægum störfum,“ sagði Dagur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði að borgarstjóri gæti „á einni sekúndu ákveðið að leysa þessa deilu.“ Samninganefndirnar þurfi að vinna eftir því umboði sem þær hafa og það sé í hans valdi að veita umboðið. Þá skaut hún á Samfylkinguna fyrir að stæra sig af því að vera jafnaðarmannaflokkur á sama tíma og brösulega gangi að semja við kvennastéttir. Staðan hefði komið henni minna á óvart ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í brúnni. „En við erum að tala um Samfylkinguna!“ sagði Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.visir/vilhelm Borgarstjórn Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Umræða fór fram í borgarstjórn í dag um stöðu kjarasamningsviðræðna að beiðni þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni. Samhliða fara fram umræður að beiðni Sósíalistaflokksins um „lág laun sem Reykjavíkurborg greiðir og áhrif þess á starfsfólk.“ Sanna sagði að ekki verði lengur unað við núverandi aðstæður. Hún rifjaði jafnframt upp að í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar segi „við ætlum að leiðrétta laun kvennastétta.“ Velti Sanna vöngum yfir því hvers vegna ekki væri staðið við þetta loforð, nú væri tækifærið. Gríðarlegur stuðningur virðist vera við yfirstandandi verkfallsaðgerðir. „Ég velti því fyrir mér hvað það muni taka langan tíma fyrir meirihluta borgarstjórnar til að sjá hvað þessi störf skipti miklu máli,“ sagði Sanna. „Krafan um leiðréttingu er svo eðlileg.“ Fólk eigi erfitt með að eiga fyrir reikningum, mat og húsnæði og hvað til að eiga fyrir öðrum nauðsynjum eða til að stunda frístundir. „Þetta er krafa um réttlæti og sanngirni sem borgin þarf að mæta,“ sagði Sunna. Það sé að mati Sönnu til háborinnar skammar fyrir Reykjavíkurborg að þar búi fólk á barmi fátæktar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls. Hann ítrekaði mikilvægi lífskjarasamninganna þar sem lagt sé upp með að mæta helst þeim hópi sem lægst hafi launin. Þá hafi mikil vinna verið lögð í útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og vinnuhópur sem unnið hafi að þeirri útfærslu hafi skilað af sér í síðustu viku. Þá fagnaði hann því að samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar hafi komið saman aftur til fundar í morgun í fyrsta sinn í ellefu daga. Batt hann vonir við það að fundurinn í dag og sá sem áformaður er á morgun leiði til farsællar niðurstöðu. Borgarstjóri geti leyst deiluna „á einni sekúndu“ Hann kvaðst deila óþolinmæli samningsaðila og annarra viðsemjenda borgarinnar eftir því að samningar takist og það skipti borgina máli að það gangi vel fyrir sig, enda eigi borgin líka eftir að semja við fleiri hópa. Kröfur Eflingar hafi verið á öðrum nótum en að miða aðeins við lífskjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar. „Þetta er mikilvægt starfsfólk sem sinnir mikilvægum störfum,“ sagði Dagur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði að borgarstjóri gæti „á einni sekúndu ákveðið að leysa þessa deilu.“ Samninganefndirnar þurfi að vinna eftir því umboði sem þær hafa og það sé í hans valdi að veita umboðið. Þá skaut hún á Samfylkinguna fyrir að stæra sig af því að vera jafnaðarmannaflokkur á sama tíma og brösulega gangi að semja við kvennastéttir. Staðan hefði komið henni minna á óvart ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í brúnni. „En við erum að tala um Samfylkinguna!“ sagði Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.visir/vilhelm
Borgarstjórn Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira