Óveðrið í dag mildaði höggið af „Denna dæmalausa“ á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 23:34 Veðurofsinn við höfnina í Reykjavík í dag. Vísir/Vilhelm Óveðrið sem gekk yfir í dag lækkaði þrýstinginn yfir landinu, og gerir það að verkum að veður sem fylgir lægð morgundagsins verður skárra en ella, að sögn veðurfræðings. Það lægir í nótt en á morgun hvessir aftur og gular viðvaranir taka í gildi í nokkrum landshlutum. Lægðin sem nú er á leiðinni er afar djúp, ef til vill sögulega djúp líkt og áður hefur komið fram, en henni fylgir þó alls ekki jafnvont veður og í dag. „Sem betur fer,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Gular stormviðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi um hádegisbil á morgun og verða í gildi fram eftir degi. Búast má við vindi 18-25 m/s og hviðum allt að 40 m/s við fjöll. Síðdegis og fram á aðfaranótt sunnudags verður svo mjög hvasst á Vestfjörðum og þar mun einnig snjóa. Þar tekur gul hríðarviðvörum gildi skömmu eftir hádegi. Sjá einnig: Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Lægðin sem væntanleg er á morgun er annáluð lægð sem hlotið hefur nafnið Dennis víða í Evrópu – og fjölmiðlar hafa kallað Denna dæmalausa (e. Dennis the Menace), í höfuðið á vinsælli teiknimyndafígúru. „Hún [lægðin] er að stjórna veðrinu yfir öllu Norður-Atlantshafi og er að valda vandræðum í Bretlandi, Írlandi og Evrópu,“ segir Birgir. „Það sem við vorum með í dag var ekki hann [Denni], hann kemur núna í kjölfarið. Það má í rauninni segja að þetta veður í dag, eins slæmt og það var, geri það að verkum að þrýstingurinn hérna hafi lækkað svo mikið, og það hjálpar til við að gera þetta skárra.“ Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Birgir segir að á morgun megi búast við töluvert skárra veðri á morgun en var í dag. Það lægir í nótt en í fyrramálið brestur á „venjulegt leiðindaveður“, með gulum viðvörunum á áðurnefndum stöðum og norðaustanstrekkingi, 10-18 m/s, á höfuðborgarsvæðinu. Í höfuðborginni verður jafnframt þurrt að mestu. Þá lægir aðfaranótt sunnudags og búast má við hæglætisveðri yfir daginn. Síðdegis hvessir þó aftur og þá fer að snjóa fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Austlæg átt, víða 3-10 m/s. Skýjað austanlands og dálítil él með suðurströndinni, en bjartviðri á vestanverðu landinu. Vaxandi norðaustanátt síðdegis, 13-20 norðantil um kvöldið með snjókomu. Frost 1 til 8 stig, en hiti nálægt frostmarki við ströndina. Á mánudag: Norðan og norðaustan 10-18, snjókoma norðan- og austanlands en léttskýjað sunnantil. Dregur úr vindi og ofankomu síðdegis. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Fremur hæg suðlæg átt með éljum sunnan- og vestanlands, en léttir til um landið norðan- og austanvert. Frost 0 til 9 stig, kaldast norðanlands. Á miðvikudag: Vaxandi austlæg átt með snjókomu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hlýnandi veður. Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt með slyddu eða snjókomu, en þurrviðri norðaustanlands. Hiti nálægt frostmarki. Á föstudag: Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Óveðrið sem gekk yfir í dag lækkaði þrýstinginn yfir landinu, og gerir það að verkum að veður sem fylgir lægð morgundagsins verður skárra en ella, að sögn veðurfræðings. Það lægir í nótt en á morgun hvessir aftur og gular viðvaranir taka í gildi í nokkrum landshlutum. Lægðin sem nú er á leiðinni er afar djúp, ef til vill sögulega djúp líkt og áður hefur komið fram, en henni fylgir þó alls ekki jafnvont veður og í dag. „Sem betur fer,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Gular stormviðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi um hádegisbil á morgun og verða í gildi fram eftir degi. Búast má við vindi 18-25 m/s og hviðum allt að 40 m/s við fjöll. Síðdegis og fram á aðfaranótt sunnudags verður svo mjög hvasst á Vestfjörðum og þar mun einnig snjóa. Þar tekur gul hríðarviðvörum gildi skömmu eftir hádegi. Sjá einnig: Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Lægðin sem væntanleg er á morgun er annáluð lægð sem hlotið hefur nafnið Dennis víða í Evrópu – og fjölmiðlar hafa kallað Denna dæmalausa (e. Dennis the Menace), í höfuðið á vinsælli teiknimyndafígúru. „Hún [lægðin] er að stjórna veðrinu yfir öllu Norður-Atlantshafi og er að valda vandræðum í Bretlandi, Írlandi og Evrópu,“ segir Birgir. „Það sem við vorum með í dag var ekki hann [Denni], hann kemur núna í kjölfarið. Það má í rauninni segja að þetta veður í dag, eins slæmt og það var, geri það að verkum að þrýstingurinn hérna hafi lækkað svo mikið, og það hjálpar til við að gera þetta skárra.“ Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Birgir segir að á morgun megi búast við töluvert skárra veðri á morgun en var í dag. Það lægir í nótt en í fyrramálið brestur á „venjulegt leiðindaveður“, með gulum viðvörunum á áðurnefndum stöðum og norðaustanstrekkingi, 10-18 m/s, á höfuðborgarsvæðinu. Í höfuðborginni verður jafnframt þurrt að mestu. Þá lægir aðfaranótt sunnudags og búast má við hæglætisveðri yfir daginn. Síðdegis hvessir þó aftur og þá fer að snjóa fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Austlæg átt, víða 3-10 m/s. Skýjað austanlands og dálítil él með suðurströndinni, en bjartviðri á vestanverðu landinu. Vaxandi norðaustanátt síðdegis, 13-20 norðantil um kvöldið með snjókomu. Frost 1 til 8 stig, en hiti nálægt frostmarki við ströndina. Á mánudag: Norðan og norðaustan 10-18, snjókoma norðan- og austanlands en léttskýjað sunnantil. Dregur úr vindi og ofankomu síðdegis. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Fremur hæg suðlæg átt með éljum sunnan- og vestanlands, en léttir til um landið norðan- og austanvert. Frost 0 til 9 stig, kaldast norðanlands. Á miðvikudag: Vaxandi austlæg átt með snjókomu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hlýnandi veður. Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt með slyddu eða snjókomu, en þurrviðri norðaustanlands. Hiti nálægt frostmarki. Á föstudag: Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10
Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30