Mikið tjón víða um land eftir lægðina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2020 18:31 Björgunarsveitarmenn að störfum í dag. Vísir/vilhelm Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. Óveðrið sem gekk yfir landið í nótt og í morgun er smám saman að ganga niður. Óhætt er að segja að fólk hafi tekið tilkynningum almannavarna og Veðurstofunnar vel því á meðan versti veðurhamurinn gekk yfir var fólk ekki á ferli, enda fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök búin að gera ráðstafanir. Þá var vegum lokað og almenningssamgöngur í lofti og á láði felldar niður. Klukkan fimm í morgun voru viðbragðsaðilar víða farnir að sinna óveðursútköllum og Samhæfingarmiðstöð almannavarna, auk aðgerðarstjórna stýrðu aðgerðum. Verkefni björgunarfólks í mörgum tilfellum mjög stór Miklar skemmdir urðu í Vík í Mýrdal. Rafmagnsstaurar í sex staurastæðum brotnuðu undan veðurhamnum og mun viðgerð taka einhvern tíma. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð á staðnum fyrir erlenda ferðamenn sem voru strandaglópar. Að öðru leiti er raforkukerfið komið í lag utan Prestbakkalínu við Hornafjörð sem verður ekki tekin í notkun strax vegna eldingarhættu. Björgunarsveitarmenn undirbúa sig fyrir aðgerðir.Vísir/Vilhelm Stærsta verkefnið í Vestmannaeyjum var þegar þak fauk af húsi í heilu lagi og í morgun þegar hinn sögufrægi vélbátur, Blátindur sökk í höfninni. Þá skemmdust að minnsta kosti tvö fjárhús við Hvolsvöll mjög illa. Á Egilsstöðum var mjög hvasst og þungfært. Í Hvammsvík í Hvalfirði slasaðist maður þegar þakplata fauk á hann. Ekki þótti óhætt að senda sjúkrabíl á vettvang vegna fárviðris á svæðinu og ferjaði björgunarsveitin hann til byggða. Hann er ekki alvarlega slasaður. Það var einnig í nægu að snúast hjá viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu þar sem flest útköll voru óveðurstengd og bárust á sjötta hundrað símtala til Neyðarlínunnar fyrir hádegi. Eins og sjá má eru miklar skemmdir á þakinu.Vísir/Jóhann K. Þak fór af af í nær heilu lagi á Kjalarnesi Mestar urðu þó skemmdirnar í efri byggðum og nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. Tjón er víða mjög mikið á Kjalarnesi. Á fjölbýlishúsi fór þak af íbúð í nær heilu lagi. „Í svona tilfellum þá gerum við ekki neitt. Við komumst ekki upp á þak,“ sagði Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Kjölur á Kjalarnesi. Mikið tjón víða? „Já það er bara töluvert mikið tjón. Mikið af gluggum og öðru slíku sem hefur farið,“ sagði Þórður. Í húsgarði tókst garðskúr á loft. „Það lyftist þakið af og við þurfum að bera allt dótið inn og fergja þetta niður. Mikið tjón? Nei, þetta eru bara munir,“ sagði Ástríður Gísladóttir, íbúi á Kjalarnesi. Heildartjón verður ekki fyllilega ljós fyrr en veðrið er gengið alveg niður og eftir að fólk hefur hugað að eigum sínum. Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. Óveðrið sem gekk yfir landið í nótt og í morgun er smám saman að ganga niður. Óhætt er að segja að fólk hafi tekið tilkynningum almannavarna og Veðurstofunnar vel því á meðan versti veðurhamurinn gekk yfir var fólk ekki á ferli, enda fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök búin að gera ráðstafanir. Þá var vegum lokað og almenningssamgöngur í lofti og á láði felldar niður. Klukkan fimm í morgun voru viðbragðsaðilar víða farnir að sinna óveðursútköllum og Samhæfingarmiðstöð almannavarna, auk aðgerðarstjórna stýrðu aðgerðum. Verkefni björgunarfólks í mörgum tilfellum mjög stór Miklar skemmdir urðu í Vík í Mýrdal. Rafmagnsstaurar í sex staurastæðum brotnuðu undan veðurhamnum og mun viðgerð taka einhvern tíma. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð á staðnum fyrir erlenda ferðamenn sem voru strandaglópar. Að öðru leiti er raforkukerfið komið í lag utan Prestbakkalínu við Hornafjörð sem verður ekki tekin í notkun strax vegna eldingarhættu. Björgunarsveitarmenn undirbúa sig fyrir aðgerðir.Vísir/Vilhelm Stærsta verkefnið í Vestmannaeyjum var þegar þak fauk af húsi í heilu lagi og í morgun þegar hinn sögufrægi vélbátur, Blátindur sökk í höfninni. Þá skemmdust að minnsta kosti tvö fjárhús við Hvolsvöll mjög illa. Á Egilsstöðum var mjög hvasst og þungfært. Í Hvammsvík í Hvalfirði slasaðist maður þegar þakplata fauk á hann. Ekki þótti óhætt að senda sjúkrabíl á vettvang vegna fárviðris á svæðinu og ferjaði björgunarsveitin hann til byggða. Hann er ekki alvarlega slasaður. Það var einnig í nægu að snúast hjá viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu þar sem flest útköll voru óveðurstengd og bárust á sjötta hundrað símtala til Neyðarlínunnar fyrir hádegi. Eins og sjá má eru miklar skemmdir á þakinu.Vísir/Jóhann K. Þak fór af af í nær heilu lagi á Kjalarnesi Mestar urðu þó skemmdirnar í efri byggðum og nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. Tjón er víða mjög mikið á Kjalarnesi. Á fjölbýlishúsi fór þak af íbúð í nær heilu lagi. „Í svona tilfellum þá gerum við ekki neitt. Við komumst ekki upp á þak,“ sagði Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Kjölur á Kjalarnesi. Mikið tjón víða? „Já það er bara töluvert mikið tjón. Mikið af gluggum og öðru slíku sem hefur farið,“ sagði Þórður. Í húsgarði tókst garðskúr á loft. „Það lyftist þakið af og við þurfum að bera allt dótið inn og fergja þetta niður. Mikið tjón? Nei, þetta eru bara munir,“ sagði Ástríður Gísladóttir, íbúi á Kjalarnesi. Heildartjón verður ekki fyllilega ljós fyrr en veðrið er gengið alveg niður og eftir að fólk hefur hugað að eigum sínum.
Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19
Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10
„Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14