Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 17:27 Frá Skógafossi í dag. Rennsli er lítið í fossinum, líkt og sést á myndinni. Lögreglan á Suðurlandi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í dag vegna mögulegrar krapastíflu í Skógá fyrir ofan fossinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis en ef um stíflu er að ræða gæti áin skyndilega rutt sig og valdið flóði. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi í morgun fengið ábendingu um að óvenju lítið rennsli væri í Skógafossi. Lögregla hafi athugað málið og sú reyndist einmitt raunin - rennsli var afar lítið. „Miðað við hvernig þetta er venjulega er mjög lítið rennsli í honum, sem gefur okkur hugmynd um að það gæti hugsanlega verið stífla eða stíflur fyrir ofan,“ segir Sigurður. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K. Ákveðið var að rýma bílastæðið fyrir framan fossinn, þar sem voru um fimmtán bílar, og ferðamenn á svæðinu beðnir um að koma sér frá fossinum. „Til að taka enga áhættu, og vegna þess að við vitum ekki alveg hvað er í gangi,“ segir Sigurður og bætir við að allir hafi brugðist vel við aðgerðum lögreglu. Staðan verður tekin aftur nú fyrir myrkur og í fyrramálið en svæðinu verður þó haldið lokuðu þangað til á morgun. Sigurður segir að ekki þekkist dæmi um að stífla hafi brostið í ánni. Í tilkynningu lögreglu á Suðurlandi um málið segir jafnframt að stærð mögulegs flóðs muni líklega ákvarðast að miklu leyti af staðsetningu stíflunnar. Vísir/hjalti Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn eru enn við vinnu á svæðinu og þá hefur vatnamælingasviði Veðurstofunnar verið gert viðvart. Ekki verður unnt að kanna aðstæður ofar í ánni að sinni en það verður gert um leið og veður leyfir, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Sigurður segir að rennsli í fossinum hafi þó aukist töluvert síðan í morgun. Best sé þó að hafa allan varann á. „Það er búið að tala við marga, til dæmis staðkunnuga bændur hérna í grenndinni. Þeir eru ekki stressaðir yfir þessu. En þegar kemur upp eitthvað nýtt, og ekki er vitað um það, þá er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.“ Ferðamennska á Íslandi Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Veður Tengdar fréttir Aldrei á ævinni verið svona hrædd Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. 14. febrúar 2020 15:02 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í dag vegna mögulegrar krapastíflu í Skógá fyrir ofan fossinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis en ef um stíflu er að ræða gæti áin skyndilega rutt sig og valdið flóði. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi í morgun fengið ábendingu um að óvenju lítið rennsli væri í Skógafossi. Lögregla hafi athugað málið og sú reyndist einmitt raunin - rennsli var afar lítið. „Miðað við hvernig þetta er venjulega er mjög lítið rennsli í honum, sem gefur okkur hugmynd um að það gæti hugsanlega verið stífla eða stíflur fyrir ofan,“ segir Sigurður. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K. Ákveðið var að rýma bílastæðið fyrir framan fossinn, þar sem voru um fimmtán bílar, og ferðamenn á svæðinu beðnir um að koma sér frá fossinum. „Til að taka enga áhættu, og vegna þess að við vitum ekki alveg hvað er í gangi,“ segir Sigurður og bætir við að allir hafi brugðist vel við aðgerðum lögreglu. Staðan verður tekin aftur nú fyrir myrkur og í fyrramálið en svæðinu verður þó haldið lokuðu þangað til á morgun. Sigurður segir að ekki þekkist dæmi um að stífla hafi brostið í ánni. Í tilkynningu lögreglu á Suðurlandi um málið segir jafnframt að stærð mögulegs flóðs muni líklega ákvarðast að miklu leyti af staðsetningu stíflunnar. Vísir/hjalti Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn eru enn við vinnu á svæðinu og þá hefur vatnamælingasviði Veðurstofunnar verið gert viðvart. Ekki verður unnt að kanna aðstæður ofar í ánni að sinni en það verður gert um leið og veður leyfir, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Sigurður segir að rennsli í fossinum hafi þó aukist töluvert síðan í morgun. Best sé þó að hafa allan varann á. „Það er búið að tala við marga, til dæmis staðkunnuga bændur hérna í grenndinni. Þeir eru ekki stressaðir yfir þessu. En þegar kemur upp eitthvað nýtt, og ekki er vitað um það, þá er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.“
Ferðamennska á Íslandi Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Veður Tengdar fréttir Aldrei á ævinni verið svona hrædd Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. 14. febrúar 2020 15:02 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Aldrei á ævinni verið svona hrædd Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. 14. febrúar 2020 15:02
„Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02