Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 13:08 Björgunarsveitarfólk kom mæðgunum og kisunum til bjargar. Jóhann Issi Hallgrímsson Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. Dóttir hennar vakti hana um tíuleytið þar sem þær sváfu í kjallara hússins og þurftu að hafa sig alla við að komast upp á efri hæðina þar sem vatn streymdi inn í kjallarann. Ingibjörg býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í húsi við Gerðarveg í Garðinum sem stendur nokkuð nærri sjónum. Sjógangur á land hefur verið sögulega mikill í morgun og íbúar hafa fundið fyrir því. Engir meira en mægðurnar í Hjarðarholti. „Ég fékk mér lúr eftir að hafa verið vakandi langt fram á nótt. Ég hafði á tilfinningunni að eitthvað gæti gerst. En ég gafst upp klukkan fjögur þegar ég sá ekkert í myrkrinu,“ segir Ingibjörg sem sefur í kjallaranum með dóttur sinni. Frá vettvangi í morgun.Jóhann Issi Hallgrímsson Svo heyrði hún í dóttur sinni um tíuleytið og rumskaði. „Hún kallaði: Mamma það flæðir!“ segir Ingibjörg sem opnaði útidyrnar í kjallaranum sem skilaði sér í enn meira flæði inn í kjallarann. „Svo var það bara að ná í buxurnar, símann og hlaupa upp,“ segir Ingibjörg en innangengt er úr kjallaranum á efri hæðina. Svo hvasst var að illa gekk að opna útidyrahurðina auk þess sem allt er á floti í kringum húsið. Mæðgurnar voru fegnar þegar björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Ægi í Garði mættu á bíl sínum og náðu mæðgunum úr húsinu. Raunar þurfti tvo hrausta björgunarsveitarmenn til að opna útidyrnar á húsinu því afar hvasst var. Ingibjörg hrósar björgunarsveitarmönnunum í hástert fyrir vinnu þeirra. „Ég er rosalega ánægð með strákana. Þeir eiga hrós skilið.“ Öldugangurinn hefur sömuleiðis verið mikill í Reykjanesbæ þar sem mæðgurnar halda til hjá ættingjum.Jóhann Issi Hallgrímsson Ekki þurfti aðeins að bjarga mæðgunum heldur einnig kisunum þeirra. Mægðurnar ráða nú ráðum sínum í Reykjanesbæ með kisunum sem eru órólegar á nýju tímabundnu heimili. „Við erum að hugsa næstu skref. Hvar allir iga að sofa, hvernig maður kemst í vinnu á mánudaginn með engin föt,“ segir Ingibjörg. Öll föt hennar og dóttur hennar eru á kafi í vatni í kjallaranum. Sömuleiðis rúm þeirra, þvottavél og fleira. Ingibjörg er ekki meðvituð um stöðu mála hjá öðrum húsum í Garði. Hún hefur búið þar í þrjú ár og aldrei upplifað neitt svona. Húsið þeirra er líklega einstakt að því leitinu að það er með kjallara. Það gildir um fæst hús í Garði. Hún hefur ekki áhyggjur af efri hæð hússins. Vatnslínan hafi verið sýnileg á gluggunum úr kjallaranum en nái tæplega upp á efri hæðina. Hún segist sjá að einhverju leyti eftir því að hafa ekki yfirgefið húsið í nótt enda hafði hún tilfinningu fyrir því að eitthvað svona gæti ekki gerst. „En það er ekkert hægt að ráða við þetta. Þetta er bara hafið.“ Gusugangurinn er mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson Ingólfur Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis, segir nóg hafa verið að gera í morgun þótt álag hafi verið meira. Sjór hafi gengið á húsin sem standi nálægt sjónum. Þeir hafi aðstoðað mæðgurnar við að komast í skjól og unnið verkefnið í samvinnu við slökkviliðið. Líklega hafi um þrettán sinnt björgunarsveitarstörfum í morgun í tveimur hópum. Rauð viðvörun hefur verið á suðvesturhorninu það sem af er degi. „Þetta er vonskuveður. Fólk ætti ekki að vera mikið á ferðinni og ætti að fylgjast vel með eigum sínum.“ Veðrið sé aðeins byrjað að ganga niður. Hann er uppalinn Garðsbúi en muni ekki eftir að hafa séð annan eins sjógang. Björgunarsveitir Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. Dóttir hennar vakti hana um tíuleytið þar sem þær sváfu í kjallara hússins og þurftu að hafa sig alla við að komast upp á efri hæðina þar sem vatn streymdi inn í kjallarann. Ingibjörg býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í húsi við Gerðarveg í Garðinum sem stendur nokkuð nærri sjónum. Sjógangur á land hefur verið sögulega mikill í morgun og íbúar hafa fundið fyrir því. Engir meira en mægðurnar í Hjarðarholti. „Ég fékk mér lúr eftir að hafa verið vakandi langt fram á nótt. Ég hafði á tilfinningunni að eitthvað gæti gerst. En ég gafst upp klukkan fjögur þegar ég sá ekkert í myrkrinu,“ segir Ingibjörg sem sefur í kjallaranum með dóttur sinni. Frá vettvangi í morgun.Jóhann Issi Hallgrímsson Svo heyrði hún í dóttur sinni um tíuleytið og rumskaði. „Hún kallaði: Mamma það flæðir!“ segir Ingibjörg sem opnaði útidyrnar í kjallaranum sem skilaði sér í enn meira flæði inn í kjallarann. „Svo var það bara að ná í buxurnar, símann og hlaupa upp,“ segir Ingibjörg en innangengt er úr kjallaranum á efri hæðina. Svo hvasst var að illa gekk að opna útidyrahurðina auk þess sem allt er á floti í kringum húsið. Mæðgurnar voru fegnar þegar björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Ægi í Garði mættu á bíl sínum og náðu mæðgunum úr húsinu. Raunar þurfti tvo hrausta björgunarsveitarmenn til að opna útidyrnar á húsinu því afar hvasst var. Ingibjörg hrósar björgunarsveitarmönnunum í hástert fyrir vinnu þeirra. „Ég er rosalega ánægð með strákana. Þeir eiga hrós skilið.“ Öldugangurinn hefur sömuleiðis verið mikill í Reykjanesbæ þar sem mæðgurnar halda til hjá ættingjum.Jóhann Issi Hallgrímsson Ekki þurfti aðeins að bjarga mæðgunum heldur einnig kisunum þeirra. Mægðurnar ráða nú ráðum sínum í Reykjanesbæ með kisunum sem eru órólegar á nýju tímabundnu heimili. „Við erum að hugsa næstu skref. Hvar allir iga að sofa, hvernig maður kemst í vinnu á mánudaginn með engin föt,“ segir Ingibjörg. Öll föt hennar og dóttur hennar eru á kafi í vatni í kjallaranum. Sömuleiðis rúm þeirra, þvottavél og fleira. Ingibjörg er ekki meðvituð um stöðu mála hjá öðrum húsum í Garði. Hún hefur búið þar í þrjú ár og aldrei upplifað neitt svona. Húsið þeirra er líklega einstakt að því leitinu að það er með kjallara. Það gildir um fæst hús í Garði. Hún hefur ekki áhyggjur af efri hæð hússins. Vatnslínan hafi verið sýnileg á gluggunum úr kjallaranum en nái tæplega upp á efri hæðina. Hún segist sjá að einhverju leyti eftir því að hafa ekki yfirgefið húsið í nótt enda hafði hún tilfinningu fyrir því að eitthvað svona gæti ekki gerst. „En það er ekkert hægt að ráða við þetta. Þetta er bara hafið.“ Gusugangurinn er mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson Ingólfur Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis, segir nóg hafa verið að gera í morgun þótt álag hafi verið meira. Sjór hafi gengið á húsin sem standi nálægt sjónum. Þeir hafi aðstoðað mæðgurnar við að komast í skjól og unnið verkefnið í samvinnu við slökkviliðið. Líklega hafi um þrettán sinnt björgunarsveitarstörfum í morgun í tveimur hópum. Rauð viðvörun hefur verið á suðvesturhorninu það sem af er degi. „Þetta er vonskuveður. Fólk ætti ekki að vera mikið á ferðinni og ætti að fylgjast vel með eigum sínum.“ Veðrið sé aðeins byrjað að ganga niður. Hann er uppalinn Garðsbúi en muni ekki eftir að hafa séð annan eins sjógang.
Björgunarsveitir Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira