Stórt sár í húsþaki á Kjalarnesi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 12:19 Stórt sár er í þaki fjölbýlishússins. Vísir/jkj Ætla má að alvarlegasta foktjónið sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu, í hvassviðrinu sem gengið hefur yfir landið síðastliðinn sólarhring, hafi orðið á Kjalarnesi. Þar fauk stór hluti húsþaks við Jörfagrund og skyldi stórt sár eftir, eins og sjá má hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi kom steypt plata undir þakinu þó í veg fyrir það að veðurofsinn hafi náð inn í íbúðina þar fyrir neðan. Enn er töluvert hvassviðri á Kjalarnesi, vindhraði um 25 m/s og hafa vindhviður reglulega farið yfir 40 m/s. Til að mynda mældist vindhraðinn 62 m/s á sjötta tímanum í morgun. Þórður Bogason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu að ekki hafi verið talið óhætt að senda björgunarsveitar- eða slökkviliðsfólk á þakið til að varna frekar skemmdum. Hvassviðrið hafi verið slíkt á Kjalarnesi að það hafi ekki verið talið öruggt. Þeim hafi þó tekist að binda niður hluti þess, strengt „strappa“ um eina geymslu hússins. Íbúðin undir gatinu var þó mannlaus að sögn Þórðar því enginn sé búsettur þar. Viðtalið við hann í heild má sjá hér að neðan. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að björgunarsveitarfólk hafi staðið í ströngu á Kjalarnesi frá því í nótt. Þakplötur hafi bókstaflega fokið á haf út í mestu hviðunum.Fréttastofan greinir frá öllum nýjustu vendingum í rauntíma í Óveðursvaktinni. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Ætla má að alvarlegasta foktjónið sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu, í hvassviðrinu sem gengið hefur yfir landið síðastliðinn sólarhring, hafi orðið á Kjalarnesi. Þar fauk stór hluti húsþaks við Jörfagrund og skyldi stórt sár eftir, eins og sjá má hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi kom steypt plata undir þakinu þó í veg fyrir það að veðurofsinn hafi náð inn í íbúðina þar fyrir neðan. Enn er töluvert hvassviðri á Kjalarnesi, vindhraði um 25 m/s og hafa vindhviður reglulega farið yfir 40 m/s. Til að mynda mældist vindhraðinn 62 m/s á sjötta tímanum í morgun. Þórður Bogason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu að ekki hafi verið talið óhætt að senda björgunarsveitar- eða slökkviliðsfólk á þakið til að varna frekar skemmdum. Hvassviðrið hafi verið slíkt á Kjalarnesi að það hafi ekki verið talið öruggt. Þeim hafi þó tekist að binda niður hluti þess, strengt „strappa“ um eina geymslu hússins. Íbúðin undir gatinu var þó mannlaus að sögn Þórðar því enginn sé búsettur þar. Viðtalið við hann í heild má sjá hér að neðan. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að björgunarsveitarfólk hafi staðið í ströngu á Kjalarnesi frá því í nótt. Þakplötur hafi bókstaflega fokið á haf út í mestu hviðunum.Fréttastofan greinir frá öllum nýjustu vendingum í rauntíma í Óveðursvaktinni.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02