Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 10:12 Frá Vík í Mýrdal í morgun. Sigurður Sigurbjörnsson Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. „Milli klukkan sex og sjö var svona hálfs stigs frost en síðan hefur hitastigið hækkað eins og spáin var,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri. Úrhelli hefur verið í Vík með þeim afleiðingum að Vegagerðin og bæjarstarfsmenn eiga fullt í fangi með að reyna að skila vatninu í niðurföll. „Það var mjög snjóþungt í morgun og gríðarlegur vatnselgur núna.“ Sigurður segir eitthvað um laskaðar rafmagnslínur í Mýrdalnum og rafmagn er keyrt á varaafli í bænum. „Fólk þarf að spara rafmagnið því álagið er mikið,“ segir varðstjórinn. Allir leggi sig fram um að halda rafmagninu gangandi. Hótelin í Vík voru full í nótt af fólki sem átti flest hvað ekki bókaða gistingu heldur komst einfaldlega ekki lengra en í Vík vegna veðursins. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í félagsheimilinu Leikskálum á níunda tímanum í gærkvöldi. 22 gistu í stöðinni í nótt. Sigurður telur veðrinu hægt og rólega vera að slota. Munur sé á því sem var snemma í morgun og núna. Lítið sé um skemmdir á svæðinu að frátöldum rafmagnsstaurum sem einhverjir eru laskaðir. Meira hafi verið um útköll í nágrenni Hellu og Hvolsvelli í morgun. Áttu myndir sem eru lýsandi fyrir stöðu mála í Vík? Sendu okkur línu á [email protected]. Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. „Milli klukkan sex og sjö var svona hálfs stigs frost en síðan hefur hitastigið hækkað eins og spáin var,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri. Úrhelli hefur verið í Vík með þeim afleiðingum að Vegagerðin og bæjarstarfsmenn eiga fullt í fangi með að reyna að skila vatninu í niðurföll. „Það var mjög snjóþungt í morgun og gríðarlegur vatnselgur núna.“ Sigurður segir eitthvað um laskaðar rafmagnslínur í Mýrdalnum og rafmagn er keyrt á varaafli í bænum. „Fólk þarf að spara rafmagnið því álagið er mikið,“ segir varðstjórinn. Allir leggi sig fram um að halda rafmagninu gangandi. Hótelin í Vík voru full í nótt af fólki sem átti flest hvað ekki bókaða gistingu heldur komst einfaldlega ekki lengra en í Vík vegna veðursins. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í félagsheimilinu Leikskálum á níunda tímanum í gærkvöldi. 22 gistu í stöðinni í nótt. Sigurður telur veðrinu hægt og rólega vera að slota. Munur sé á því sem var snemma í morgun og núna. Lítið sé um skemmdir á svæðinu að frátöldum rafmagnsstaurum sem einhverjir eru laskaðir. Meira hafi verið um útköll í nágrenni Hellu og Hvolsvelli í morgun. Áttu myndir sem eru lýsandi fyrir stöðu mála í Vík? Sendu okkur línu á [email protected].
Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira