Veðurfræðingur ekki séð aðra eins spá í langan tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 05:45 Forsíða DV 4. febrúar 1991 en daginn áður gekk mikið óveður yfir landið. Þá mældist mesti vindhraði sem mælst hefur í Vestmannaeyjum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hættu á því að allt fari á hvolf í Vestmannaeyjum gangi spár eftir. Einar, sem hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum í veðurfræðum, vísar í spákort Veðurstofunnar þar sem segir að reikna megi með 110 hnúta vindi, sem samsvarar um 55 m/s undan Suðurlandi klukkan fimm í fyrramálið. Kortið má sjá í færslu Einars hér að neðan. „Hvar endar vindurinn?“ spyr Einar og segist í raun og veru ekki hafa séð aðra eins hvassviðrisspá undanfarin ár. „Þetta er nærri Vestmannaeyjum. Hætt er við að allt fari á hvolf í Eyjum í orðsins fyllstu merkingu ef þetta gengur eftir.“ Einar veltir fyrir sér hvort meðalvindurinn á Stórhöfða nái 40-45 m/s snemma í fyrramálið. „10. des 2019 mældust 40 m/s í NV átt og þótti ægilegt rok í Eyjum,“ segir Einar. Nokkuð var um skemmdir á eyjunni þar sem klæðning fauk af iðnaðarhúsi við höfnina og þak af bílskúr svo eitthvað sé nefnt. „Mesti meðalvindur á Stórhöfða er hins vegar frá stórviðrinu 3. febrúar 1991 - 56,6 m/s.“ Veðurfræðingurinn minnir þó á að þokkalegt skjól sé í bænum á Heimaey þegar er austanátt. Vindurinn geti því verið mun minni þar samanborið við Stórhöfða. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hættu á því að allt fari á hvolf í Vestmannaeyjum gangi spár eftir. Einar, sem hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum í veðurfræðum, vísar í spákort Veðurstofunnar þar sem segir að reikna megi með 110 hnúta vindi, sem samsvarar um 55 m/s undan Suðurlandi klukkan fimm í fyrramálið. Kortið má sjá í færslu Einars hér að neðan. „Hvar endar vindurinn?“ spyr Einar og segist í raun og veru ekki hafa séð aðra eins hvassviðrisspá undanfarin ár. „Þetta er nærri Vestmannaeyjum. Hætt er við að allt fari á hvolf í Eyjum í orðsins fyllstu merkingu ef þetta gengur eftir.“ Einar veltir fyrir sér hvort meðalvindurinn á Stórhöfða nái 40-45 m/s snemma í fyrramálið. „10. des 2019 mældust 40 m/s í NV átt og þótti ægilegt rok í Eyjum,“ segir Einar. Nokkuð var um skemmdir á eyjunni þar sem klæðning fauk af iðnaðarhúsi við höfnina og þak af bílskúr svo eitthvað sé nefnt. „Mesti meðalvindur á Stórhöfða er hins vegar frá stórviðrinu 3. febrúar 1991 - 56,6 m/s.“ Veðurfræðingurinn minnir þó á að þokkalegt skjól sé í bænum á Heimaey þegar er austanátt. Vindurinn geti því verið mun minni þar samanborið við Stórhöfða.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59