Leiðtogi ítalskra hægriöfgamanna sviptur friðhelgi Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2020 16:41 Salvini var mikið niðri fyrir í öldungadeildinni í dag. Meirihluti þingmanna þar samþykkti að svipta hann friðhelgi. Vísir/EPA Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti að svipta Matteo Salvini, fyrrverandi varaforsætisráðherra og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, friðhelgi í dag. Saksóknarar geta nú ákært Salvini fyrir að hafa bannað hópi flóttamanna ólöglega að koma til lands í fyrra. Salvini er sakaður um að hafa meinað 116 flóttamönnum ólöglega um landgöngu á Sikiley og látið þá hýrast um borð í ítalska varðskipinu Gregoretti í hátt í viku þegar hann var innanríkisráðherra í júlí í fyrra. Það gerði Salvini til að þrýsta á Evrópusambandsríki að taka við fólkinu í staðinn. Saksóknarar hófu rannsókn á aðstæðum um borð í skipinu eftir fregnir um að aðeins eitt salerni væri um borð. Fólkinu var ekki hleypt í land fyrr en kaþólska kirkjan og nokkur ríki féllust á að annast um fólkið. Salvini hefur fullyrt að hann hafi bannað skipinu að leggjast við höfn með stuðningi þáverandi samstarfsflokks síns í ríkisstjórn, Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Saksóknarar telja hins vegar að Salvini hafi leikið einleik í málinu. Ekki hefur verið hægt að gefa út ákæru á hendur Salvini vegna málsins þar sem ítalskir þingmenn njóta friðhelgi gegn saksókn á meðan þeir sitja í embætti. Meirihluti öldungadeildar þingsins samþykkti að svipta Salvini friðhelginni í dag. Þingmenn Bandalagsins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Sjálfur segist Salvini þó fagna því að verða dreginn fyrir dómstóla. Sagði hann öldungadeildinni að hann væri „stoltur“ af verkum sínum. „Og ég geri þetta aftur um leið og ég kemst aftur í ríkisstjórn,“ hótaði hann. Mark Lowen, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Róm, segir að ákæran á hendur Salvini gæti í kenningunni ógnað pólitískri framtíð hans. Ítalska réttarkerfið sé hins vegar þungt í vöfum. Fullnýti Salvini áfrýjunarrétt sinn verði hann sakfelldur gæti málið gegn honum dregist í fleiri ár. Ítalía Tengdar fréttir Talin hætta á stjórnarslitum vegna Salvinis Fimm stjörnu hreyfingin, annar ítölsku stjórnarflokkanna, heldur stafræna atkvæðagreiðslu í dag um hvort flokkurinn ætli að koma í veg fyrir möguleg réttarhöld yfir Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, hins stjórnarandstöðuflokksins. 18. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti að svipta Matteo Salvini, fyrrverandi varaforsætisráðherra og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, friðhelgi í dag. Saksóknarar geta nú ákært Salvini fyrir að hafa bannað hópi flóttamanna ólöglega að koma til lands í fyrra. Salvini er sakaður um að hafa meinað 116 flóttamönnum ólöglega um landgöngu á Sikiley og látið þá hýrast um borð í ítalska varðskipinu Gregoretti í hátt í viku þegar hann var innanríkisráðherra í júlí í fyrra. Það gerði Salvini til að þrýsta á Evrópusambandsríki að taka við fólkinu í staðinn. Saksóknarar hófu rannsókn á aðstæðum um borð í skipinu eftir fregnir um að aðeins eitt salerni væri um borð. Fólkinu var ekki hleypt í land fyrr en kaþólska kirkjan og nokkur ríki féllust á að annast um fólkið. Salvini hefur fullyrt að hann hafi bannað skipinu að leggjast við höfn með stuðningi þáverandi samstarfsflokks síns í ríkisstjórn, Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Saksóknarar telja hins vegar að Salvini hafi leikið einleik í málinu. Ekki hefur verið hægt að gefa út ákæru á hendur Salvini vegna málsins þar sem ítalskir þingmenn njóta friðhelgi gegn saksókn á meðan þeir sitja í embætti. Meirihluti öldungadeildar þingsins samþykkti að svipta Salvini friðhelginni í dag. Þingmenn Bandalagsins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Sjálfur segist Salvini þó fagna því að verða dreginn fyrir dómstóla. Sagði hann öldungadeildinni að hann væri „stoltur“ af verkum sínum. „Og ég geri þetta aftur um leið og ég kemst aftur í ríkisstjórn,“ hótaði hann. Mark Lowen, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Róm, segir að ákæran á hendur Salvini gæti í kenningunni ógnað pólitískri framtíð hans. Ítalska réttarkerfið sé hins vegar þungt í vöfum. Fullnýti Salvini áfrýjunarrétt sinn verði hann sakfelldur gæti málið gegn honum dregist í fleiri ár.
Ítalía Tengdar fréttir Talin hætta á stjórnarslitum vegna Salvinis Fimm stjörnu hreyfingin, annar ítölsku stjórnarflokkanna, heldur stafræna atkvæðagreiðslu í dag um hvort flokkurinn ætli að koma í veg fyrir möguleg réttarhöld yfir Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, hins stjórnarandstöðuflokksins. 18. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Talin hætta á stjórnarslitum vegna Salvinis Fimm stjörnu hreyfingin, annar ítölsku stjórnarflokkanna, heldur stafræna atkvæðagreiðslu í dag um hvort flokkurinn ætli að koma í veg fyrir möguleg réttarhöld yfir Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, hins stjórnarandstöðuflokksins. 18. febrúar 2019 08:30