Sportpakkinn: „Berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn vel“ Sindri Sindrason skrifar 10. febrúar 2020 19:15 Gunnar Magnússon stýrir Haukum og Aron Kristjánsson tekur svo við af honum. Vísir/Vilhelm Aron Kristjánsson segist stoltur af því að sjá lið Hauka í efsta sæti Olís-deildar með 11 uppalda Haukamenn í sínum hópi. Hann tekur við þjálfun liðsins í þriðja sinn í sumar. „Við erum að sjá það núna að í æfingahópnum hjá okkur eru 84-85% uppaldir Haukastrákar og í 14 manna leikmannahópnum okkar eru 11 uppaldir Haukastrákar. Það er bara frábært og smástolt í því, segi ég sem Haukamaður, að við getum verið með lið í toppsætinu sem borið er uppi af Haukastrákum,“ sagði Aron við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum í kvöld. Tilkynnt var um ráðningu Arons í gærkvöld en hann tekur við af Gunnari Magnússyni í sumar. Aðspurður hvort hann sé reiðubúinn að taka við liðinu fyrr óski stjórn Hauka þess svaraði Aron: „Það er ekki planið. Við berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn mjög vel.“ Áður en að Aron tekur við Haukum mun hann stýra Barein á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Hann mun því missa af blábyrjun undirbúningstímabilsins hjá Haukum. „Í þetta skipti eru Ólympíuleikarnir mjög snemma miðað við oft áður, klárast 9. ágúst, sem þýðir að við verðum rétt komnir í gang með undirbúninginn. Undirbúningurinn byrjar vanalega í kringum 23.-25. júlí. Þetta er ekki hættulegt ástand þarna í byrjun undirbúningstímabilsins og þá munum við að sjálfsögðu hafa aðstoðarþjálfara sem mun vinna með liðið fyrstu vikurnar,“ sagði Aron og bætti við að næsta mál á dagskrá væri einmitt að ráða aðstoðarþjálfara. Klippa: Aron Kristjáns ræðir um næsta starf Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Sjá meira
Aron Kristjánsson segist stoltur af því að sjá lið Hauka í efsta sæti Olís-deildar með 11 uppalda Haukamenn í sínum hópi. Hann tekur við þjálfun liðsins í þriðja sinn í sumar. „Við erum að sjá það núna að í æfingahópnum hjá okkur eru 84-85% uppaldir Haukastrákar og í 14 manna leikmannahópnum okkar eru 11 uppaldir Haukastrákar. Það er bara frábært og smástolt í því, segi ég sem Haukamaður, að við getum verið með lið í toppsætinu sem borið er uppi af Haukastrákum,“ sagði Aron við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum í kvöld. Tilkynnt var um ráðningu Arons í gærkvöld en hann tekur við af Gunnari Magnússyni í sumar. Aðspurður hvort hann sé reiðubúinn að taka við liðinu fyrr óski stjórn Hauka þess svaraði Aron: „Það er ekki planið. Við berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn mjög vel.“ Áður en að Aron tekur við Haukum mun hann stýra Barein á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Hann mun því missa af blábyrjun undirbúningstímabilsins hjá Haukum. „Í þetta skipti eru Ólympíuleikarnir mjög snemma miðað við oft áður, klárast 9. ágúst, sem þýðir að við verðum rétt komnir í gang með undirbúninginn. Undirbúningurinn byrjar vanalega í kringum 23.-25. júlí. Þetta er ekki hættulegt ástand þarna í byrjun undirbúningstímabilsins og þá munum við að sjálfsögðu hafa aðstoðarþjálfara sem mun vinna með liðið fyrstu vikurnar,“ sagði Aron og bætti við að næsta mál á dagskrá væri einmitt að ráða aðstoðarþjálfara. Klippa: Aron Kristjáns ræðir um næsta starf
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik