Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 11:49 Teikning af Sólarbrautarfarinu við sólina. Vísir/EPA Evrópska geimfarinu Sólarbrautarfarinu var skotið á loft án hnökra frá Flórída í Bandaríkjunum í nótt. Markmið leiðangursins er að hjálpa vísindamönnum að skilja betur virkni sólarinnar og spá fyrir um sólstorma sem gætu valdið usla á jörðinni. Farinu var skotið á loft með bandarískri Atlas-eldflaug á frá Canaveral-höfða á Flórída klukkan rétt rúmlega fjögur í nótt að íslenskum tíma. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) tekur þátt í leiðangrinum og annaðist geimskotið. Þegar Sólarbrautarfar (e. Solar Orbiter) evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) verður næst sólinni verður geimfarið innan við braut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar, í aðeins um 42 milljón kílómetra fjarlægð, um þriðjung af vegalengdinni á milli jarðar og sólar. Um borð eru sex myndavélar og fjögur önnur mælitæki sem eiga meðal annars að fylgjast með rafgasi og segulsviði sólarinnar. Myndavélarnar eiga að taka fyrstu myndirnar af pólum sólarinnar. Markmiðið er að afla gagna til að vísindamenn geti betur skilið þá ferla sem stýra virkni móðurstjörnu okkar. Þyngdarkraftur Venusar og jarðarinnar verður notaður til að koma Sólarbrautarfarinu fyrir á einstakri braut um sólina, hátt yfir brautarplani jarðarinnar. Brautin gerir farinu kleift að rannsaka pólsvæðin nánar en hægt er frá jörðinni. Meginhluti leiðangursins veturinn 2021 til 2022. Fyrsta nærflug geimfarins við sólina af tuttugu og tveimur verður árið 2022. Það er útbúið títanskildi til að verja það fyrir sterkri sólargeisluninni enda þarf geimfarið að þola allt að sex hundruð gráðu hita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Virkni sólarinnar gengur í sveiflum og getur haft áhrif á jörðinni umfram að verma hana með geislum sínum. Þekkt er að sólblettavirkni gengur í um það bil ellefu ára sveiflum þó að vísindamenn skilji ekki að fullu hvers vegna. Þá geta stór sólgos, þegar sólin spýtir frá sér milljónum tonna efnis út í geiminn, haft áhrif á fjarskipta- og rafmagnskerfi manna. Athuganir nýja geimfarins gætu gert vísindamönnum kleift að bæta líkön sem notuð eru til að spá fyrir um slík gos. „Við lok Sólarbrautarfarsleiðangursins munum við vita meira um þá duldu krafta sem bera ábyrgð á breytilegri hegðun sólarinnar og áhrif hennar á heimaplánetu okkar en nokkru sinni fyrr,“ segir Günther Hasinger, vísindastjóri ESA. Geimurinn Vísindi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Evrópska geimfarinu Sólarbrautarfarinu var skotið á loft án hnökra frá Flórída í Bandaríkjunum í nótt. Markmið leiðangursins er að hjálpa vísindamönnum að skilja betur virkni sólarinnar og spá fyrir um sólstorma sem gætu valdið usla á jörðinni. Farinu var skotið á loft með bandarískri Atlas-eldflaug á frá Canaveral-höfða á Flórída klukkan rétt rúmlega fjögur í nótt að íslenskum tíma. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) tekur þátt í leiðangrinum og annaðist geimskotið. Þegar Sólarbrautarfar (e. Solar Orbiter) evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) verður næst sólinni verður geimfarið innan við braut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar, í aðeins um 42 milljón kílómetra fjarlægð, um þriðjung af vegalengdinni á milli jarðar og sólar. Um borð eru sex myndavélar og fjögur önnur mælitæki sem eiga meðal annars að fylgjast með rafgasi og segulsviði sólarinnar. Myndavélarnar eiga að taka fyrstu myndirnar af pólum sólarinnar. Markmiðið er að afla gagna til að vísindamenn geti betur skilið þá ferla sem stýra virkni móðurstjörnu okkar. Þyngdarkraftur Venusar og jarðarinnar verður notaður til að koma Sólarbrautarfarinu fyrir á einstakri braut um sólina, hátt yfir brautarplani jarðarinnar. Brautin gerir farinu kleift að rannsaka pólsvæðin nánar en hægt er frá jörðinni. Meginhluti leiðangursins veturinn 2021 til 2022. Fyrsta nærflug geimfarins við sólina af tuttugu og tveimur verður árið 2022. Það er útbúið títanskildi til að verja það fyrir sterkri sólargeisluninni enda þarf geimfarið að þola allt að sex hundruð gráðu hita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Virkni sólarinnar gengur í sveiflum og getur haft áhrif á jörðinni umfram að verma hana með geislum sínum. Þekkt er að sólblettavirkni gengur í um það bil ellefu ára sveiflum þó að vísindamenn skilji ekki að fullu hvers vegna. Þá geta stór sólgos, þegar sólin spýtir frá sér milljónum tonna efnis út í geiminn, haft áhrif á fjarskipta- og rafmagnskerfi manna. Athuganir nýja geimfarins gætu gert vísindamönnum kleift að bæta líkön sem notuð eru til að spá fyrir um slík gos. „Við lok Sólarbrautarfarsleiðangursins munum við vita meira um þá duldu krafta sem bera ábyrgð á breytilegri hegðun sólarinnar og áhrif hennar á heimaplánetu okkar en nokkru sinni fyrr,“ segir Günther Hasinger, vísindastjóri ESA.
Geimurinn Vísindi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira