Vegagerðin mun loka kafla Vesturlandsvegar, frá Geldingaá að Lyngholti, næstu tvær næturnar. Er stefnt að því að malbika báðar akreinar.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að Vesturlandsvegi verði lokað á þessum kafla og hjáleið sett upp um Hvalfjarðarveg (47) Dragaveg (520), Skorradalsveg (508) og Borgarfjarðarbraut (50).
„Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20:00 til kl. 07:00 báðar næturnar. Lokunin að sunnanverðu verður við gatnamót Hvalfjarðarvegar (47) en lokunin að norðanverðu við gatnamót Borgarfjarðarbrautar (50).“