Íslendingar á Tenerife-hótelinu koma heim um helgina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 11:57 Hótelgestir og starfsfók á Costa Adeje Palace hafa verið í sóttkví frá því að kórónuveirusmit greindist á hótelgesti. getty/picture alliance Að minnsta kosti hluti Íslendinganna sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Þau munu fara beint í heimasóttkví samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á rannsóknarstofu spítalans. Hið minnsta eitt hundruð og þrjátíu hótelgestum sem hafa verið í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið hleypt heim. Á hótelinu hafa verið tíu Íslendingar og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hið minnsta tveimur þeirra verið tilkynnt að þeir fái að fara heim á sunnudag. Fólkið átti flug til Íslands í dag á vegum Vita en fékk því frestað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fólkið farið að gefnum fyrirmælum og haldið sig inni á herbergi frá því að smitið kom upp og hótelið var sett í sóttkví. Allir gestir fengu hitamæla og fyrirmæli um að mæla sig tvisvar á dag. Reyndist einhver með hita var tekið sýni. Fjórir hótelgestir hafa greinst með veiruna. Ítalski læknirinn og eiginkona hans auk tveggja annara, sem hafa tengsl við hjónin. Fleiri tilfelli kórónuveirunnar greindust á Norðurlöndunum í gær. Fimm ný í Svíþjóð og þrjú ný í Noregi. Allir höfðu nýverið ferðast til staða þar sem vitað er til að smit hafi greinst. Smitin eru því alls sjö í Svíþjóð, fjögur í Noregi og eitt í Danmörku. Myndin er tekin á Linate-flugvellinum í Mílanó á Ítalíu. Fólkið sem hefur verið að greinast á Norðurlöndum hefur ferðast til áhættusvæða.vísir/getty Greining tekur 3-4 klukkustundir Greint var frá því í gær að fimm manns væru í sóttkví á Ísafirði og tveir í einangrun en henni er beitt ef einstalingur sýnir einkenni sjúkdóms. Einangruninnni var aflétt í gær þar sem sýni reyndust neikvæð. Í gær höfðu sýni verið tekin hjá hátt í fimmtíu manns. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítalans, segir niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir innan þriggja til fjögurra klukkustunda eftir að sýni er tekið til greiningar. „Rannsóknarstofan sem vinnur þessi sýni vinnur þau frá átta á morgunan til átta á kvöldin og getur keyrt þau þrisvar sinnum út yfir þann tíma," segir Ólafur. Hann segir ferlið tæknilega flókið og mikla handavinnu á bak við greininguna. Mikið álag hefur verið á rannsóknarstofunni undanfarið. „Það er náttúrulega faraldur af minnta kosti fjórum öndunarfæraveirum í gangi og þetta bætist ofan á það," segir Ólafur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Að minnsta kosti hluti Íslendinganna sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Þau munu fara beint í heimasóttkví samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á rannsóknarstofu spítalans. Hið minnsta eitt hundruð og þrjátíu hótelgestum sem hafa verið í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið hleypt heim. Á hótelinu hafa verið tíu Íslendingar og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hið minnsta tveimur þeirra verið tilkynnt að þeir fái að fara heim á sunnudag. Fólkið átti flug til Íslands í dag á vegum Vita en fékk því frestað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fólkið farið að gefnum fyrirmælum og haldið sig inni á herbergi frá því að smitið kom upp og hótelið var sett í sóttkví. Allir gestir fengu hitamæla og fyrirmæli um að mæla sig tvisvar á dag. Reyndist einhver með hita var tekið sýni. Fjórir hótelgestir hafa greinst með veiruna. Ítalski læknirinn og eiginkona hans auk tveggja annara, sem hafa tengsl við hjónin. Fleiri tilfelli kórónuveirunnar greindust á Norðurlöndunum í gær. Fimm ný í Svíþjóð og þrjú ný í Noregi. Allir höfðu nýverið ferðast til staða þar sem vitað er til að smit hafi greinst. Smitin eru því alls sjö í Svíþjóð, fjögur í Noregi og eitt í Danmörku. Myndin er tekin á Linate-flugvellinum í Mílanó á Ítalíu. Fólkið sem hefur verið að greinast á Norðurlöndum hefur ferðast til áhættusvæða.vísir/getty Greining tekur 3-4 klukkustundir Greint var frá því í gær að fimm manns væru í sóttkví á Ísafirði og tveir í einangrun en henni er beitt ef einstalingur sýnir einkenni sjúkdóms. Einangruninnni var aflétt í gær þar sem sýni reyndust neikvæð. Í gær höfðu sýni verið tekin hjá hátt í fimmtíu manns. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítalans, segir niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir innan þriggja til fjögurra klukkustunda eftir að sýni er tekið til greiningar. „Rannsóknarstofan sem vinnur þessi sýni vinnur þau frá átta á morgunan til átta á kvöldin og getur keyrt þau þrisvar sinnum út yfir þann tíma," segir Ólafur. Hann segir ferlið tæknilega flókið og mikla handavinnu á bak við greininguna. Mikið álag hefur verið á rannsóknarstofunni undanfarið. „Það er náttúrulega faraldur af minnta kosti fjórum öndunarfæraveirum í gangi og þetta bætist ofan á það," segir Ólafur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira