Óvinsæli kínverski Ólympíumeistarinn dæmdur í átta ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 11:00 Ástralinn Mack Horton neitaði að stíga upp á verðlaunapallinn með Sun Yang á síðasta heimsmeistaramóti. Getty/Visual China Group Kínverski heims- og Ólympíumeistarinn Sun Yang hefur verið dæmdur í átta ára keppnisbann eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti að áfrýjun Alþjóðalyfjaeftirlitsins hafi átt rétt á sér. Alþjóðasundsambandið hafði nefnilega hreinsað kínverska sundmanninn af ásökunum um ólöglega lyfjanotkun en Wada áfrýjaði þeirri ákvörðun til CAS, Alþjóðaíþróttadómstólsins. Hinn 28 ára gamli Sun Yang fær því ekki tækifæri til að verja Ólympíumeistaratitilinn sinn á ÓL í Tókýó í sumar. Olympic swimming champion Sun Yang banned for eight years after Cas ruling https://t.co/kVc6gvkPxy— Guardian sport (@guardian_sport) February 28, 2020 Sun Yang var sakaður um að mölva lyfjaflösku með blóðsýni sínu eftir rifrildi við menn sem lyfjaprófuðu hann í september 2018. Sun Yang, móðir hans og fylgdarlið áttu einnig að hafa reynt að koma í veg fyrir lyfjaprófið og ástæðan var að þau töldu að þeir sem voru mættir til að framkvæma lyfjaprófið hafi ekki haft tilskilin réttindi. Sun hafði áður fengið þriggja mánaða dóm fyrir annað brot. Alþjóðasundsambandið taldi hans vegar saklausan af öllu saman og hreinsaði hann af þessum ásökunum við litlar vinsældir í hreyfingunni. Sun Yang mætti síðan á HM í sundi í Suður-Kóreu í júlí í fyrra og vann þá tíunda og ellefta heimsmeistaratitil sinn á ferlinum. Three-time Olympic champion Sun Yang has been banned for eight years for missing a doping test in September 2018 https://t.co/omYeXZOB9G The Chinese swimmer has never been far from controversy… pic.twitter.com/t6iPgE4WjT— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2020 Sun Yang var án efa óvinsælasti sundmaður mótsins þrátt fyrir gullverðlaunin. Ástralinn Mack Horton og Bretinn Duncan Scott neituðu meðal annars að deila með honum verðlaunapallinum. Nú er ferill Sun Yang hins vegar svo gott sem á enda eftir þennan harða dóm. Hann verður orðinn 36 ára gamall þegar hann má keppa á nýjan leik. Kína Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Kínverski heims- og Ólympíumeistarinn Sun Yang hefur verið dæmdur í átta ára keppnisbann eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti að áfrýjun Alþjóðalyfjaeftirlitsins hafi átt rétt á sér. Alþjóðasundsambandið hafði nefnilega hreinsað kínverska sundmanninn af ásökunum um ólöglega lyfjanotkun en Wada áfrýjaði þeirri ákvörðun til CAS, Alþjóðaíþróttadómstólsins. Hinn 28 ára gamli Sun Yang fær því ekki tækifæri til að verja Ólympíumeistaratitilinn sinn á ÓL í Tókýó í sumar. Olympic swimming champion Sun Yang banned for eight years after Cas ruling https://t.co/kVc6gvkPxy— Guardian sport (@guardian_sport) February 28, 2020 Sun Yang var sakaður um að mölva lyfjaflösku með blóðsýni sínu eftir rifrildi við menn sem lyfjaprófuðu hann í september 2018. Sun Yang, móðir hans og fylgdarlið áttu einnig að hafa reynt að koma í veg fyrir lyfjaprófið og ástæðan var að þau töldu að þeir sem voru mættir til að framkvæma lyfjaprófið hafi ekki haft tilskilin réttindi. Sun hafði áður fengið þriggja mánaða dóm fyrir annað brot. Alþjóðasundsambandið taldi hans vegar saklausan af öllu saman og hreinsaði hann af þessum ásökunum við litlar vinsældir í hreyfingunni. Sun Yang mætti síðan á HM í sundi í Suður-Kóreu í júlí í fyrra og vann þá tíunda og ellefta heimsmeistaratitil sinn á ferlinum. Three-time Olympic champion Sun Yang has been banned for eight years for missing a doping test in September 2018 https://t.co/omYeXZOB9G The Chinese swimmer has never been far from controversy… pic.twitter.com/t6iPgE4WjT— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2020 Sun Yang var án efa óvinsælasti sundmaður mótsins þrátt fyrir gullverðlaunin. Ástralinn Mack Horton og Bretinn Duncan Scott neituðu meðal annars að deila með honum verðlaunapallinum. Nú er ferill Sun Yang hins vegar svo gott sem á enda eftir þennan harða dóm. Hann verður orðinn 36 ára gamall þegar hann má keppa á nýjan leik.
Kína Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira