Spurði hvort engar hæfar konur væru á ritstjórninni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2020 11:00 Frá skrifstofum Fréttablaðsins við Lækjargötu. Vísir/Sigurjón Þau tíðindi urðu á Fréttablaðinu á þriðjudag að síðustu konunni í ritstjórastól var sagt upp störfum. Ekki er langt síðan konur voru í meirihluta þegar kom að ritstjórum og fréttastjórum hjá mest lesna dagblaði landsins. Nú er öldin önnur. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, sem stýrt hefur vef blaðsins undanfarin tvö ár, var einnig sagt upp. Eftir breytingarnar er Jón Þórisson aðalritstjóri Fréttablaðsins. Fréttastjórar eru nú tveir, þeir Garðar Örn Úlfarsson og Ari Brynjólfsson. Kristjón Kormákur Guðjónsson, sem var ritstjóri Hringbrautar.is, er nú einn ritstjóri beggja vefmiðla. Þá er Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins eins og verið hefur undanfarin ár. Staðan úr 3-2 í 0-5 Fyrir tveimur árum voru konur í meirihluta þegar kom að ritstjórastöðum á Fréttablaðinu. Þá var Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri, Ólöf Skaftadóttir aðstoðarritstjóri ásamt Kjartan Hreini Njálssyni. Sunna Karen stýrði vef Fréttablaðsins og Hörður Ægisson Markaðnum. Í september 2018 steig Kristín til hliðar úr stóli ritstjóra og varð útgefandi á ný. Ólöf og Kjartan skiptu með sér ritstjórastöðununum á Fréttablaðinu. Einni konu færra en hlutföll kynjanna jöfn. Í júní 2019 var Davíð Stefánsson svo ráðinn sem ritstjóri í stað Kjartans Hreins. Jón Þórisson er aðalritstjóri Fréttablaðsins eftir breytingarnar.Vísir/SigurjónÓ Í október 2019 var tilkynnt um sameiningu Fréttablaðsins og Hringbrautar. Grænt ljós fékkst á samrunanum en ella stefndi í gjaldþrot síðarnefnda miðilsins. Jón Þórisson var ráðinn ritstjóri og Ólöf Skaftadóttir steig úr stól ritstjóra. Þá var Sunna Karen síðasta konan í brúnni sem ritstjóri vefs Fréttablaðsins, allt þar til í vikunni. Kolbrún lét í sér heyra Samkvæmt heimildum Vísis varð nokkurt uppnám meðal sumra starfsmanna Fréttablaðsins þegar breytingarnar voru tilkynntar á fimmta tímanum á þriðjudaginn. Kolbrún Bergþórsdóttir, sem skrifað hefur leiðara og í menningarhluta Fréttablaðsins undanfarin ár, lét meðal annars í sér heyra. Spurði Kolbrún yfir hópinn hvort það væru engar hæfar konur á gólfinu, eða hvað? Vísaði hún til þess að ritstjórar og fréttastjórar væru eftir breytingarnar allir karlmenn. Fimm talsins. Jóhanna Helga bendir á að fjármálastjóri Torgs sé einnig kona.Vísir/Vilhelm Rétt er að taka fram að konur eru þó ekki algjörlega frá ábyrgðarstöðum á blaðinu. Þannig sér Björk Eiðsdóttir um helgarblaðið og Kolbrún um menninguna. Anton Brink er yfir ljósmyndadeildinni og Sæmundur Freyr Árnason er framleiðslustjóri. Þá á aðeins eftir að nefna stjórnarformann Torgs, Helga Magnússon, og Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs, svo allir í haus Fréttablaðsins séu nefndir. Eitthvað sem æxlast svona Jóhanna Helga, forstjóri Torgs, segir að um réttmæta ábendingu sé að ræða. Hún hafi verið að fara yfir þetta og komist að því að á ritstjórninni séu í dag átján konur og nítján karlar. „Þannig að kynjahlutföll almennt eru nokkuð nöfn en vissulega hallar á konur þarna í stjórnarlaginu. Það er náttúrulega bara eitthvað sem æxlast á þennan veg. Auðvitað viljum við vera með sem jafnastan hlut kynjanna.“ Hún hefur engar áhyggjur af því að pungalykt verði af efnistökum miðlanna. Torg geri marga hluti varðandi jafnrétti kynjanna svo sem útgáfu árlegs blaðs með Félagi kvenna í atvinnulífinu auk þess sem Hringbraut haldi kynjabókhald yfir viðmælendur. Fjölmiðlar Jafnréttismál Tengdar fréttir Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Sunna Karen er nýjasti ritstjóri Íslands Fréttablaðið punktur is fór formlega í loftið í dag. 15. febrúar 2018 14:37 Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Þau tíðindi urðu á Fréttablaðinu á þriðjudag að síðustu konunni í ritstjórastól var sagt upp störfum. Ekki er langt síðan konur voru í meirihluta þegar kom að ritstjórum og fréttastjórum hjá mest lesna dagblaði landsins. Nú er öldin önnur. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, sem stýrt hefur vef blaðsins undanfarin tvö ár, var einnig sagt upp. Eftir breytingarnar er Jón Þórisson aðalritstjóri Fréttablaðsins. Fréttastjórar eru nú tveir, þeir Garðar Örn Úlfarsson og Ari Brynjólfsson. Kristjón Kormákur Guðjónsson, sem var ritstjóri Hringbrautar.is, er nú einn ritstjóri beggja vefmiðla. Þá er Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins eins og verið hefur undanfarin ár. Staðan úr 3-2 í 0-5 Fyrir tveimur árum voru konur í meirihluta þegar kom að ritstjórastöðum á Fréttablaðinu. Þá var Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri, Ólöf Skaftadóttir aðstoðarritstjóri ásamt Kjartan Hreini Njálssyni. Sunna Karen stýrði vef Fréttablaðsins og Hörður Ægisson Markaðnum. Í september 2018 steig Kristín til hliðar úr stóli ritstjóra og varð útgefandi á ný. Ólöf og Kjartan skiptu með sér ritstjórastöðununum á Fréttablaðinu. Einni konu færra en hlutföll kynjanna jöfn. Í júní 2019 var Davíð Stefánsson svo ráðinn sem ritstjóri í stað Kjartans Hreins. Jón Þórisson er aðalritstjóri Fréttablaðsins eftir breytingarnar.Vísir/SigurjónÓ Í október 2019 var tilkynnt um sameiningu Fréttablaðsins og Hringbrautar. Grænt ljós fékkst á samrunanum en ella stefndi í gjaldþrot síðarnefnda miðilsins. Jón Þórisson var ráðinn ritstjóri og Ólöf Skaftadóttir steig úr stól ritstjóra. Þá var Sunna Karen síðasta konan í brúnni sem ritstjóri vefs Fréttablaðsins, allt þar til í vikunni. Kolbrún lét í sér heyra Samkvæmt heimildum Vísis varð nokkurt uppnám meðal sumra starfsmanna Fréttablaðsins þegar breytingarnar voru tilkynntar á fimmta tímanum á þriðjudaginn. Kolbrún Bergþórsdóttir, sem skrifað hefur leiðara og í menningarhluta Fréttablaðsins undanfarin ár, lét meðal annars í sér heyra. Spurði Kolbrún yfir hópinn hvort það væru engar hæfar konur á gólfinu, eða hvað? Vísaði hún til þess að ritstjórar og fréttastjórar væru eftir breytingarnar allir karlmenn. Fimm talsins. Jóhanna Helga bendir á að fjármálastjóri Torgs sé einnig kona.Vísir/Vilhelm Rétt er að taka fram að konur eru þó ekki algjörlega frá ábyrgðarstöðum á blaðinu. Þannig sér Björk Eiðsdóttir um helgarblaðið og Kolbrún um menninguna. Anton Brink er yfir ljósmyndadeildinni og Sæmundur Freyr Árnason er framleiðslustjóri. Þá á aðeins eftir að nefna stjórnarformann Torgs, Helga Magnússon, og Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs, svo allir í haus Fréttablaðsins séu nefndir. Eitthvað sem æxlast svona Jóhanna Helga, forstjóri Torgs, segir að um réttmæta ábendingu sé að ræða. Hún hafi verið að fara yfir þetta og komist að því að á ritstjórninni séu í dag átján konur og nítján karlar. „Þannig að kynjahlutföll almennt eru nokkuð nöfn en vissulega hallar á konur þarna í stjórnarlaginu. Það er náttúrulega bara eitthvað sem æxlast á þennan veg. Auðvitað viljum við vera með sem jafnastan hlut kynjanna.“ Hún hefur engar áhyggjur af því að pungalykt verði af efnistökum miðlanna. Torg geri marga hluti varðandi jafnrétti kynjanna svo sem útgáfu árlegs blaðs með Félagi kvenna í atvinnulífinu auk þess sem Hringbraut haldi kynjabókhald yfir viðmælendur.
Fjölmiðlar Jafnréttismál Tengdar fréttir Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Sunna Karen er nýjasti ritstjóri Íslands Fréttablaðið punktur is fór formlega í loftið í dag. 15. febrúar 2018 14:37 Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30
Sunna Karen er nýjasti ritstjóri Íslands Fréttablaðið punktur is fór formlega í loftið í dag. 15. febrúar 2018 14:37
Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45
Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00