Sara eftir Wodapalooza: Veit nákvæmlega hvað ég þarf að gera núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 10:00 Sara Sigmundsdóttir mætir til leiks í eina greinina á Wodapalooza CrossFit í Miami. Mynd/Instagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir þurfti að sætta sig við annað sætið á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey á Wodapalooza CrossFit mótinu um helgina en það virðist hafa aðeins verið bensín á tankinn að tapa fyrir Ástralanum öfluga. Mótið var sett upp sem einvígi á milli þeirra og þessar frábæru CrossFit konur stóðu svo sannarlega undir nafni. Tia-Clair Toomey, sem hefur verið í sérflokki síðustu árin, hefur sjaldan þurft að hafa eins mikið fyrir sigrinum og einmitt á þessu móti um helgina. Sara Sigmundsdóttir varð kannski 38 stigum á eftir Tiu-Clair Toomey en hún náði einu sem Tia náði ekki. Sara var sú eina sem var inni á topp tíu í öllum greinunum. Slakasti árangur Söru var tíunda sætið en munurinn á henni og Tiu var að Ástralinn vann fjórar greinar en Sara endaði aftur á móti í öðru sæti í þremur greinum. Flagler was home to some of the most exciting moments all WZA weekend. Anyone else wishing we had one more night under the WZA lights?! pic.twitter.com/hvZaXxRvS8— Wodapalooza (@wodapalooza) February 24, 2020 Sara var meðal fimm efstu í sjö af níu greinum mótsins og sýndi þar magnaðan stöðuleika. Hún endaði síðan einu sinni í sjötta sæti og einu sinni í tíunda sæti. Lakasti árangur Tiu var ellefta sæti. Þetta var í sjöunda skiptið sem Sara kemst á pall á Sanctional móti en hún hefur unnið þrjú þeirra. Tiu-Clair Toomey sló met þeirra tveggja með því að vera fyrsta konan til að vinna fjögur Sanctional mót á ferlinum. Sara þakkaði fyrir sig í stuttum pistli á Instagram síðu sinni en fram undan hjá henni er að skipta sólinn á Flórida út fyrir snjó og taka aftur upp harðar æfingar á Íslandi. „Takk fyrir Miami fyrir alla orkuna og góðu straumana. Í sannleika sagt er ekkert mót eins og Wodapalooza. Þetta mót er eitt í úrvalsflokki og það er magnað og mikill heiður að keppa fyrir framan þennan áhorfendahóp sem stækkar með hverju ári. Takk fyrir að gera þetta svona sérstakt,“ skrifaði Sara. „Nú er bara að fara aftur heim og byrja að vinna í mínum málum. Ég veit nákvæmlega hvað ég þarf að einbeita mér að og ég gæti ekki verið meira tilbúin í restina af tímabilinu. Það engin hvíld fram undan,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Thank you Miami for the energy and vibes. There is honestly no event like @wodapalooza. It’s in a league of its own and competing in front of this amazing crowd that grows bigger and bigger with every passing year is an honour. Thank you all for making it so special Now I go back home and straight to work. I know exactly what I want to focus on and I could not possibly be more fired up for the rest of the season. No rest for the wicked @niketraining #niketraining #justdoit @FitAID #teamFitAID #FitAID @unbrokenrtr #teamunbroken #gounbroken #realtimerecovery @trifectasystem @roguefitness #Ryourogue #roguefitness @compexusa #compexusa #musclestim #crossfit @fatgripz #fatgripz @bluecarrental @m2performancenutrition @lysi.life @lysi_us @foodspring_athletics @baklandmgmt #simmagym A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 24, 2020 at 1:43pm PST CrossFit Tengdar fréttir Sara hefur aldrei unnið Toomey en tekst það hjá henni núna? Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey mætast á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í dag en báðar hafa þær unnið þrjú Sanctional mót á ferlinum. Engin kona hefur náð að vinna fjögur slík mót. 20. febrúar 2020 13:15 Fengu að fylgjast með Söru æfa fyrir Wodapalooza: Skipti á stormi og sól Sara Sigmundsdóttir hefur undirbúið sig vel fyrir Wodapalooza og hún mætti líka tilbúin til leiks í Miami. Keppni heldur áfram í dag en það er hægt að sjá myndband með lokaundirbúningi Söru fyrir mótið. 21. febrúar 2020 09:00 Sara og Tia efstar og jafnar eftir fyrsta daginn á Wodapalooza Einvígi Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey byrjar frábærlega því þær eru efstar og jafnar að stigum eftir fyrsta daginn. Sara var fljót að svara frábærri fyrstu æfingu Ástralans. 21. febrúar 2020 08:00 Meira en sex milljónir í boði fyrir Söru og hinar stelpurnar á Wodapalooza Það verður glæsilegt verðlaunafé á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í Miami á morgun. 19. febrúar 2020 11:00 Sara nálgast heimsmeistarann en það var ekki ekki nóg á Wodapalooza í þetta skiptið Sara Sigmundsdóttir endaði í öðru sæti á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami sem lauk í nótt. Enginn náði að stoppa heimsmeistarann Tiu-Clair Toomey. 24. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir þurfti að sætta sig við annað sætið á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey á Wodapalooza CrossFit mótinu um helgina en það virðist hafa aðeins verið bensín á tankinn að tapa fyrir Ástralanum öfluga. Mótið var sett upp sem einvígi á milli þeirra og þessar frábæru CrossFit konur stóðu svo sannarlega undir nafni. Tia-Clair Toomey, sem hefur verið í sérflokki síðustu árin, hefur sjaldan þurft að hafa eins mikið fyrir sigrinum og einmitt á þessu móti um helgina. Sara Sigmundsdóttir varð kannski 38 stigum á eftir Tiu-Clair Toomey en hún náði einu sem Tia náði ekki. Sara var sú eina sem var inni á topp tíu í öllum greinunum. Slakasti árangur Söru var tíunda sætið en munurinn á henni og Tiu var að Ástralinn vann fjórar greinar en Sara endaði aftur á móti í öðru sæti í þremur greinum. Flagler was home to some of the most exciting moments all WZA weekend. Anyone else wishing we had one more night under the WZA lights?! pic.twitter.com/hvZaXxRvS8— Wodapalooza (@wodapalooza) February 24, 2020 Sara var meðal fimm efstu í sjö af níu greinum mótsins og sýndi þar magnaðan stöðuleika. Hún endaði síðan einu sinni í sjötta sæti og einu sinni í tíunda sæti. Lakasti árangur Tiu var ellefta sæti. Þetta var í sjöunda skiptið sem Sara kemst á pall á Sanctional móti en hún hefur unnið þrjú þeirra. Tiu-Clair Toomey sló met þeirra tveggja með því að vera fyrsta konan til að vinna fjögur Sanctional mót á ferlinum. Sara þakkaði fyrir sig í stuttum pistli á Instagram síðu sinni en fram undan hjá henni er að skipta sólinn á Flórida út fyrir snjó og taka aftur upp harðar æfingar á Íslandi. „Takk fyrir Miami fyrir alla orkuna og góðu straumana. Í sannleika sagt er ekkert mót eins og Wodapalooza. Þetta mót er eitt í úrvalsflokki og það er magnað og mikill heiður að keppa fyrir framan þennan áhorfendahóp sem stækkar með hverju ári. Takk fyrir að gera þetta svona sérstakt,“ skrifaði Sara. „Nú er bara að fara aftur heim og byrja að vinna í mínum málum. Ég veit nákvæmlega hvað ég þarf að einbeita mér að og ég gæti ekki verið meira tilbúin í restina af tímabilinu. Það engin hvíld fram undan,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Thank you Miami for the energy and vibes. There is honestly no event like @wodapalooza. It’s in a league of its own and competing in front of this amazing crowd that grows bigger and bigger with every passing year is an honour. Thank you all for making it so special Now I go back home and straight to work. I know exactly what I want to focus on and I could not possibly be more fired up for the rest of the season. No rest for the wicked @niketraining #niketraining #justdoit @FitAID #teamFitAID #FitAID @unbrokenrtr #teamunbroken #gounbroken #realtimerecovery @trifectasystem @roguefitness #Ryourogue #roguefitness @compexusa #compexusa #musclestim #crossfit @fatgripz #fatgripz @bluecarrental @m2performancenutrition @lysi.life @lysi_us @foodspring_athletics @baklandmgmt #simmagym A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 24, 2020 at 1:43pm PST
CrossFit Tengdar fréttir Sara hefur aldrei unnið Toomey en tekst það hjá henni núna? Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey mætast á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í dag en báðar hafa þær unnið þrjú Sanctional mót á ferlinum. Engin kona hefur náð að vinna fjögur slík mót. 20. febrúar 2020 13:15 Fengu að fylgjast með Söru æfa fyrir Wodapalooza: Skipti á stormi og sól Sara Sigmundsdóttir hefur undirbúið sig vel fyrir Wodapalooza og hún mætti líka tilbúin til leiks í Miami. Keppni heldur áfram í dag en það er hægt að sjá myndband með lokaundirbúningi Söru fyrir mótið. 21. febrúar 2020 09:00 Sara og Tia efstar og jafnar eftir fyrsta daginn á Wodapalooza Einvígi Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey byrjar frábærlega því þær eru efstar og jafnar að stigum eftir fyrsta daginn. Sara var fljót að svara frábærri fyrstu æfingu Ástralans. 21. febrúar 2020 08:00 Meira en sex milljónir í boði fyrir Söru og hinar stelpurnar á Wodapalooza Það verður glæsilegt verðlaunafé á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í Miami á morgun. 19. febrúar 2020 11:00 Sara nálgast heimsmeistarann en það var ekki ekki nóg á Wodapalooza í þetta skiptið Sara Sigmundsdóttir endaði í öðru sæti á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami sem lauk í nótt. Enginn náði að stoppa heimsmeistarann Tiu-Clair Toomey. 24. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Sara hefur aldrei unnið Toomey en tekst það hjá henni núna? Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey mætast á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í dag en báðar hafa þær unnið þrjú Sanctional mót á ferlinum. Engin kona hefur náð að vinna fjögur slík mót. 20. febrúar 2020 13:15
Fengu að fylgjast með Söru æfa fyrir Wodapalooza: Skipti á stormi og sól Sara Sigmundsdóttir hefur undirbúið sig vel fyrir Wodapalooza og hún mætti líka tilbúin til leiks í Miami. Keppni heldur áfram í dag en það er hægt að sjá myndband með lokaundirbúningi Söru fyrir mótið. 21. febrúar 2020 09:00
Sara og Tia efstar og jafnar eftir fyrsta daginn á Wodapalooza Einvígi Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey byrjar frábærlega því þær eru efstar og jafnar að stigum eftir fyrsta daginn. Sara var fljót að svara frábærri fyrstu æfingu Ástralans. 21. febrúar 2020 08:00
Meira en sex milljónir í boði fyrir Söru og hinar stelpurnar á Wodapalooza Það verður glæsilegt verðlaunafé á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í Miami á morgun. 19. febrúar 2020 11:00
Sara nálgast heimsmeistarann en það var ekki ekki nóg á Wodapalooza í þetta skiptið Sara Sigmundsdóttir endaði í öðru sæti á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami sem lauk í nótt. Enginn náði að stoppa heimsmeistarann Tiu-Clair Toomey. 24. febrúar 2020 08:15
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti