Braut á þrettán ára stúlku í tjaldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2020 10:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Rakel Ósk Héraðsdómur Reykjavíkur hefur frestað ákvörðun refsingar gagnvart karlmanni sem sakfelldur var fyrir brot gegn þrettán ára stúlki í tjaldi. Maðurinn var á sautjánda aldursári þegar brotið var framið. Refsingin fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins. Umrætt brot var framið í ágúst árið 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið á síðasta ári, sex árum eftir að það var framið. Var manninum gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrotum sem hún hafði mátt þola, þar af því sem er til umfjöllunar hér. Deilt um hvort að hann hafi vitað aldur stúlkunnar Málavextir voru þannig að hinn sakfelldi var með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið brotaþolann. Sátu drengirnir við drykkju og æxluðust mál þannig að hann og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Greindi þeim á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi svo stungið einum fingri í leggöng hennar. Þegar sími hennar hringdi hafi hún hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vildi hins vegar meina að það sem hefði gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann hafði talið að hún væri ári yngri en hann. Fyrir dómi var framburður vitna í málinu metin svo að maðurinn hafi vitað hvað stúlkan var gömul, áður en að þau fóru saman inn í tjaldið. Því væri framburður hans um annað ekki metinn trúverðugur. Var það álit dómsins að manninum hafi hlotið að vera ljóst að stúlkan væri á fjórtánda aldursári, eða í það minnsta látið sér það í léttu rúmi liggja og var hann því sakfelldur fyrir að brotið gegn stúlkunni. Var hann þó sýknaður af því að hafa gefið henni áfengi. Margt metið til refsilækkunar Við ákvörðun refsingar leit héraðsdómur til þess að svipað þroskastig hafi verið með þeim þegar brotið var framið en drengurinn var sem fyrr segir á sautjánda aldursári. Var það, ásamt ungum aldri hans þegar brotið var framið, metið honum til refsilækkunar. Auk þess var litið til þess að langur tími leið frá því að brotið var framið þangað til að ákæra var gefin út, eða sex ár. Ákvað Héraðsdómur því að fresta ákvörðun refsingar haldi maðurinn almennt skilorð næstu tvö árin. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 400.000 krónur í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur frestað ákvörðun refsingar gagnvart karlmanni sem sakfelldur var fyrir brot gegn þrettán ára stúlki í tjaldi. Maðurinn var á sautjánda aldursári þegar brotið var framið. Refsingin fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins. Umrætt brot var framið í ágúst árið 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið á síðasta ári, sex árum eftir að það var framið. Var manninum gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrotum sem hún hafði mátt þola, þar af því sem er til umfjöllunar hér. Deilt um hvort að hann hafi vitað aldur stúlkunnar Málavextir voru þannig að hinn sakfelldi var með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið brotaþolann. Sátu drengirnir við drykkju og æxluðust mál þannig að hann og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Greindi þeim á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi svo stungið einum fingri í leggöng hennar. Þegar sími hennar hringdi hafi hún hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vildi hins vegar meina að það sem hefði gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann hafði talið að hún væri ári yngri en hann. Fyrir dómi var framburður vitna í málinu metin svo að maðurinn hafi vitað hvað stúlkan var gömul, áður en að þau fóru saman inn í tjaldið. Því væri framburður hans um annað ekki metinn trúverðugur. Var það álit dómsins að manninum hafi hlotið að vera ljóst að stúlkan væri á fjórtánda aldursári, eða í það minnsta látið sér það í léttu rúmi liggja og var hann því sakfelldur fyrir að brotið gegn stúlkunni. Var hann þó sýknaður af því að hafa gefið henni áfengi. Margt metið til refsilækkunar Við ákvörðun refsingar leit héraðsdómur til þess að svipað þroskastig hafi verið með þeim þegar brotið var framið en drengurinn var sem fyrr segir á sautjánda aldursári. Var það, ásamt ungum aldri hans þegar brotið var framið, metið honum til refsilækkunar. Auk þess var litið til þess að langur tími leið frá því að brotið var framið þangað til að ákæra var gefin út, eða sex ár. Ákvað Héraðsdómur því að fresta ákvörðun refsingar haldi maðurinn almennt skilorð næstu tvö árin. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 400.000 krónur í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira