Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. febrúar 2020 19:30 Fimmtán manns hafa greinst með veiruna í héraðinu Lombardy og tveir í Veneto. AP Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu og segir forsætisráðherra landsins ástandið grafalvarlegt. Alls hafa ríflega tvö þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar. Kórónaveiran Covid-19 heldur áfram að breiða úr sér. Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll 2.372 samkvæmt nýjustu tölum. Flest eru þau í Kína. Staðfestum smitum í Suður-Kóreu fjölgaði um hundrað í gær. Í dag hefur tvöföldun átt sér stað og samkvæmt fréttaveitunni CNN eru staðfest smit nú orðin 433 í landinu. Forsætisráðherra Suður-Kóreu segir stöðuna grafalvarlega og bætir við að yfirvöld séu að gera sitt besta til að stöðva útbreiðslu veirunnar. Brýnir hann fyrir íbúum að forðast fjöldasamkomur og leita annara leiða til að eiga samskipti, t.d. í gegnum veraldarvefinn. Kona lést af völdum kórónaveirunnar Cocid-19 á Ítalíu í morgun og hafa nú tveir látið lífið þar í landi, en innan við sólarhringur leið á milli dauðsfallanna tveggja. Ítölsk yfirvöld óttast útbreiðslu veirunnar en Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með veiruna í norðurhluta landsins. Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Wuhan undanfarið og óskaði eftir því fyrir skemmstu að komast aftur til Íslands kom til landsins síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur fjölskyldan gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima við næstu daga í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Samkvæmt þeim ber fjölskyldunni að vera í fjórtán daga sóttkví á heimili sínu. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57 Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu og segir forsætisráðherra landsins ástandið grafalvarlegt. Alls hafa ríflega tvö þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar. Kórónaveiran Covid-19 heldur áfram að breiða úr sér. Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll 2.372 samkvæmt nýjustu tölum. Flest eru þau í Kína. Staðfestum smitum í Suður-Kóreu fjölgaði um hundrað í gær. Í dag hefur tvöföldun átt sér stað og samkvæmt fréttaveitunni CNN eru staðfest smit nú orðin 433 í landinu. Forsætisráðherra Suður-Kóreu segir stöðuna grafalvarlega og bætir við að yfirvöld séu að gera sitt besta til að stöðva útbreiðslu veirunnar. Brýnir hann fyrir íbúum að forðast fjöldasamkomur og leita annara leiða til að eiga samskipti, t.d. í gegnum veraldarvefinn. Kona lést af völdum kórónaveirunnar Cocid-19 á Ítalíu í morgun og hafa nú tveir látið lífið þar í landi, en innan við sólarhringur leið á milli dauðsfallanna tveggja. Ítölsk yfirvöld óttast útbreiðslu veirunnar en Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með veiruna í norðurhluta landsins. Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Wuhan undanfarið og óskaði eftir því fyrir skemmstu að komast aftur til Íslands kom til landsins síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur fjölskyldan gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima við næstu daga í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Samkvæmt þeim ber fjölskyldunni að vera í fjórtán daga sóttkví á heimili sínu.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57 Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57
Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15