Fimm fjölskyldur bíða þess að verða endursendar til Grikklands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. febrúar 2020 14:00 Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Fimm fjölskyldur hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða Krossinum segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands vegna afar slæmra aðstæðna þar í landi.Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um fjögur börn og unga foreldra þeirra en til stendur að senda fjölskylduna til Grikklands. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017 en í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Rauði krossinn fordæmir alfarið endursendingar á fólki til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir aðstæður flóttafólks og hælisleitenda í Grikklandi afar slæmar. „Þeir sem eru með viðurkennda vernd í Grikklandi hafa rétt á að dvelja í landinu en réttindi þeirra eru mjög takmöruð. Þau eru tryggð í lögum er í raun er fólki gert mjög erfitt að nýta sér þau réttindi sem þeim eru tryggð,“ sagði Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossi Íslands. Hvað hugsar þú að verði um þessa fjölskyldu ef hún verður send til Grikklands? „Það er erfitt að ímynda sér það en það er því miður ekkert bjart fram undan hjá þessari fjölskyldu,“ sagði Guðríður. Er þetta eina fjölskyldan sem á von á að vera endursend til Grikklands? „Nei það eru því miður fjórar aðrar fjölskyldur sem eru búnar að fá loka synjun frá kærunefnd og bíða eftir að verða sendar til Grikklands,“ sagði Guðríður. Hún segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að endursenda fólk til Grikklands. „Það sem er auðvitað hægt að gera og hefur verið gert áður og þarf að gera er að taka ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands. Við höfum hætt að senda fólk til Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, þannig það er eitthvað sem hægt er að gera,“ sagði Guðríður. Hælisleitendur Tengdar fréttir Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Fimm fjölskyldur hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða Krossinum segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands vegna afar slæmra aðstæðna þar í landi.Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um fjögur börn og unga foreldra þeirra en til stendur að senda fjölskylduna til Grikklands. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017 en í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Rauði krossinn fordæmir alfarið endursendingar á fólki til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir aðstæður flóttafólks og hælisleitenda í Grikklandi afar slæmar. „Þeir sem eru með viðurkennda vernd í Grikklandi hafa rétt á að dvelja í landinu en réttindi þeirra eru mjög takmöruð. Þau eru tryggð í lögum er í raun er fólki gert mjög erfitt að nýta sér þau réttindi sem þeim eru tryggð,“ sagði Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossi Íslands. Hvað hugsar þú að verði um þessa fjölskyldu ef hún verður send til Grikklands? „Það er erfitt að ímynda sér það en það er því miður ekkert bjart fram undan hjá þessari fjölskyldu,“ sagði Guðríður. Er þetta eina fjölskyldan sem á von á að vera endursend til Grikklands? „Nei það eru því miður fjórar aðrar fjölskyldur sem eru búnar að fá loka synjun frá kærunefnd og bíða eftir að verða sendar til Grikklands,“ sagði Guðríður. Hún segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að endursenda fólk til Grikklands. „Það sem er auðvitað hægt að gera og hefur verið gert áður og þarf að gera er að taka ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands. Við höfum hætt að senda fólk til Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, þannig það er eitthvað sem hægt er að gera,“ sagði Guðríður.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00