Þór Ak. tryggði sér sæti í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili með stórsigri á Fjölni U, 23-35, í Dalhúsum í gær.
— Þór Handbolti (@AkureyriH) February 21, 2020
Áfram Þór#handbolti#olisdeildinpic.twitter.com/nzKU5VebiC
Þór hefur haft mikla yfirburði í Grill 66 deildinni í vetur og er öruggt með sæti í Olís-deildinni þótt fjórum umferðum sé enn ólokið.
Þórsarar hafa unnið tólf af 14 deildarleikjum sínum í vetur og gert tvö jafntefli.
Þór, sem lék þá undir merkjum Akureyrar, féll úr Olís-deildinni á síðasta tímabili.
Á næsta tímabili leikur liðið í fyrsta sinn í efstu deild undir merkjum Þórs frá tímabilinu 2005-06.
Brynjar Þór Grétarsson skoraði tíu mörk fyrir Þór gegn Fjölni U í gær. Ihor Kopyshynskyi var með fimm mörk. Allir leikmenn Þórs nema tveir komust á blað í leiknum í gær.