Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2020 07:57 Fimmtán manns hafa greinst með veiruna í héraðinu Lombardy og tveir í Veneto. AP Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. Reuters greinir frá því að fimmtán manns hafi greinst með veiruna í héraðinu Lombardy og tveir í Veneto. Fimm hinna smituðu starfa innan heilbrigðisgeirans. Í yfirlýsingu frá ítölskum heilbrigðisvöldum sem send var út í gærkvöldi kom fram að fyrsta staðfesta dauðsfallið í landinu sem rekja mætti til veirunnar hafi komið upp í gær. Var um að ræða 78 ára gamlan mann í borginni Padova sem er að finna í Veneto-héraði. Ekki hefur fengist staðfest hvort að allir hinir smituðu tengist á einhvern hátt, en þó er vitað til þess að einhver þeirra þekkjast. Enginn heimsótt Kína Enginn hinna smituðu á Ítalíu hafa heimsótt Kína, en vitað er til þess að sá sem greindist fyrst hafði nýverið hitt manneskju sem nýlega hafði verið í Kína. Sá hefur hins vegar ekki greinst með veiruna, en heilbrigðisstarfsmenn kanna nú hvort að hann hafi verið smitberi engu að síður. Veiran greindist fyrst í Hubei-héraði í Kína og þar eru jafnframt langflestir þeirra sem smitast hafa af veirunni. Áður hafa þrjú tilfelli COVID19-veiru greinst á Ítalíu, en þá var um að ræða kínverska ferðamenn sem heimsóttu Róm og svo ítölsk kona sem hafði verið í borginni Wuhan í Hubei. 2.236 látnir Mörg hundruð manns hafa verið í samskiptum við þá sem nú þegar hafa greinst á Ítalíu og hafa yfirvöld þar í landi ákveðið að loka skólum, veitingastöðum og banna fjöldasamkomur í tíu borgum og bæjum til að draga úr líkum á frekari útbreiðslu, þar með talið í bænum Codogno þar sem fyrsta tilfellið kom upp. Alls hafa 75.400 manns greinst með veiruna í Kína og hafa 2.236 látið þar lífið, langflestir í Hubei-héraði. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. Reuters greinir frá því að fimmtán manns hafi greinst með veiruna í héraðinu Lombardy og tveir í Veneto. Fimm hinna smituðu starfa innan heilbrigðisgeirans. Í yfirlýsingu frá ítölskum heilbrigðisvöldum sem send var út í gærkvöldi kom fram að fyrsta staðfesta dauðsfallið í landinu sem rekja mætti til veirunnar hafi komið upp í gær. Var um að ræða 78 ára gamlan mann í borginni Padova sem er að finna í Veneto-héraði. Ekki hefur fengist staðfest hvort að allir hinir smituðu tengist á einhvern hátt, en þó er vitað til þess að einhver þeirra þekkjast. Enginn heimsótt Kína Enginn hinna smituðu á Ítalíu hafa heimsótt Kína, en vitað er til þess að sá sem greindist fyrst hafði nýverið hitt manneskju sem nýlega hafði verið í Kína. Sá hefur hins vegar ekki greinst með veiruna, en heilbrigðisstarfsmenn kanna nú hvort að hann hafi verið smitberi engu að síður. Veiran greindist fyrst í Hubei-héraði í Kína og þar eru jafnframt langflestir þeirra sem smitast hafa af veirunni. Áður hafa þrjú tilfelli COVID19-veiru greinst á Ítalíu, en þá var um að ræða kínverska ferðamenn sem heimsóttu Róm og svo ítölsk kona sem hafði verið í borginni Wuhan í Hubei. 2.236 látnir Mörg hundruð manns hafa verið í samskiptum við þá sem nú þegar hafa greinst á Ítalíu og hafa yfirvöld þar í landi ákveðið að loka skólum, veitingastöðum og banna fjöldasamkomur í tíu borgum og bæjum til að draga úr líkum á frekari útbreiðslu, þar með talið í bænum Codogno þar sem fyrsta tilfellið kom upp. Alls hafa 75.400 manns greinst með veiruna í Kína og hafa 2.236 látið þar lífið, langflestir í Hubei-héraði.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04
Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52