Dómur þyngdur yfir konu sem stakk tengdason sinn Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 19:39 Árásin átti sér stað á Akranesi í nóvember árið 2018. Vísir/Egill Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir konu á áttræðisaldri sem stakk tengdason sinn með hnífi á Akranesi í nóvember árið 2018 í fimm ár í dag. Konan var sakfelld fyrir tilraun til manndráps en læknar töldu að litlu hefði munað að afleiðingar árásarinnar yrðu enn verri. Atburðirnir áttu sér stað þegar konan passaði börn dóttur sinnar á heimili hennar og tengdasonar konunnar á Akranesi 10. nóvember árið 2018. Konan er sögð hafa verið ölvuð, farið inn í svefnherbergi mannsins þar sem hann svaf og stungið hann með tæplega tuttugu sentímetra löngum hnífi. Maðurinn hlaut djúpan áverka rétt utan við rifbein. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi konuna í fjögurra ára fangelsi og til að greiða manninum rúmar 800.000 krónur í maí í fyrra. Saksóknarar kröfðust þess að refsing konunnar yrði þyngd við áfrýjun til Landsréttar. Refsing fyrir brot konunnar sé að lágmarki fimm ár og ekki hefði verið sýnt fram á atvik sem gætu réttlætt að farið væri niður fyrir þá lágmarksrefsingu. Sjá einnig: Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Konan lýsti sig saklausa og hélt því fram að ósannað væri að hún hefði gert það sem hún var sökuð um. Dómarar við Landsrétt féllust á sjónarmið saksóknara og þyngdu refsingu konunnar, sem var á 71. aldursári þegar hún framdi brotið, í fimm ár. Frá refsingunni dregst sá tími sem hún sat í gæsluvarðhaldi. Auk skaðabótanna þarf konan að greiða tæpa fimm og hálfa miljóna króna í sakarkostnað í héraði og eina og hálfa milljón í áfrýjunarkostnað málsins. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Amman á Akranesi fékk fjögurra ára dóm fyrir árás á tengdasoninn Rúmlega sjötug kona búsett á Akranesi var í maí dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi að næturlagi í nóvember 2018. 4. október 2019 13:21 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir konu á áttræðisaldri sem stakk tengdason sinn með hnífi á Akranesi í nóvember árið 2018 í fimm ár í dag. Konan var sakfelld fyrir tilraun til manndráps en læknar töldu að litlu hefði munað að afleiðingar árásarinnar yrðu enn verri. Atburðirnir áttu sér stað þegar konan passaði börn dóttur sinnar á heimili hennar og tengdasonar konunnar á Akranesi 10. nóvember árið 2018. Konan er sögð hafa verið ölvuð, farið inn í svefnherbergi mannsins þar sem hann svaf og stungið hann með tæplega tuttugu sentímetra löngum hnífi. Maðurinn hlaut djúpan áverka rétt utan við rifbein. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi konuna í fjögurra ára fangelsi og til að greiða manninum rúmar 800.000 krónur í maí í fyrra. Saksóknarar kröfðust þess að refsing konunnar yrði þyngd við áfrýjun til Landsréttar. Refsing fyrir brot konunnar sé að lágmarki fimm ár og ekki hefði verið sýnt fram á atvik sem gætu réttlætt að farið væri niður fyrir þá lágmarksrefsingu. Sjá einnig: Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Konan lýsti sig saklausa og hélt því fram að ósannað væri að hún hefði gert það sem hún var sökuð um. Dómarar við Landsrétt féllust á sjónarmið saksóknara og þyngdu refsingu konunnar, sem var á 71. aldursári þegar hún framdi brotið, í fimm ár. Frá refsingunni dregst sá tími sem hún sat í gæsluvarðhaldi. Auk skaðabótanna þarf konan að greiða tæpa fimm og hálfa miljóna króna í sakarkostnað í héraði og eina og hálfa milljón í áfrýjunarkostnað málsins.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Amman á Akranesi fékk fjögurra ára dóm fyrir árás á tengdasoninn Rúmlega sjötug kona búsett á Akranesi var í maí dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi að næturlagi í nóvember 2018. 4. október 2019 13:21 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Amman á Akranesi fékk fjögurra ára dóm fyrir árás á tengdasoninn Rúmlega sjötug kona búsett á Akranesi var í maí dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi að næturlagi í nóvember 2018. 4. október 2019 13:21