Hörð barátta um Íslandsmeistaratitlana á Meistaramóti Íslands um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 17:15 Hafdís Sigurðardóttir gæti unnið nokkra Íslandsmeistaratitla um helgina. Getty/Ian MacNicol Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram um helgina en það fer að þessu sinni fram í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fremsta frjálsíþróttafólk landsins mun keppa um 24 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinum. Síðasta grein mótsins verður svo 4 × 200 metra boðhlaup þar sem spennan er yfirleitt mjög mikil. Alls eru 150 keppendur skráðir til keppni frá tólf félögum. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tekið saman skemmtilega upphitun fyrir mótið um helgina og má sjá hana hér fyrir neðan.Spennandi 60 metra hlaup Í 60 metra hlaupi kvenna vantar Íslandsmethafana tvo, Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Tiönu Ósk Whitworth. Þrátt fyrir það má búast við sterku og spennandi hlaupi þar sem nokkrar stelpur eiga vel undir átta sekúndum. Bestan tíma keppenda á Hafdís Sigurðardóttir, UFA, 7,55 sekúndur. Hún á hefur einnig hlaupið hraðast í ár, eða á 7,78 sekúndum. Hún mun hins vegar frá harða samkeppni og til þess að eiga möguleika á Íslandsmeistaratitli þarf að eiga gott hlaup. Andrea Torfadóttir, ÍR, sem á best 7,69 sekúndur, Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðabliki, 7,76 sekúndur og Agnes Kristjánsdóttir, ÍR, 7,85 sekúndur eru allar líklegar til þess að berjast um gullið. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, FH, er einnig mætt aftur á brautina eftir tveggja ára fjarveru vegna barneigna og verður hún á meðal keppenda í 60 metra hlaupi og gæti blandað sér í baráttuna um gullið. Hún á best 7,72 sekúndur.Meistarinn fær mikla samkeppni í ár Í 60 metra hlaupi karla mun Juan Ramon Borges Bosque, Breiðabliki, freista þess að verja Íslandsmeistaratitil sinn. Hann átti flott tímabil í fyrra þar sem hann bætti sig og hljóp á 7,03 sekúndum og varð bæði Íslands- og Bikarmeistari. Í ár hefur hann hlaupið á 7,17 sekúndum og þarf því að hitta á gott hlaup til þess að eiga möguleika á verðlaunum. Á móti honum keppa tveir strákar sem eiga undir sjö sekúndum. Það eru Ari Bragi Kárason, FH, sem á 6,92 sekúndur og Dagur Andri Einarsson, ÍR, sem á 6,99 sekúndur. Ari Bragi því bestan árangur keppenda og hefur einnig hlaupið hraðast í ár, 7,01 sekúnda. Hann verður því að teljast afar líklegur til þess að hreppa gullið í ár. Mótið hefst á riðlakeppni í 60 metra hlaupi kvenna klukkan 11:00 á laugardeginum og í karlaflokki klukkan 11:30. Úrslitin eru svo sama dag klukkan 14:00 í kvennaflokki og 14:10 í karlaflokki. Sögulegt hástökk? Í hástökki karla keppir einnig efnilegasti frjálsíþróttamaður Íslands um þessar mundir, Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni. Kristján bætti á dögunum 23 ára gamalt aldursflokkamet pilta 16-17 ára í hástökki þegar hann stökk yfir 2,13 metra. Hann á öll aldursflokkametin í hástökki bæði innanhúss og utanhúss upp að sínum aldursflokki sem eru piltar 16-17 ára, það eru alls tíu met. Síðastliðið sumar varð hann Norðurlandameistari 19 ára og yngri í hástökki og varð annar á NM fullorðinna fyrr á tímabilinu. Það verður að teljast ansi líklegt að Kristján Viggó verði Íslandsmeistari í ár en það verður spennandi að sjá hversu hátt hann mun stökkva og hvort hann bæti aldursflokkamet sitt enn frekar. Í kvennakeppninni mun María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, freista þess að verða Íslandsmeistari í hástökki innanhúss þriðja árið í röð. Síðust til þess að skáka María á þessu móti var Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, UMSS. Hún varð Íslandsmeistari 2017 og er nú að keppa á MÍ innanhúss í fyrsta skipti síðan þá. Í ár hefur Eva María Baldursdóttir, HSK/Selfoss, hins vegar stokkið hæst og því gæti hún hreppt gullið. Til þess að eiga möguleika á titli á ár má búast við að stökkva þurfi töluvert yfir 1,70 metra en alls hafa sex stelpur gert það og því má búast við spennandi keppni. Hástökk kvenna hefst klukkan 12:00 á laugardaginn og hástökk karla klukkan 13:30 á sunnudaginn. Margfaldir Íslandsmeistarar í langstökkiLangstökk kvenna er ein sterkasta greinin á mótinu Ein sterkasta greinin á mótinu í ár er langstökk kvenna. Þar mun Íslandsmethafinn Hafdís Sigurðardóttir, UFA, keppa. Hafdís hefur verið fremsti langstökkvari Íslands síðustu ár og er einnig með þeim bestu í Evrópu. Hún hefur verið á meðal keppenda á EM og situr nú í 27. sæti Evrópulistans með árangur upp á 6,37 metra. Hafdís getur hins vegar ekki slakað á um helgina því Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðabliki, hefur einnig stökkið yfir sex metra. Birna hefur stokki lengst 6,12 metra utanhúss sem er stúlknamet 16-17 ára. Birna gæti því veitt Hafdísi góða samkeppni en til gamans má geta að fimmtán ára aldursmunur er á þeim tveimur. Í karlaflokki er einnig reynslumikill keppnismaður. Það er langstökkvarinn Kristinn Torfason, FH, sem hefur verið einnig besti langstökkvari Íslands síðustu ár og er margfaldur Íslandsmeistari. Kristinn á best 7,77 metra og hefur stokkið 7,07 í ár. Búast má við spennandi keppni milli Kristins og fjölþrautakappans Ísaks Óla Traustasonar, UMSS. Ísak Óli hefur einungis stokkið fjórum sentimetrum styttra en Kristinn í ár, eða 7,03 metra. Besti árangur Ísaks Óla er 7,13 metrar. Langstökkið fer fram á sunnudeginum og hefst forkeppnin klukkan 10 hjá körlunum og 11 hjá konunum. Úrslitin í karlaflokki fara fram 12:45 og í kvennaflokki 14:10. Frjálsar íþróttir Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Ýmir sneri aftur í góðum sigri Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram um helgina en það fer að þessu sinni fram í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fremsta frjálsíþróttafólk landsins mun keppa um 24 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinum. Síðasta grein mótsins verður svo 4 × 200 metra boðhlaup þar sem spennan er yfirleitt mjög mikil. Alls eru 150 keppendur skráðir til keppni frá tólf félögum. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tekið saman skemmtilega upphitun fyrir mótið um helgina og má sjá hana hér fyrir neðan.Spennandi 60 metra hlaup Í 60 metra hlaupi kvenna vantar Íslandsmethafana tvo, Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Tiönu Ósk Whitworth. Þrátt fyrir það má búast við sterku og spennandi hlaupi þar sem nokkrar stelpur eiga vel undir átta sekúndum. Bestan tíma keppenda á Hafdís Sigurðardóttir, UFA, 7,55 sekúndur. Hún á hefur einnig hlaupið hraðast í ár, eða á 7,78 sekúndum. Hún mun hins vegar frá harða samkeppni og til þess að eiga möguleika á Íslandsmeistaratitli þarf að eiga gott hlaup. Andrea Torfadóttir, ÍR, sem á best 7,69 sekúndur, Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðabliki, 7,76 sekúndur og Agnes Kristjánsdóttir, ÍR, 7,85 sekúndur eru allar líklegar til þess að berjast um gullið. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, FH, er einnig mætt aftur á brautina eftir tveggja ára fjarveru vegna barneigna og verður hún á meðal keppenda í 60 metra hlaupi og gæti blandað sér í baráttuna um gullið. Hún á best 7,72 sekúndur.Meistarinn fær mikla samkeppni í ár Í 60 metra hlaupi karla mun Juan Ramon Borges Bosque, Breiðabliki, freista þess að verja Íslandsmeistaratitil sinn. Hann átti flott tímabil í fyrra þar sem hann bætti sig og hljóp á 7,03 sekúndum og varð bæði Íslands- og Bikarmeistari. Í ár hefur hann hlaupið á 7,17 sekúndum og þarf því að hitta á gott hlaup til þess að eiga möguleika á verðlaunum. Á móti honum keppa tveir strákar sem eiga undir sjö sekúndum. Það eru Ari Bragi Kárason, FH, sem á 6,92 sekúndur og Dagur Andri Einarsson, ÍR, sem á 6,99 sekúndur. Ari Bragi því bestan árangur keppenda og hefur einnig hlaupið hraðast í ár, 7,01 sekúnda. Hann verður því að teljast afar líklegur til þess að hreppa gullið í ár. Mótið hefst á riðlakeppni í 60 metra hlaupi kvenna klukkan 11:00 á laugardeginum og í karlaflokki klukkan 11:30. Úrslitin eru svo sama dag klukkan 14:00 í kvennaflokki og 14:10 í karlaflokki. Sögulegt hástökk? Í hástökki karla keppir einnig efnilegasti frjálsíþróttamaður Íslands um þessar mundir, Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni. Kristján bætti á dögunum 23 ára gamalt aldursflokkamet pilta 16-17 ára í hástökki þegar hann stökk yfir 2,13 metra. Hann á öll aldursflokkametin í hástökki bæði innanhúss og utanhúss upp að sínum aldursflokki sem eru piltar 16-17 ára, það eru alls tíu met. Síðastliðið sumar varð hann Norðurlandameistari 19 ára og yngri í hástökki og varð annar á NM fullorðinna fyrr á tímabilinu. Það verður að teljast ansi líklegt að Kristján Viggó verði Íslandsmeistari í ár en það verður spennandi að sjá hversu hátt hann mun stökkva og hvort hann bæti aldursflokkamet sitt enn frekar. Í kvennakeppninni mun María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, freista þess að verða Íslandsmeistari í hástökki innanhúss þriðja árið í röð. Síðust til þess að skáka María á þessu móti var Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, UMSS. Hún varð Íslandsmeistari 2017 og er nú að keppa á MÍ innanhúss í fyrsta skipti síðan þá. Í ár hefur Eva María Baldursdóttir, HSK/Selfoss, hins vegar stokkið hæst og því gæti hún hreppt gullið. Til þess að eiga möguleika á titli á ár má búast við að stökkva þurfi töluvert yfir 1,70 metra en alls hafa sex stelpur gert það og því má búast við spennandi keppni. Hástökk kvenna hefst klukkan 12:00 á laugardaginn og hástökk karla klukkan 13:30 á sunnudaginn. Margfaldir Íslandsmeistarar í langstökkiLangstökk kvenna er ein sterkasta greinin á mótinu Ein sterkasta greinin á mótinu í ár er langstökk kvenna. Þar mun Íslandsmethafinn Hafdís Sigurðardóttir, UFA, keppa. Hafdís hefur verið fremsti langstökkvari Íslands síðustu ár og er einnig með þeim bestu í Evrópu. Hún hefur verið á meðal keppenda á EM og situr nú í 27. sæti Evrópulistans með árangur upp á 6,37 metra. Hafdís getur hins vegar ekki slakað á um helgina því Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðabliki, hefur einnig stökkið yfir sex metra. Birna hefur stokki lengst 6,12 metra utanhúss sem er stúlknamet 16-17 ára. Birna gæti því veitt Hafdísi góða samkeppni en til gamans má geta að fimmtán ára aldursmunur er á þeim tveimur. Í karlaflokki er einnig reynslumikill keppnismaður. Það er langstökkvarinn Kristinn Torfason, FH, sem hefur verið einnig besti langstökkvari Íslands síðustu ár og er margfaldur Íslandsmeistari. Kristinn á best 7,77 metra og hefur stokkið 7,07 í ár. Búast má við spennandi keppni milli Kristins og fjölþrautakappans Ísaks Óla Traustasonar, UMSS. Ísak Óli hefur einungis stokkið fjórum sentimetrum styttra en Kristinn í ár, eða 7,03 metra. Besti árangur Ísaks Óla er 7,13 metrar. Langstökkið fer fram á sunnudeginum og hefst forkeppnin klukkan 10 hjá körlunum og 11 hjá konunum. Úrslitin í karlaflokki fara fram 12:45 og í kvennaflokki 14:10.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Ýmir sneri aftur í góðum sigri Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Sjá meira