Forsætisráðherra sakaður um morð mætti ekki í réttarsal og lögregla stendur á gati Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 10:24 Forsætisráðherrann Thomas Thabane mætti ekki í kvöld og eru getgátur uppi að hann hafi flúið land. Það hefur ekki fengist staðfest. vísir/getty Thomas Thabane, forsætisráðherra Lesótó sem sakaður er um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, mætti ekki í dómssal í morgun. Lögregla segist ekki vita hvar Thabane sé niðurkominn. New York Times greinir frá. Núverandi eiginkona forsætisráðherrans hefur þegar verið ákærð fyrir morðið og fram kom í gær að Thabane yrði ákærður fyrir aðild að málinu. Sjálfur segist hann ætla að segja af sér sökum aldurs í sumars en hefur ekki tjáð sig um morðið. Thabane átti að mæta í dómssal klukkan níu í morgun að staðartíma. Klukkan ellefu var hann ekki enn mættur. Lögregla segist ekki ná í hann og ekki vita hvort hann sé væntanlegur eða ekki. Lipolelo Thabane var skotin til bana á stuttu færi við moldarveg þegar hún var á leið til heimaþorps síns fyrir utan höfuðborgina Maseru tveimur dögum áður en eiginmaður hennar varð forsætisráðherra árið 2017. Hún var þá 58 ára gömul. Þau Thabane höfðu staðið í hörðum skilnaði og bjó verðandi forsætisráðherrann þá með annarri konu, sem nú er eiginkona hans, eins og þau væru gift. Deilur höfðu staðið um hvor konan yrði viðurkennd sem forsætisráðherrafrú landsins og vann Lipolelo mál þess efnis fyrir dómstólum. Maesaiah, núverandi eiginkona Thabane, fylgdi honum á embættistökuna eftir morðið á Lipolelo. Málið hefur skekið samfélagið í smáríkinu Lesótó sem er landlukt í Suður-Afríku. Thabane fordæmdi morðið en er nú sjálfur sakaður um aðild að því. Paseka Mokete, varalögreglustjóri, sagði í dag að Thabane yrði líklega ákærður þegar á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það yrði í fyrsta skipti sem afrískur þjóðarleiðtogi er ákærður fyrir morð í nánu sambandi á meðan hann er í embætti. Thabane sagði í útvarpsviðtali að hann ætlaði að stíga til hliðar í júlí þar sem hann væri búinn að missa starfsorkuna. Hann er áttræður. Núverandi eiginkona hans var ákærð fyrir morðið á Lipolelo í byrjun þessa mánaðar en gengur laus gegn tryggingu. Lesótó Tengdar fréttir Eiginkona forsætisráðherrans ákærð fyrir morð Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. 4. febrúar 2020 19:03 Forsætisráðherra verður ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni Thomas Thabane stóð í erfiðum skilnaði við þáverandi eiginkonu sína þegar hún var skotin til bana tveimur dögum fyrir embættistöku hans árið 2017. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. 20. febrúar 2020 18:51 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Thomas Thabane, forsætisráðherra Lesótó sem sakaður er um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, mætti ekki í dómssal í morgun. Lögregla segist ekki vita hvar Thabane sé niðurkominn. New York Times greinir frá. Núverandi eiginkona forsætisráðherrans hefur þegar verið ákærð fyrir morðið og fram kom í gær að Thabane yrði ákærður fyrir aðild að málinu. Sjálfur segist hann ætla að segja af sér sökum aldurs í sumars en hefur ekki tjáð sig um morðið. Thabane átti að mæta í dómssal klukkan níu í morgun að staðartíma. Klukkan ellefu var hann ekki enn mættur. Lögregla segist ekki ná í hann og ekki vita hvort hann sé væntanlegur eða ekki. Lipolelo Thabane var skotin til bana á stuttu færi við moldarveg þegar hún var á leið til heimaþorps síns fyrir utan höfuðborgina Maseru tveimur dögum áður en eiginmaður hennar varð forsætisráðherra árið 2017. Hún var þá 58 ára gömul. Þau Thabane höfðu staðið í hörðum skilnaði og bjó verðandi forsætisráðherrann þá með annarri konu, sem nú er eiginkona hans, eins og þau væru gift. Deilur höfðu staðið um hvor konan yrði viðurkennd sem forsætisráðherrafrú landsins og vann Lipolelo mál þess efnis fyrir dómstólum. Maesaiah, núverandi eiginkona Thabane, fylgdi honum á embættistökuna eftir morðið á Lipolelo. Málið hefur skekið samfélagið í smáríkinu Lesótó sem er landlukt í Suður-Afríku. Thabane fordæmdi morðið en er nú sjálfur sakaður um aðild að því. Paseka Mokete, varalögreglustjóri, sagði í dag að Thabane yrði líklega ákærður þegar á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það yrði í fyrsta skipti sem afrískur þjóðarleiðtogi er ákærður fyrir morð í nánu sambandi á meðan hann er í embætti. Thabane sagði í útvarpsviðtali að hann ætlaði að stíga til hliðar í júlí þar sem hann væri búinn að missa starfsorkuna. Hann er áttræður. Núverandi eiginkona hans var ákærð fyrir morðið á Lipolelo í byrjun þessa mánaðar en gengur laus gegn tryggingu.
Lesótó Tengdar fréttir Eiginkona forsætisráðherrans ákærð fyrir morð Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. 4. febrúar 2020 19:03 Forsætisráðherra verður ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni Thomas Thabane stóð í erfiðum skilnaði við þáverandi eiginkonu sína þegar hún var skotin til bana tveimur dögum fyrir embættistöku hans árið 2017. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. 20. febrúar 2020 18:51 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Eiginkona forsætisráðherrans ákærð fyrir morð Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. 4. febrúar 2020 19:03
Forsætisráðherra verður ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni Thomas Thabane stóð í erfiðum skilnaði við þáverandi eiginkonu sína þegar hún var skotin til bana tveimur dögum fyrir embættistöku hans árið 2017. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. 20. febrúar 2020 18:51