Sara og Tia efstar og jafnar eftir fyrsta daginn á Wodapalooza Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 08:00 Sara Sigmundsdóttir í "Miami Heat“ æfingunni sem hún vann og fékk fyrir 100 stig og 2020 Bandaríkjadali. Mynd/Instagram/wodapalooza Einvígi Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey byrjar frábærlega því þær eru efstar og jafnar að stigum eftir fyrsta daginn. Sara var fljót að svara frábærri fyrstu æfingu Ástralans. Sara Sigmundsdóttir pakkaði saman „Miami Heat“ æfingunni á Wodapalooza CrossFit mótinu og náði þar með að komast upp að hlið Tiu-Clair Toomey í efsta sætinu. Sara kláraði aðra æfinguna, sem hét „Miami Heat“, á einni mínútu og 17 sekúndum. Hún varð sjö sekúndum á undan Amöndu Barnhart sem varð önnur og heilum sextán sekúndum á undan Tiu-Clair Toomey sem varð þriðja. View this post on Instagram "Miami Heat" was all about Sara Sigmundsdottir; Fastest in the prelims, semis, and finals! 1st: Sara Sigmundsdottir, 1:17 2nd: Amanda Barnhart, 1:24 3rd: Tia-Clair Toomey, 1:33 A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 5:03pm PST Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey hafa því báðar fengið 188 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Kari Pearce er þriðja en strax komin 26 stigum á eftir þeim. Tia-Clair Toomey hafði byrjað mótið frábærlega með því að klára langfyrst í fyrstu æfingaröðinni sem hét Luce. Toomey kláraði hana á 21 mínútu og 48 sekúndum. Kari Pearce varð önnur á 22:39 mín en Sara kom síðan í þriðja sætinu einni mínútu og 18 sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey. Einhverjir héldu eflaust eftir þessa byrjun Tiu-Clair Toomey að hún ætlaði að fara að stinga af eins og á flestum mótum síðustu ár en okkar kona var ekki tilbúin að sætta sig við slíkt. Hér fyrir neðan sést hún á fullu í „Miami Heat“ æfingunni þar sem hún stóð sig miklu betur en allir aðrir keppendur. View this post on Instagram Sigmundsdottir takes a much needed win to tie it up with Toomey after day 1. Sigmundsdottir — 188 Toomey — 188 ___ Catch all the action live on FloElite.com. ___ #crossfit #crossfitgames A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 20, 2020 at 6:03pm PST Sara ætlar sér stóra hluti á þessu móti sem hún lítur á sem próf til að kanna hvar hún standi á móti þreföldum heimsmeistara. Það er ljóst á þessari byrjun að einvígið er að standa undir væntingum og gott betur. Framundan verður því mjög fróðlegur dagur. Hér fyrir neðan er staða efstu kvenna á mótinu eftir fyrsta daginn af fjórum. View this post on Instagram After Day 1 of competition at #WZAMiami, here are your current leaders in the Elite division! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 7:41pm PST CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Sjá meira
Einvígi Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey byrjar frábærlega því þær eru efstar og jafnar að stigum eftir fyrsta daginn. Sara var fljót að svara frábærri fyrstu æfingu Ástralans. Sara Sigmundsdóttir pakkaði saman „Miami Heat“ æfingunni á Wodapalooza CrossFit mótinu og náði þar með að komast upp að hlið Tiu-Clair Toomey í efsta sætinu. Sara kláraði aðra æfinguna, sem hét „Miami Heat“, á einni mínútu og 17 sekúndum. Hún varð sjö sekúndum á undan Amöndu Barnhart sem varð önnur og heilum sextán sekúndum á undan Tiu-Clair Toomey sem varð þriðja. View this post on Instagram "Miami Heat" was all about Sara Sigmundsdottir; Fastest in the prelims, semis, and finals! 1st: Sara Sigmundsdottir, 1:17 2nd: Amanda Barnhart, 1:24 3rd: Tia-Clair Toomey, 1:33 A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 5:03pm PST Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey hafa því báðar fengið 188 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Kari Pearce er þriðja en strax komin 26 stigum á eftir þeim. Tia-Clair Toomey hafði byrjað mótið frábærlega með því að klára langfyrst í fyrstu æfingaröðinni sem hét Luce. Toomey kláraði hana á 21 mínútu og 48 sekúndum. Kari Pearce varð önnur á 22:39 mín en Sara kom síðan í þriðja sætinu einni mínútu og 18 sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey. Einhverjir héldu eflaust eftir þessa byrjun Tiu-Clair Toomey að hún ætlaði að fara að stinga af eins og á flestum mótum síðustu ár en okkar kona var ekki tilbúin að sætta sig við slíkt. Hér fyrir neðan sést hún á fullu í „Miami Heat“ æfingunni þar sem hún stóð sig miklu betur en allir aðrir keppendur. View this post on Instagram Sigmundsdottir takes a much needed win to tie it up with Toomey after day 1. Sigmundsdottir — 188 Toomey — 188 ___ Catch all the action live on FloElite.com. ___ #crossfit #crossfitgames A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 20, 2020 at 6:03pm PST Sara ætlar sér stóra hluti á þessu móti sem hún lítur á sem próf til að kanna hvar hún standi á móti þreföldum heimsmeistara. Það er ljóst á þessari byrjun að einvígið er að standa undir væntingum og gott betur. Framundan verður því mjög fróðlegur dagur. Hér fyrir neðan er staða efstu kvenna á mótinu eftir fyrsta daginn af fjórum. View this post on Instagram After Day 1 of competition at #WZAMiami, here are your current leaders in the Elite division! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 7:41pm PST
CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Sjá meira