Baunuðu á Bloomberg Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2020 08:23 Allir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum svo að Bloomberg, á milli þess sem þau beindu þeim að hvorum öðrum. AP/John Locher Sex forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Nevada í gærkvöldi. Kvöldið einkenndist af því að allir fóru gegn auðjöfrinum Mike Bloomberg í baráttu það hver etur kappi við Bernie Sanders um tilnefningu Demókrataflokksins. Auðjöfurinn hefur varið hundruð milljónum dala í sjónvarpsauglýsingar sem hafa skilað honum góðum tölum í könnunum að undanförnu. Hann þykir þó ekki hafa staðið sig vel í kappræðunum í gærkvöldi en þær voru hans fyrstu í kosningabaráttunni. Allir hinir frambjóðendurnir gagnrýndu Bloomberg varðandi viðhorf hans til þeldökkra og kvenna. Honum var líkt við Donald Trump og sakaður um að reyna að kaupa tilnefningu Demókrataflokksins. Bloomberg var þó ekki eini frambjóðandinn sem sætti árásum en hann virtist sá eini sem mætti ekki í kappræðurnar til þess að skjóta á aðra frambjóðendur og gagnrýna þá. Í kappræðunum voru þau Amy Klobuchar, Bernie Sanders, Elizabeth Warre, Joe Biden, Mike Bloomberg og Pete Buttigieg. Buttigieg og Klobuchar deildu mikið sín á milli um reynslu borgarstjórans og þá staðreynd að hún vissi ekki hvað forseti Mexíkó héti. Buttigieg deildi við Sanders um fyrirferðarmiklar áherslur Sanders og það að hann neiti að opinbera sjúkraskýrslur sínar eftir hjartaáfall sem hann fékk í fyrra. Þá gagnrýndi Warren Buttigieg og Klobuchar fyrir áætlanir þeirra varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Allir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum svo að Bloomberg, á milli þess sem þau beindu þeim að hvorum öðrum. Bloomberg sjálfur hélt því fram að Bernie Sanders myndi ekki sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Bandaríkjamenn myndu aldrei kjósa sósíalista. Bernie Sanders þykir hafa komið vel út úr kappræðunum og þá aðallega vegna þess að hinir frambjóðendurnir vörðu mestum tíma í að gagnrýna Bloomberg. Sanders virðist hvorki hafa hagnast né tapað á kappræðunum, sem er líklegast gott fyrir hann. Politico segir stöðuna í forvali Demókrataflokksins í dag á þá leið að í rauninni sé bara pláss fyrir tvo frambjóðendur. Bernie Sanders og andstæðing hans. Nú séu hinir frambjóðendurnir að berjast um hver andstæðingur hans verði. Buttigieg lýsti yfir áhyggjum af stöðunni í forvalinu þar sem útlit er fyrir að valið muni standa á milli tveggja aðila sem þykja umdeildir. „Sko, við ættum ekki að þurfa að velja á milli eins frambjóðenda sem vill brenna Demókrataflokkinn til grunna og annars sem vill kaupa tilnefninguna,“ sagði Pete Buttigieg. „Veljum einhvern sem er raunverulegur Demókrati.“ Íbúar Nevada mun greiða atkvæði í forvali Demókrataflokksins á laugardaginn og laugardaginn 29. fer atkvæðagreiðsla fram í Suðu-Karólínu. Þann 3. mars verða atkvæði greidd víða um landið á degi sem kallast „ofur-þriðjudagur“. Samantekt Washington Post Samantekt Politico Sérfræðingar NBC fara yfir kappræðurnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Sex forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Nevada í gærkvöldi. Kvöldið einkenndist af því að allir fóru gegn auðjöfrinum Mike Bloomberg í baráttu það hver etur kappi við Bernie Sanders um tilnefningu Demókrataflokksins. Auðjöfurinn hefur varið hundruð milljónum dala í sjónvarpsauglýsingar sem hafa skilað honum góðum tölum í könnunum að undanförnu. Hann þykir þó ekki hafa staðið sig vel í kappræðunum í gærkvöldi en þær voru hans fyrstu í kosningabaráttunni. Allir hinir frambjóðendurnir gagnrýndu Bloomberg varðandi viðhorf hans til þeldökkra og kvenna. Honum var líkt við Donald Trump og sakaður um að reyna að kaupa tilnefningu Demókrataflokksins. Bloomberg var þó ekki eini frambjóðandinn sem sætti árásum en hann virtist sá eini sem mætti ekki í kappræðurnar til þess að skjóta á aðra frambjóðendur og gagnrýna þá. Í kappræðunum voru þau Amy Klobuchar, Bernie Sanders, Elizabeth Warre, Joe Biden, Mike Bloomberg og Pete Buttigieg. Buttigieg og Klobuchar deildu mikið sín á milli um reynslu borgarstjórans og þá staðreynd að hún vissi ekki hvað forseti Mexíkó héti. Buttigieg deildi við Sanders um fyrirferðarmiklar áherslur Sanders og það að hann neiti að opinbera sjúkraskýrslur sínar eftir hjartaáfall sem hann fékk í fyrra. Þá gagnrýndi Warren Buttigieg og Klobuchar fyrir áætlanir þeirra varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Allir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum svo að Bloomberg, á milli þess sem þau beindu þeim að hvorum öðrum. Bloomberg sjálfur hélt því fram að Bernie Sanders myndi ekki sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Bandaríkjamenn myndu aldrei kjósa sósíalista. Bernie Sanders þykir hafa komið vel út úr kappræðunum og þá aðallega vegna þess að hinir frambjóðendurnir vörðu mestum tíma í að gagnrýna Bloomberg. Sanders virðist hvorki hafa hagnast né tapað á kappræðunum, sem er líklegast gott fyrir hann. Politico segir stöðuna í forvali Demókrataflokksins í dag á þá leið að í rauninni sé bara pláss fyrir tvo frambjóðendur. Bernie Sanders og andstæðing hans. Nú séu hinir frambjóðendurnir að berjast um hver andstæðingur hans verði. Buttigieg lýsti yfir áhyggjum af stöðunni í forvalinu þar sem útlit er fyrir að valið muni standa á milli tveggja aðila sem þykja umdeildir. „Sko, við ættum ekki að þurfa að velja á milli eins frambjóðenda sem vill brenna Demókrataflokkinn til grunna og annars sem vill kaupa tilnefninguna,“ sagði Pete Buttigieg. „Veljum einhvern sem er raunverulegur Demókrati.“ Íbúar Nevada mun greiða atkvæði í forvali Demókrataflokksins á laugardaginn og laugardaginn 29. fer atkvæðagreiðsla fram í Suðu-Karólínu. Þann 3. mars verða atkvæði greidd víða um landið á degi sem kallast „ofur-þriðjudagur“. Samantekt Washington Post Samantekt Politico Sérfræðingar NBC fara yfir kappræðurnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira