Starfsmaður forsætisráðuneytisins smitaður af kórónuveirunni Sylvía Hall skrifar 9. mars 2020 17:50 Tveir samstarfsmenn mannsins hafa verið settir í heimasóttkví. Vísir/Vilhelm Starfsmaður í forsætisráðuneytinu hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Tveir samstarfsmenn voru í kjölfarið settir í heimasóttkví og hafa verið tekin sýni úr þeim báðum. Annar reyndist ekki smitaður en beðið er eftir niðurstöðum hjá hinum starfsmanninum. Rósa Guðrún Erlingsdóttir, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu RÚV. Sá starfsmaður sem reyndist ekki smitaður mun þó áfram vera í heimasóttkví í varúðarskyni. Að sögn Rósu Guðrúnar var starfsmaðurinn ekki með starfsaðstöðu í stjórnarráðshúsinu og átti hann ekki í neinum samskiptum við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir smitið. Framkvæmdir standa nú yfir við stjórnarráðshúsið og hefur ríkisstjórnin því ekki fundað þar undanfarnar vikur. Breyttar verklagsreglur eru nú í gildi í ráðuneytinu eftir að viðbúnaðarstig vegna COVID-19 var hækkað í neyðarstig. Engin fundarhöld fara fram í húsinu og mega starfsmenn ekki nota mötuneytið á sama tíma. Tvö smit kórónuveirunnar greindust til viðbótar í morgun hjá einstaklingum sem báðir komu til landsins með flugi frá Veróna á Ítalíu síðastliðinn laugardag. Hafa því fimm einstaklingar úr því flugi greinst með veiruna. Alls eru greind smit hérlendis orðin 60 talsins. 50 smit hjá einstaklingum sem hafa verið að koma erlendis frá og 10 sem smitast hafa innanlands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 18:32 Stöðva heimsóknir til íbúa Hrafnistuheimilanna Í Hrafnistuheimilunum átta, sem staðsett eru í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hefur verið tekin sú ákvörðun að stöðva allar heimsóknir til íbúa frá og með morgundeginum, 7. mars. 6. mars 2020 20:15 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 17:05 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Starfsmaður í forsætisráðuneytinu hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Tveir samstarfsmenn voru í kjölfarið settir í heimasóttkví og hafa verið tekin sýni úr þeim báðum. Annar reyndist ekki smitaður en beðið er eftir niðurstöðum hjá hinum starfsmanninum. Rósa Guðrún Erlingsdóttir, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu RÚV. Sá starfsmaður sem reyndist ekki smitaður mun þó áfram vera í heimasóttkví í varúðarskyni. Að sögn Rósu Guðrúnar var starfsmaðurinn ekki með starfsaðstöðu í stjórnarráðshúsinu og átti hann ekki í neinum samskiptum við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir smitið. Framkvæmdir standa nú yfir við stjórnarráðshúsið og hefur ríkisstjórnin því ekki fundað þar undanfarnar vikur. Breyttar verklagsreglur eru nú í gildi í ráðuneytinu eftir að viðbúnaðarstig vegna COVID-19 var hækkað í neyðarstig. Engin fundarhöld fara fram í húsinu og mega starfsmenn ekki nota mötuneytið á sama tíma. Tvö smit kórónuveirunnar greindust til viðbótar í morgun hjá einstaklingum sem báðir komu til landsins með flugi frá Veróna á Ítalíu síðastliðinn laugardag. Hafa því fimm einstaklingar úr því flugi greinst með veiruna. Alls eru greind smit hérlendis orðin 60 talsins. 50 smit hjá einstaklingum sem hafa verið að koma erlendis frá og 10 sem smitast hafa innanlands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 18:32 Stöðva heimsóknir til íbúa Hrafnistuheimilanna Í Hrafnistuheimilunum átta, sem staðsett eru í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hefur verið tekin sú ákvörðun að stöðva allar heimsóknir til íbúa frá og með morgundeginum, 7. mars. 6. mars 2020 20:15 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 17:05 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 18:32
Stöðva heimsóknir til íbúa Hrafnistuheimilanna Í Hrafnistuheimilunum átta, sem staðsett eru í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hefur verið tekin sú ákvörðun að stöðva allar heimsóknir til íbúa frá og með morgundeginum, 7. mars. 6. mars 2020 20:15
Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 17:05