Maður dæmdur fyrir að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 10:47 Maðurinn var sakfelldur fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögu í landsrétti í gær. vísir/egill Maður var sakfelldur fyrir landsrétti í gær fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögum. Þá var hann einnig ákærður fyrir brot gegn tolla- og vopnalögum með því að hafa flutt hingað til lands skammbyssu, riffil, magasín ætlað riffli og fleiri skotfæri. Hann var þó ekki sakfelldur fyrir það þar sem héraðsdómur komst að því að um eftirlíkingar hafi verið að ræða. Maðurinn er ákærður fyrir þrjá ákæruliði, fyrst að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar í mars 2016 þegar hann skrifaði og birti eftirfarandi ummæli á Facebook-síðu sinni: „það bendir allt til þess að […] hafi sýnt vanrækslu í starfi þegar gloria min for i allsherjar skoðun þar fyrir þremur vikum og ef svo sem eg mun komast i fyrramálið munuð þið ekki sja mig a faceinu næstu daga,eg ætla að stúta þessum læknabeljum krepptum hnúum og þungum höggum og senda 5 sprautusjuklinga til að kveikja i þessari dýranýðsholu til að bjarga hinum dýrunum,EG ER SVO BRJALAÐUR NÚNA AÐ SÉ JAIL TIME FRAMUNDAN,DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ Þá skrifaði hann ýmis önnur ummæli sem fólu í sér hótanir og má lesa þau hér. Þá er hann sakaður um að hafa brotið gegn tolla-, lyfsölu- og lyfjalögum með því að hafa í mars 2017. Hann flutti inn, og reyndi að komast hjá því að greina tollyfirvöldum frá, sjö ampúlum af lyfseðilsskylda lifinu HCG-M 500 sem er anabólískur steri og hann hafði ekki innflutningsleyfi fyrir. Hann var einnig sakaður um að hafa brotið tolla- og vopnalög með því að hafa flutt til landsins í ágúst 2015 skammbyssu, riffil, magasín fyrir riffil, tvo brúsa af piparúða og sjö pakka af skotfærum. Hann var aðeins sakfelldur fyrir að hafa flutt piparúðann til landsins en hin vopnin voru dæmdar eftirlíkingar. Sakaferill mannsins hefur ekki áhrif á refsingu í málinu en hann gekkst undir tvær lögreglustjórasáttir árið 2012 fyrir sérrefsilagabrot. Þá var hann dæmdur fyrir hegningarlagabrot árið 2011. Fyrir nýjustu brotin er hann dæmdur í 60 daga fangelsi en fullnustu refsingar var frestað og hún fellur niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins. Dómsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Maður var sakfelldur fyrir landsrétti í gær fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögum. Þá var hann einnig ákærður fyrir brot gegn tolla- og vopnalögum með því að hafa flutt hingað til lands skammbyssu, riffil, magasín ætlað riffli og fleiri skotfæri. Hann var þó ekki sakfelldur fyrir það þar sem héraðsdómur komst að því að um eftirlíkingar hafi verið að ræða. Maðurinn er ákærður fyrir þrjá ákæruliði, fyrst að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar í mars 2016 þegar hann skrifaði og birti eftirfarandi ummæli á Facebook-síðu sinni: „það bendir allt til þess að […] hafi sýnt vanrækslu í starfi þegar gloria min for i allsherjar skoðun þar fyrir þremur vikum og ef svo sem eg mun komast i fyrramálið munuð þið ekki sja mig a faceinu næstu daga,eg ætla að stúta þessum læknabeljum krepptum hnúum og þungum höggum og senda 5 sprautusjuklinga til að kveikja i þessari dýranýðsholu til að bjarga hinum dýrunum,EG ER SVO BRJALAÐUR NÚNA AÐ SÉ JAIL TIME FRAMUNDAN,DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ Þá skrifaði hann ýmis önnur ummæli sem fólu í sér hótanir og má lesa þau hér. Þá er hann sakaður um að hafa brotið gegn tolla-, lyfsölu- og lyfjalögum með því að hafa í mars 2017. Hann flutti inn, og reyndi að komast hjá því að greina tollyfirvöldum frá, sjö ampúlum af lyfseðilsskylda lifinu HCG-M 500 sem er anabólískur steri og hann hafði ekki innflutningsleyfi fyrir. Hann var einnig sakaður um að hafa brotið tolla- og vopnalög með því að hafa flutt til landsins í ágúst 2015 skammbyssu, riffil, magasín fyrir riffil, tvo brúsa af piparúða og sjö pakka af skotfærum. Hann var aðeins sakfelldur fyrir að hafa flutt piparúðann til landsins en hin vopnin voru dæmdar eftirlíkingar. Sakaferill mannsins hefur ekki áhrif á refsingu í málinu en hann gekkst undir tvær lögreglustjórasáttir árið 2012 fyrir sérrefsilagabrot. Þá var hann dæmdur fyrir hegningarlagabrot árið 2011. Fyrir nýjustu brotin er hann dæmdur í 60 daga fangelsi en fullnustu refsingar var frestað og hún fellur niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins.
Dómsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira