Formaður BSRB óttast ekki lög á verkföll og viðræður ganga vel Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2020 19:45 Takist samningar ekki fyrir mánudag hefjast ótímabundin verkföll hjá BSRB. grafík/hafsteinn Formaður BSRB telur enga ástæðu til að óttast að verkfallsaðgerðum bandalagsins verði frestað með lagasetningu. Búið sé að ná saman um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og launakrafan byggi á lífskjarasamningunum. Samkvæmt lögum geta ekki allir starfsmenn tiltekinna hópa starfsmanna heilbrigiðsstofnana farið í verkfall. En vegna kórónuveirunnar má að auki búast við að sótt verði um undanþágur fyrir töluverðan fjölda starfsmanna. Þetta horfir öðruvísi við með vínbúðirnar. Engar undanþágur verða gefnar vegna starfsmanna þeirra í tveggja daga verkföllum. Vínbúðirnar verða lokaðar þegar þær aðgerðir standa yfir. Og það sama á við um sundlaugarnar. Það verður ekki hægt að stinga sér til sunds í tveggja daga verkföllum sem hefjast að óbreyttu á mánudag. En kannski verður ekkert af verkföllunum því Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að stórum áfanga hafi verið náð í viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi. „Þá gengum við frá styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. Við höfum verið mjög lengi að vinna að því og raunar yfir allt þetta viðræðutímabil sem eru ellefu mánuðir. Þetta er stór liður í því að nálgast lok kjaraviðræðna,“ segir Sonja Ýr. Enn ágreiningur um launaliðinn Enn á þó eftir að ná saman um launaliðinn og því gætu umfangsmiklar aðgerðir hafist á mánudag með ótímabundnum verkföllum í grunnskólum Reykjavíkur og Seltjarnarness, á frístundaheimilum, skrifstofum skattsins og tollsins, sýslumönnum um allt land og í þjónustuverum þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkur og Akraness. Á mánudag hæfust að auki vikuleg teggja daga verkföll sem hefðu mikil áhrif á Landspítala, ummönun aldraðra og fólks með fötlun, grunnskóla utan Reykjavíkur, leikskóla víða um land og á bæjarskrifstofum. Auk þess sem fyrrnefndir staðir myndu loka ásamt skíðasvæðum og Bílastæðasjóði. Sonja Ýr segir út af standi að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins og túlkun lífskjarasamningsins. „Við höfum einmitt verið með sömu kröfur; um að launahækkanir yfir kjarasamningstímabilið séu í samræmi við lífskjarasamninginn. Höfum gert þá kröfu að það verði 90 þúsund króna hækkun. Í lífskjarasamningunum var samið um tvær tölur, 68 þúsund fyrir markaðslaun og 90 þúsund krónur fyrir taxtalaun. Það eru allir opinberir starfsmenn á taxtalaunum. En það er hins vegar ekki tilboð ríkisins að bjóða öllum 90 þúsund krónur og um það snýst ágreiningurinn,“ segir formaður BSRB. Ekki sé tímabært að óttast lög á verkföllin enda unnið hörðum höndum að því að ná samningi fyrir mánudag. Þá geti ekki allir opinberir starfsmenn lagt niður störf. „Við erum með fjölbreytta hópa. Annars vegar hópa sem þurfa að sinna heilbrigði og öryggi og þá er hægt að fara með undanþágubeiðnir í tengslum við veiruna. Til að fá undanþágu fyrir þau frá verkfalli. En það eiga ekki sömu sjónarmið við um þá sem eru að starfa í skólunum, frístundaheimilunum, í ÁTVR og svo framvegis,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 15:00 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Formaður BSRB telur enga ástæðu til að óttast að verkfallsaðgerðum bandalagsins verði frestað með lagasetningu. Búið sé að ná saman um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og launakrafan byggi á lífskjarasamningunum. Samkvæmt lögum geta ekki allir starfsmenn tiltekinna hópa starfsmanna heilbrigiðsstofnana farið í verkfall. En vegna kórónuveirunnar má að auki búast við að sótt verði um undanþágur fyrir töluverðan fjölda starfsmanna. Þetta horfir öðruvísi við með vínbúðirnar. Engar undanþágur verða gefnar vegna starfsmanna þeirra í tveggja daga verkföllum. Vínbúðirnar verða lokaðar þegar þær aðgerðir standa yfir. Og það sama á við um sundlaugarnar. Það verður ekki hægt að stinga sér til sunds í tveggja daga verkföllum sem hefjast að óbreyttu á mánudag. En kannski verður ekkert af verkföllunum því Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að stórum áfanga hafi verið náð í viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi. „Þá gengum við frá styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. Við höfum verið mjög lengi að vinna að því og raunar yfir allt þetta viðræðutímabil sem eru ellefu mánuðir. Þetta er stór liður í því að nálgast lok kjaraviðræðna,“ segir Sonja Ýr. Enn ágreiningur um launaliðinn Enn á þó eftir að ná saman um launaliðinn og því gætu umfangsmiklar aðgerðir hafist á mánudag með ótímabundnum verkföllum í grunnskólum Reykjavíkur og Seltjarnarness, á frístundaheimilum, skrifstofum skattsins og tollsins, sýslumönnum um allt land og í þjónustuverum þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkur og Akraness. Á mánudag hæfust að auki vikuleg teggja daga verkföll sem hefðu mikil áhrif á Landspítala, ummönun aldraðra og fólks með fötlun, grunnskóla utan Reykjavíkur, leikskóla víða um land og á bæjarskrifstofum. Auk þess sem fyrrnefndir staðir myndu loka ásamt skíðasvæðum og Bílastæðasjóði. Sonja Ýr segir út af standi að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins og túlkun lífskjarasamningsins. „Við höfum einmitt verið með sömu kröfur; um að launahækkanir yfir kjarasamningstímabilið séu í samræmi við lífskjarasamninginn. Höfum gert þá kröfu að það verði 90 þúsund króna hækkun. Í lífskjarasamningunum var samið um tvær tölur, 68 þúsund fyrir markaðslaun og 90 þúsund krónur fyrir taxtalaun. Það eru allir opinberir starfsmenn á taxtalaunum. En það er hins vegar ekki tilboð ríkisins að bjóða öllum 90 þúsund krónur og um það snýst ágreiningurinn,“ segir formaður BSRB. Ekki sé tímabært að óttast lög á verkföllin enda unnið hörðum höndum að því að ná samningi fyrir mánudag. Þá geti ekki allir opinberir starfsmenn lagt niður störf. „Við erum með fjölbreytta hópa. Annars vegar hópa sem þurfa að sinna heilbrigði og öryggi og þá er hægt að fara með undanþágubeiðnir í tengslum við veiruna. Til að fá undanþágu fyrir þau frá verkfalli. En það eiga ekki sömu sjónarmið við um þá sem eru að starfa í skólunum, frístundaheimilunum, í ÁTVR og svo framvegis,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 15:00 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 15:00
Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45
LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55